Er enginn þekking til staðar eftir áratuga reynslu?

Nú rifjaðist upp fyrir mér tæplega þrjátíu ára gamalt atvik.

Þannig var að um borð í togara sem ég var á starfaði ungur stýrimaður, rúmlega tvítugur. Hann var afburða verkmaður og snar í tilsvörum. Í áhöfninni var eldri maður sem hafði verið ansi lengi til sjós, en frekar fljótfær og ekki mjög klár í trolli. Hann hafði verið að gera ákveðið verk í trollinu, ungi stýrimaðurinn sá strax að sá gamli var að gera vitleysu. Þegar hann vinsamlega benti manninum á mistökin, þá svaraði sá gamli; "ég er nú búinn að gera þetta í fjörtíu ár drengur minn", þá kom svarið; "það er ekki nóg að hafa gert þetta í fjörtíu ár, kolvitlaust allan tímann.

Jóhanna hefur starfa í stjórnmálum yfir þrjátíu ár en samt aldrei lært neitt um efnahagsmál, sem er undarlegt. 

Að halda því fram að allt sé á uppleið á meðan eðlileg fjárfesting er ekki til staðar og ekkert gert til að auðvelda útlendingum að koma með fjármagn inn í landið, tafið fyrir álversuppbyggingu og sjávarútvegnum hótað frekari álögum, það telst vafasöm sýn á efnahagsmálin.

Ástæðan fyrir lágri verðbólgu er náttúrulega ekki jákvæð, þótt lág verðbólga sé góð. Ástæðan er nefnilega sú að neysla hefur dregið saman og þar af leiðandi eftirspurnin. Ekki er það gleðilegt að gjaldeyrisvaraforðinn sé að stórum hluta fenginn að láni, þau kosta nefnilega sitt.

Frægt er þegar hún talaði um uppsveiflu þegar það ríkti í raun samdráttur.

Það má segja að það góða sem gerst hefur í samfélaginu sé ekki þeim að þakka. Ástæðan fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði er lágt gengi krónunnar og minni eftirspurn eftir innfluttum vörum, sökum peningaskortsfyrirtækja og einstaklinga.

Þótt afleiðingarnar hafi að vissu leiti góð áhrif, þá er orsökin skelfileg í raun.

Og ef menn eru að velta fyrir sér ástæðu þess að ég kom með togarasöguna til samanburðar, þá upplýsi ég það, að Sigmundur Davíð var eiginlega í hlutverki stýrimannsins unga í Kryddsíldinni í dag.

 


mbl.is Uppbygging og vöxtur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Jón, hvernig sem þetta fer, þá er ljóst að ný hugsun þarf að blómstra.

Ég hef alltaf verið svag fyrir Sigmundi, finnst hann skynsamur ungur drengur.

Og ég veit að þau vilja vel í Jógrímu, en AGS og að vilja vel, það rímar aldrei vel.

En takk fyrir þinn sjóaraanda á liðnu ári.

Og megi þitt hressa tungutak lifa vel og lengi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.1.2011 kl. 04:46

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gleðilegt ár, skemmtileg færsla.

Hörður Þórðarson, 1.1.2011 kl. 07:46

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka ykkur fyrir Ómar og Hörður.

Ómar takk fyrir hlý orð í minn garð, þitt tungutak er nú líka mjög skemmtilegt, stundum er talað um að vestfirðingar kunni að tala hreint út, en auðsfirðingar eru ekki síðri.

Við höfum einn austfirðing um borð, hann kann að tala hreina íslensku og hefur mjög skemmtilegt málfar, hann heitir Elvar og við köllum hann stundum Bölvar, svona í gríni, en þetta er yndælis drengur.

Hörður, gleðilegt ár til þín sömuleiðis og þakka þér hólið.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband