Icesave, enn á ný.

Alger aulaháttur ásamt drjúgum skammti af vanhæfi hrærist saman í illa lyktandi grautarskál, þegar hugsað er til vinnubragða ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Og ræfildómur fjölmiðla varðandi það, að sækja stíft á fjármálaráðherra og krefja hann almennilegra skýringa á þessum "gungu og drusluhætti" sínum í þessu mál, er til háborinnar skammar.

Eining fékk Steingrímur drjúga aðstoð frá utanríkisráðherra til að ljúga sig út úr þessum alvarlegu mistökum sem hann framdi, er hann sendi vanhæfa samninga nefnd til að tala fyrir okkar hönd.

Össur sagði í umræðunni þann 8. júní 2008 (heimildir eru fengnar af vef Björns Bjarnasonar); "Ég get staðfest það, að samningsblaðið sem var undirritað við Hollendinga elti okkur eins og afturganga í gegn um alla þessa samninga".

Annað hvort er Svavar lyginn bæði og ómerkilegur eða hefur ekki vitað staðreyndir í málinu. Ég veit ekki hvort Hollendingar hafi hreinlega logið að honum, en látum það liggja milli hluta.

Í annarri tilvitnun á vef Björns Bjarnasonar segir og þar er vitnað til Ingibjargar Sólrúnar, sem var utanríkisráðherra þegar Brusselviðmiðin voru gerð; "Hinn 14. nóvember árið 2008 náðu viðræðunefndir Íslands, Hollands, Bretlands og Þýskalands undir forystu Frakklands (sem þá var í forsæti innan Evrópusambandsins) samkomulagi um stuttan texta..."

Niðurstaðan af þessum viðræðum var sú, að samkomulagið við Hollendinga var þar með úr sögunni.

Þannig að ekkert minnisblað hefur verið að þvælast fyrir, né heldur samkomulag, því allt slíkt var numið úr gildi.

Það sem Össur og Svavar sögðu varðandi þetta er ekkert annað en haugalygi.

Flestir íslendingar þekkja svo framhaldið til dagsins í dag.

Hafi menn viljað ná fram réttri niðurstöðu, þá hefði þurft að sækja málið á hefðbundnum forsemdum.

Íslendingar hefðu getað haldið því til streitu að greiðsluskylda ríkisins væri ekki til staðar, smkv. EES samningum. Þá hefðu viðsemjendur getað bent á að neyðarlögin hafi mismunað innistæðueigendum. Hægt hefði verið að fara yfir það mál og sú niðurstaða fengist, sem þekkt er í dag, að neyðarlögin standast fyrir dómi.

Svo varðandi ásökun ESA um það að rangt hafi verið staðið að innleiðingu tryggingasjóðsins, þá hefði verið hægt að skoða það vandlega og grípa til varna, eins og gert er í svona málum.

Menn hefðu átt að krefjast tíma til að fá öll mál á hreint. Það er ekkert annað en helber "gungu og drusluháttur" að hlaupa dauðhræddur eftir öllu því sem útlendingar segja. Það er ekki til þess að efla virðingu þjóðarinnar út á við.

Svo eftir að allt væri komið á hreint varðandi neyðarlögin og innleiðingu innistæðutrygginga, þá hefði verið hægt að skoða málin á réttum grundvelli.

Það var nefnilega greinilegt, þegar "Svavarsnefndin" var send út, að ekki voru allar forsendur þekktar þá. Og að fara út í samningasviðræður í flóknum milliríkjadeilum, án þess að hafa fengið allar staðreyndir á borðið, það lýsir meiri heimsku en æskilegt er, að æðstu ráðamenn lýðveldisins séu haldnir.

Og ef Steingrímur ætlar enn og aftur að hanga í þeirri þvælu, að frestun samkomulags hafi kostað okkur stórfé, þá er honu ekki viðbjargandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband