Laugardagur, 1. janúar 2011
Hissa á viðbrögðum Lilju.
Ég hef ágætt álit á Lilju Mósesdóttur og hef m.a. hælt henni í mínum pistlum. Álit mitt á henni hefur ekkert breyst, hún er góð og heiðarleg kona ásamt því að vera góðum gáfum gædd.
En að ergja sig á ummælum Össurar eða einhverskonar líkingamáli sem hann notar, hún ætti ekki að vera að því. Enda er ekkert að marka það sem hann segir, en ég get fallist á það að hann sé oft á tíðum fjári fyndinn.
Mig langar t.a.m. að rifja upp brot úr viðtali sem við hann var tekið í Viðskiptablaðinu árið 2004, þann 11. júní nánar tiltekið ef menn vilja fletta þessu upp.
Þar segir trúðurinn þrælfyndni m.a.; "Að því er hringamyndun varðar er ég þeirrar skoðunar, að samþjöppun sé ekki eins skaðleg og hún var áður fyrr og umferðarreglurnar skýrari". Svo segir hann á öðrum stað í viðtalinu; "Núna er hér komið upp margs konar veldi. Ég las það í Viðskiptablaðinu að það séu kannski um tíu viðskiptasamsteypur, sem séu að slást hér. Mér finnast hætturnar ekki jafn yfirþyrmandi og þegar ég var yngri þingmaður".
Þarna var hinn sanni samfylkingaandi yfir Össuri, það var verið að mynda vinartengsl við auðmennina, þannig að vinstri maðurinn sem hann áður var, breyttist í argasta auðvaldshyggjumann á einni nóttu.
Svo að sjálfsögðu þegar umhverfið breytist, þá var hann jafnsnöggur í vinstri gírinn á ný, því það kom stemming fyrir vinstri stjórn.
Segir Össur sýna VG fyrirlitningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þótt ég sé ekki sammála þér um þau ummæli sem Össur viðhafði um Lilju Mósesdóttur, vil ég þakka þér fyrir þessa upprifjun á ábyrgðar- og þekkingarlausri afstöðu hans árið 2004. Það þarf að safna saman slíkum ummælum þessara manna. Og stærilætið fer honum ákaflega illa. – Með góðri áramótakveðju,
Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 02:02
Þakka þér fyrir nafni.
Það er nú engu að síður ágæt aðferð að taka ekki mark á svona mönnum, þótt þeir beri virðulega titla.
Reynslan er sú, að þegar einhver finnur að ekki er tekið mark á honum og viðkomandi hundsaður eða beittur háði, þá skapast ákveðið óöryggi.
Það alversta sem hægt er að gera svona fólki, eins og Össuri er að taka mark á honum. Þá eflist hann allur. Góð áramótakveðja til þín einnig vinur.
Jón Ríkharðsson, 2.1.2011 kl. 10:00
Góð hugleiðing þetta, vinur, en Össur sækir öryggi sitt til fleðulegra útlendinga, ekki til þeirra sem hann lítur á sem íslenzk skítseiði. Sannaðu til, að hann heldur bara áfram sinni þjóðfjandsamlegu þrákelkni þrátt fyrir alla andstöðu hér, enda ætlar hann sér ekkert að amast við því, að ESBéið heldur áfram að múta mönnum hér með heimboðum og bitlingum og dæla yfir okkur áróðri úr þremur eigin áróðursmiðstöðvum hér auk allra leigupennanna quislingasamtakanna. A.m.k. einn ESBé-starfsmaðurinn er kominn inn á stjórnlagaþing, og þeir eiga eftir að freista þess að afnema þar fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Og ég er ekki hótinu svartsýnni en full ástæða er til, minn kæri.
Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 12:14
Þetta átti að vera: auk allra leigupennanna og quislingasamtakanna.
Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 12:19
Sælir drengir - gleðilegt ár og takk fyrir það gamla -
Ég skil Lilju vel - hún hefur þann sið að leggja fram sín mál af festu - öryggi og er kurteis í samskiptum við fólk.
Mættu ýmsir - m.a. í hennar flokki taka sé hana til fyrirmyndar.
Í gegnum tíðina hefur oft verið talað niður til kvenna og eðlilegt að hún sitji ekki undir því að ráðherra ( jafnvel Össur ) tali niður til hennar. Enda óásættanlegt.
Sem betur fer verða tillögur stjórnlagaþingsins aðeins tillögur -
Upprifjunin um orð Össurar er þörf - mætti tína fleira til.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.1.2011 kl. 13:14
Þakka ykkur báðum fyrir og gleðilegt ár Óli minn og takk fyrir það liðna.
Ég er í sjálfu sér sammála ykkur báðum, þér nafni í meginatriðum. Össur getur varla notið virðingar hjá ESB mönnum, frægt er þegar stækkunarstjóri sambandsins leiðrétti hann og lét að því liggja, að Össur og hans menn þekktu lít til eðlis sambandsins.
En vissulega eru Brusselmenn góðir við kallangann, enda sýnir hann þeim mikla undirgefni.
Það getur samt verið munur á góðviljaðri kurteisi og raunverulegri virðingu.
Óli það er rétt hjá þér með konurnar, en enginn alvöru karlmaður leyfir sér að tala niður til kvenna.
Jón Ríkharðsson, 2.1.2011 kl. 13:38
Góð eru lokorð þín hér, nafni.
Jón Valur Jensson, 2.1.2011 kl. 16:43
Gleðilegt ár blogg-félagar.Ég er að hugsa um framtíð þessa lands,og er sannanlega með áhyggjur.En þar sem að stjórnarmenn eru tilbúnir að hefja árás á sína fylgismenn með alskonar uppnefningum.Þá sé ég það fyrir mér,að á torgi,utan við höfuðstöðvar ESB.Hvíthærða konu spila á lírukassa,með a...með font í hendi,að betla af vegfarendum.
Ingvi Rúnar Einarsson, 2.1.2011 kl. 16:51
Gleðilegt ár Jón
Ég skil afstöðu þína enda Össur ákaflega marklaus en það verður þó ekki horft fram hjá því að þetta er utanríkisráðherra. Sjálfur gerir maður heiftarlegt grín hér á blogginu en það er annars eðlis.
Ég vildi að Lilja gæti afgreitt Össur með þessum hætti en er hræddur um að yfirgangur stjórnarliða hafi verið svo gríðarlegur innbyrðis að þetta auki aðeins á streituna.
Gunnar Waage, 2.1.2011 kl. 17:02
Gleðilegt ár til ykkar Ingvi og Gunnar og ég vil þakka ykkur fyrir ánægjuleg samskipti í bloggheimum á liðnu ári.
Ég er sammála þér Ingvi og get vissulega tekið undir þitt sjónarmið á þessu máli Gunnar.
Mér þætti nú samt ekki leiðinlegt ef streitan eykst hjá stjónrarliðum, þá er von til þess að það verði alvöru uppreisn og henni verði ekki lengur sætt.
Til að spara það fjármagn sem þarf í kosningar væri hægt að hringja blint í íslendinga og biðja þá um að taka að sér ráðherraembættin og stjórn ríkissins. Það yrði örugglega skárra heldur en með þetta lið á valdastólum
Jón Ríkharðsson, 2.1.2011 kl. 22:20
sammála, það eina jákvæða við þetta er að þetta jarðsyngur líklega stjórnina og það er ekki slæmt:)
Gunnar Waage, 2.1.2011 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.