Föstudagur, 7. janúar 2011
Skara sjálfstæðismenn fram úr á öllum sviðum?
Ég var að skoða hinn stórgóða vef Óla Björns Kárasonar T24 og þar vitnar Óli Björn í samfylkingarmann sem bendir á þá skoðun sína, að handboltamenn séu upp til hópa sjálfstæðismenn.
Óli Björn gleðst vitanlega yfir þessari góðu ábendingu samfylkingararmannsins glögga. Við sjálfstæðismenn getum verið stoltir mjög, ef það reynist rétt að handboltamenn fylgi okkur að málum, því þeir eru sannarlega öflugir liðsmenn eins og dæmin hafa sannað.
Það ber að varast að gleðjast um of, en ekki er hægt að neita þeirri staðreynd, að flestallir málsmetandi menn samfélagsins og þeir sem skarað hafa fram úr í þjóðlífinu, eru upp til hópa sjálfstæðismenn. Mestu stjórnmálaskörungar þjóðarinnar og þeir sem staðið hafa fyrir mestu framförunum, eru líka sjálfstæðismenn.
Gaman væri ef einhver gæti bent á galharða vinstri menn, sem byggt hafa upp sveitarfélög með eigin dugnaði og frumkvæði, hægt er að nefna Aðalstein Jónsson á Eskifirði, Einar Guðfinnsson í Bolungarvík osfrv., þetta voru upp til hópa góðir og gildir sjálfstæðismenn.
Enda sést það glöggt, ef saga lýðveldisins er skoðuð og sá frábæri árangur sem þjóðin náði, sjálfstæðismenn hafa lengst af verið í fararbroddi.
En ef illa gengur og skynsemin minnkar sökum reiði manna, þá kemur stundum vinstri stjórn. En hún stendur yfirleitt stutt yfir, sem betur fer.
Til að gæta að staðreyndum, þá ber að geta þess sjálfstæðismenn af holdi og blóði, þeim hættir vissulega til að misstíga sig herfilega. En þegar þeir fylgja sjálfstæðisstefnunni, þá er það þjóðinni ávalt til farsældar.
Athugasemdir
Þetta er bara staðreynd.
Ragnar Gunnlaugsson, 7.1.2011 kl. 16:21
Það er sagt frá því á Vísir.is í dag að Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum, og svo má búast við að þetta haldi áfram.
Hvað er eiginlega að gerast?
Voru kommarnir ekki duglegir á Neskaupsstað?
Var Halldór Kiljan Laxnes í Sjálfstæðisflokknum? Eða Þórbergur?
Sjálfstæðismenn eiga margt gott skilið, en ekki það að hafa lent í þeim hremmingum sem nú ganga yfir flokkinn.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 17:22
Ragnar, við erum greinilega sammála í þessu efni, þakka þér fyrir innlitið.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 17:38
Þorsteinn H., það er rétt sem þú bendir á Ólafur Stefánsson sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir þremur mánuðum síðan. Það hafa fleiri gert og munu eflaust einhverjir gera í framtíðinni. Það eru alltaf átök í lífinu og seint verða menn sammála um allt.
Ekki geri ég ráð fyrir að kommar séu allir latir, en ég kannast ekki við þjóðþekktan athafnamann frá Neskaupsstað sem var kommi og kom af stað fyrirtæki á borð við það sem Aðalsteinn Jónsson gerði á Eskifirði. En ég efast ekki um dugnað Norðfirðinga.
Ég var nú frekar að tala um athafnamenn á veraldlegu sviði og stjórnmálaskörunga, en fyrst þú nefnir listamenn, þá skal ég fúslega viðurkenna að þeir hafa marga góða listamenn innan sinna raða.
Því miður verð ég að segja, að sjálfstæðismenn hafa unnið til þessara hremminga sem nú ganga yfir flokkinn.
Kjörnir fulltrúar sjálfstæðismanna sofnuðu á verðinu í aðdraganda hrunsins og höfðu of mikla trú á fjármálakerfinu. Ríkisútgjöld voru líka ofþanin á valdatíma Sjálfstæðisflokksins osfrv.
Sjálfstæðismenn hafa heldur ekki verið nógu duglegir að verja sinn málstað og hafa verið allt of linir við vinstri mennina, en það stendur vonandi til bóta.
En það breytir ekki þeirri staðreynd, að sjálfstæðismenn hafa hreinskilnislega viðurkennt sín mistök og lofað bót og betrun. Þeir viðurkenndu breyskleika sinn og sögðu að þeir hafi brugðist, en ekki stefnan. Það var rétt hjá þeim og ég er sannfærður um að sannleikurinn á eftir að koma í ljós og hann verður okkur sjálfstæðismönnum hagstæður.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 17:54
Svona til að minna á söguna og halda öllu til haga.
,,Annað ráðuneyti Ólafs Thors, og fyrsta ríkisstjórn Lýðveldisins Íslands sem studdist við þingræðislegan meirihluta var gjarnan nefnt Nýsköpunarstjórnin. Togarar sem keyptir voru til landsins að undirlagi ríkisstjórnarinnar voru nefndir nýsköpunartogarar. Markmið stjórnarinnar var að skapa nýjungar í atvinnulífi landsmanna. Stjórnin hafði mikinn gjaldeyri til fjárfestinga, svonefndan stríðsgróða. Á endanum rofnaði stjórnarsamstarfið 10. október 1946 vegna deilna um veru Bandarísks hers á Íslandi einkum og sér í lagi á grunni Keflavíkursamningsins. Stjórnin sat þó til 4. febrúar 1947 uns tekist hafði að mynda nýja stjórn.
Sjálfstæðisflokkur leiddi stjórnarsamstarfið með Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki. Þetta var fyrsta aðkoma sósíalista að ríkisstjórn Íslands. Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson á Reynistað, Þorsteinn Þorsteinsson, Gísli Sveinsson og Ingólfur Jónsson voru í stjórnarandstöðu enda var þeim ekkert gefið um að vinna með sósíalistum.
Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, var forsætis og utanríkisráðherra. Pétur Magnússon, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var fjármála og viðskiptaráðherra. Áki Jakobsson, Sósíalistaflokki, var sjávarútvegsráðherra; hann fór einnig með flugmál. Brynjólfur Bjarnason, formaður miðstjórnar Sósíalistaflokksins, var menntamálaráðherra. Emil Jónsson, Alþýðuflokki, var samgöngu- og iðnaðarmálaráðherra; hann fór einnig með kirkjumál. Finnur Jónsson, Alþýðuflokki, var dóms- og félagsmálaráðherra; hann fór einnig með verslunarmál.
[sýna] Heimild: Vikipedia
Margir sósíalistar eru veikir fyrir þessu stjórnarmunstri.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.1.2011 kl. 18:13
"Skara Sjálfstæðismenn fram úr á öllum sviðum?"
Svona kjaftæði minnir mig á ríkjandi viðhorf hægrisinnaðra bandaríkjamanna á sjötta áratug síðustu aldar, þegar þeir voru að mæra hvíta menn versus litaða.
Svavar Bjarnason, 7.1.2011 kl. 18:32
Þorsteinn H., eins og ég benti á hér fyrir ofan, þá hafa sjálfstæðismenn oft gert mistök og Ólafur Thors er þar ekki undanskilinn.
Margir sjálfstæðismenn voru ósáttir við að ganga til samstarfs við sósíalista á sínum tíma. Það þurfti að efla atvinnulífið og endurnýja fiskiskipaflotann og einkaaðilar þess tíma voru ekki tilbúnir til svona mikilla fjárfestinga.Þess vegna var gripið til þess ráðs, að láta hið opinbera fjárfesta í nýjum skipum, þá á ég við stofnun bæjarútgerða.
Ef saga þessarar ríkisstjórnar er skoðuð, þá sést það glöggt að Ólafur Thors tók mikið tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna.
Sjálfstæðismenn hafa ávallt gert samstarfsflokkum sínum hátt undir höfði og á þeim tíma sem þú talar um, voru margir sjálfstæðismenn ósáttir við, hve eftirlátssamur Ólafur Thors var við sósíalistanna.
En það breytir ekki þeirri staðreynd, að Ólafur Thors var alla tíð mikið á móti hvers kyns ríkisrekstri sem og höftum. En hann var maður málamiðlanna.
Mín skoðun er sú, að þegar sjálfstæðisstefnan ræður ríkjum, þá eru farsælir tímar, þó ekki fullkomnir. Í þessu samhengi er hægt að benda á Viðreisnarstjórnina sem afnam höftin og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem lækkaði skatta og innleiddi frelsi, sem síðar var misnotað en það er erfitt að sjá við öllu.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 18:54
Svavar Bjarnason, ég er ekki viss um að þú hafir skilið það sem ég var að rita um hér að ofan.
Ég var að benda á það, að þeir sem sköruðu fram úr á sviði viðskipta og stjórnmála hefðu yfirleitt verið sjálfstæðismenn, alla vega hefur lítið heyrst um mikla uppbyggingu viðskiptalífsins frá hendi vinstri manna. En uppbygging viðskiptalífsins eða atvinuveganna er kannski réttara að segja, til að forðast misskilning, er vitanlega ein aðalforsemda þeirrar velmegunar sem við höfum notið góðs af hér á landi.
Ef þú getur bent á með rökum, að það hafi verið fleiri vinstri menn heldur en sjálfstæðismenn sem skarað hafa fram úr á þessum sviðum, þá endurskoða ég vissulega mína afstöðu. Einnig hefur lítið heyrst um afrek stjórnmálamanna frá vinstri hlið sem ýtt hafa undir framfarir.
En svona samanburður við hægri kynþáttahatara í Bandaríkjunum, það er ekki mjög málefnalegt. Það er líka ágætt að nota þann lesskilning sem kenndur var í barnaskóla, það er spurningamerki aftan við fyrirsögnina, það þýðir að þetta er ekki fullyrðing, ég er að bjóða upp á rökræður.
Allar samræður með óskyldum upphrópunarrökum gera afskaplega lítið gagn. En þær geta verið skemmtilegar ef maður er í þvargstuði.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 19:05
Jón. Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því að íhaldsmenn áttu þjóðfélagið eins og það leggur sig. Allt atvinnulíf, fjármálalíf, embættismannakerfið og dómskerfið voru (og eru ennþá) gegnsýrð af íhaldinu. Þessvegna er svo nauðsynlegt að halda íhaldinu frá völdum, í að minnsta kosti tvö kjörtímabil, til að lofta út.
Svavar Bjarnason, 7.1.2011 kl. 19:41
Svavar, þú hefur ekki minnstu hugmynd um hverju ég geri mig grein fyrir eða ekki, mér finnst af athugasemdum þínum að dæma þú ekki vera sérstaklega víðsýnn, en ég myndi ekki vilja fullyrða það, því ég þekki þig ekki neitt. Og ég myndi aldrei festa þess hugsun mína á blað, nema til að svara þinni fáránlegu fullyrðingu.
Mönnum getur greint á um málefni, en það segir ekkert um persónueinkenni þeirra sem hafa ólíkar skoðanir.
Það eina sem ég er að benda á enn og aftur, er sú staðreynd að sjálfstæðismenn eiga hvað mestan þátt í uppbyggingu samfélagsins. Vinstri menn hafa fengið sín tækifæri, en ekki nýtt þau.
Þegar álverið var sett á fót í Straumsvík, þá börðust vinstri menn gegn því. Það þarf varla að deila um það, að álverið hefur skapað góðar tekjur fyrir Hafnarfjörð sem og samfélagið í heild sinni. Benda má á að álver sköpuðu 173. milljarða í útflutningstekjur á síðasta ári og það eru fjörtíu prósent af þeim peningum hér á landi. Álverið var brautryðjandi í aðbúnaði og öryggismálum verkamanna, þannig að erlendur "risaframleiðandi" hefur séð betur fyrir þörfum sinna starfsmanna heldur en verkalýðsfélög á þessum tíma gerðu fyrir sína umbjóðendur.
Auk þess eru álfyrirtæki í hópi stærstu skattgreiðenda í hópi fyrirtækja. Hægt er með gildum rökum að þakka það sjálfstæðismönnum að álverið reis hér á landi.
Vinstri menn vildu ekki varnarliðið, en óumdeilt er að við græddum vel á veru þess, þannig að ef vinstri menn hefðu fengið sínu framgengt varðandi álver og varnarliðið, þá værum við ekki sú velferðarþjóð sem við erum.
Vinstri flokkarnir hafa enga hugmyndafræði sem gengur út á verðmætasköpun.
Svo þegar þú talar um "íhaldið", að það hafi ráðið öllu, þá hlýtur það að vera mikil áfellisdómur yfir hinum flokkunum, því aldrei hefur verið hrein "íhaldsstjórn hér á landi. Reyndar hafa allir flokkarnir viljað komast í stjórn með íhaldinu.
Svo að lokum má benda á, að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru úr öllum stéttum, hinir svokölluðu auðmenn fortíðar voru ekki beint handgengnir Sjálfstæðisflokknum, samt græddu þeir á tá og fingri þegar hið svokallaða góðæri reis sem hæst.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 20:26
Ég gleymdi að minnast á að eftir stríð fékk Framsókn að vera með í þessu, samkvæmt hinni alræmdu helmingaskiptareglu, sem leiddi af sér alkunna spillingu.
En sem betur fer er Kolkrabbinn og ættartengslin, sem öllu réðu, ekki svipur hjá sjón. Þessi sjálfumgleði íhaldsmanna er vægast sagt hallærisleg.
Svavar Bjarnason, 7.1.2011 kl. 20:57
þetta er þannig, varðandi landsstjórn á síðustu áratugum mörgum, að hægri menn rústalegga - vinstrimenn hreinsa upp óþveran eftir hægrimenn og vinna björgunarstarf.
Málið er að vinstrimenn hafa aldrei fengið að leggja sitt mótá Ísland. Vegna þess að elítan hérna sem á hægrimenn ræður öllum fjölmiðlum og þegar vinstrimenn eru búnir að hreinsa upp mesta óþverrann eftir sjalla - þá eru Sjallar búnir að heilaþvo innbyggjara með fjölmiðlum sínum.
Svo kjósa innbyggjarar Sjalla aftur til valda sem svo náttúrulega eftir misjafnlega langan tíma rústalegga og svo koll af kolli.
Innbyggjarar sumir hérna eru nú ekki mjög bjartir í toppstykkinu sökum aldalangrar einangrunnar, fáfræði og afdalamennsku.
Með Handbolta sérstaklega, þá hefur enginn áhuga á handbolta nema íslendingar. Fólk erlendis fer yfirleitt bara að hlægja þegar það sér handbolta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2011 kl. 21:58
Helmingaskiptareglan svokallaða kemur ekki til vegna náinna tengsla né vináttu á milli sjálfstæðis og framsóknarmanna.
Hún kom til vegna þess að framsóknarmenn vildu að Samvinuhreyfingin réði öllum markaðnum, en sjálfstæðismenn vildu frjáls viðskipti. Það er allavega skýringin sem gefin er á þessu margtuggna hugtaki.
Svo er nú ágætt að kíkja örlítið á söguna þegar verið er að fjalla um þessi mál.
Árin 1944-1949, 1956-1974, 1978-1991, öll þessi ár tóku vinstri menn þátt í ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hafa verið við völd í fimmtíu og þrjú ár af sextíu og sex árum, sem þýðir að sjálfstæðismenn voru utan ríkisstjórnar í þrettán ár alls.
Ef einhver dugur hefði verið í vinstri mönnum, hafi þeim mislíkaði svona mikið við "yfirgang" sjálfstæðismanna í viðskiptalífinu þá hefur þeim ekki skort tíma og tækifæri til þess.
Það er hægt að þvarga um þessi mál fram og til baka á þessum nótum.
Það þýðir ekki að bjóða upp á þá þvælu að sjálfstæðismenn hafi verið allsráðandi þegar vinstri menn hafa verið þetta mikið í ríkisstjórn og raun ber vitni, auk þess hefur aldrei verið til eins flokks stjórn hér á landi.
Varla viltu meina að vinstri menn séu steindauðar rolur sem geta ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri?
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 22:09
Gaman að sjá þig hérna Ómar Bjarki, þú hefur svo asskoti ferskar og skemmtilegar skoðanir á hlutunum.
Vitanlega er þetta rétt, "Sjallarnir" sem helvítis innbyggjarnir kjósa stjórna öllum fjölmiðlum hér á landi. Það er rétt svo að hugsandi Evrópusinnar og mannvinir geti komið einu og einu orði að í fjölmiðlum "Sjallalands
Auðvitað hlægja allir útlendingar að handbolta, þjóverjar eyða stórfé í þessi skemmtiatriði ásamt fleiri Evrópuþjóðum. Það eru bara íslendingar sem halda að þetta sé íþrótt, hjá öðrum er þetta bara grín Ómar minn.
Það væri nú munur að búa í ESB ríki, t.d. Grikklandi, Írlandi eða Spáni maður minn.
Annars hef ég, svona okkar á milli, helvítið hann Davíð grunaðan um að hafa fiktað eitthvað í landsstjórn Grikklands og Írlands, hann hefur svo fjári góð sambönd kallinn og gaman af að koma öllu á kaldan klaka.
Þú manst væntanlega eftir því, þegar hann setti allt til fjandans í Færeyjum, hann vildi öll þessi jarðgöng þarna um árið.
Svei mér þá, hann væri vís með að yfirtaka ESB og hvar verðum við þá?
Jón Ríkharðsson, 7.1.2011 kl. 22:48
"Það eina sem ég er að benda á enn og aftur, er sú staðreynd að sjálfstæðismenn eiga hvað mestan þátt í uppbyggingu samfélagsins"
Hverjir eiga stærstan hlut í hruni þess?
Svavar Bjarnason, 8.1.2011 kl. 00:53
Því er nú auðsvarað, óábyrgir bankamenn eiga vitanlega stærstan þátt í hruni fjármálakerfisins.
En vissulega sváfu sjálfstæðismenn á verðinum og treystu bankamönnunum í blindni, það voru vissulega stór mistök en ekki stærsti þátturinn í hruninu.
En það má þó segja þeim það til hróss, að þeir fóru ekki þá leið sem Þorvaldur Gylfason vildi fara og Már Guðmundsson, að veita fé í bankanna og reyna að halda þeim á lífi. Írar fóru ansi flatt á því, einnig gerðu Bandaríkjamenn og Bretar þessi mistök.
En Davíð Oddsson vissi í hvað stefndi, enda var hann búinn að vara við þessu lengi. Ef þú lest ræður eftir hann sem hægt er að nálgast á vef forsætisráðuneytisins, þá varaði hann við glannaskap bankann í útlánum sínum ásamt fleiri viðvörunarorðum í þessa veru.
Fyrirhyggjusemi sjálfstæðismanna sem fólst í því að greiða niður skuldir gerði skaðann minni en hann hefði getað orðið, en vinstri menn vildu eyða meira.
Mörgum dettur í hug sú spurning varðandi Davíð, hvers vegna hann hafi ekki gert neitt, fyrst hann vissi svona mikið.
Það var vegna þess að seðlabankanum skorti valdheimildir samkvæmt lögum. Þegar hann benti á þetta fyrst hlustaði enginn.
En núna bendir núverandi seðlabankastjóri á það sama, það skortir valdheimildir til að grípa inn í ef bankakerfið lendir í vandræðum á ný.
Það er hins vegar rétt að margt má bæta í stjórnsýslunni, en þar eru sjálfstæðismenn ekki einir sekir, heldur allir hinir flokkarnir líka. Ekki hefur núverandi ríkisstjórn enn tekið á þessu máli svo vitað sé.
Jón Ríkharðsson, 8.1.2011 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.