Laugardagur, 8. janúar 2011
"Tiltekt eftir íhaldið".
Hinn margtuggni frasi "tiltekt eftir íhaldið" er vinstri mönnum mjög á tungu tamur.
Þegar betur er að gáð, þá er þessi frasi gjörsamlega innhaldslaus með öllu.
Ekki skal tekið pláss til að sýna í smáatriðum samsetningu ríkistjórna lýðveldistímans, auðvelt er að fletta því upp á netinu og í hinum ýmsu bókum, en eitt er ljóst, að fáar ríkisstjórnir hafa setið hér á landi án þátttöku vinstri flokkanna, þá er átt við forvera VG og SF.
Þannig að miðað við málflutning vinstri manna, þá hafa þeir verið að hluta til í tiltekt eftir sjálfa sig.
Og sé það rétt hjá þeim að sjálfstæðismenn hafi skaðað þjóðina í sinni stjórnartíð, þá er ábyrgð vinstri manna afskaplega mikil.
Þeir ættu þá að biðja þjóðina afsökunar og játa sig vanhæfa, því það er ekkert annað en roluháttur að sitja í ríkisstjórn án þess að hafa áhrif á þróun mála.
En erfitt er að sjá í hverju tiltektin er fólgin.
Þegar vinstri flokkarnir mynduðu ríkisstjórn með framsóknarmönnum árið 1988, þá var stjórnin í stöðugum vandræðum með að finna sér stuðning. Þá voru búin til ráðuneyti fyrir tvo þingmenn Boraraflokksins, umhverfisráðuneytið sem þá var nýlunda sem og sérstakur ráðherra hagstofumála varð ráðinn, en forsætisráðherra hefur án mikilla vandkvæða gengt því hlutverki.
Háir skattar voru að kirkja atvinnulífið á þessum tíma og fáar umbætur voru gerðar, ef undanskildir eru þjóðarsáttarsamningarnir frægu. En þeir voru ekki eiginlegt verk ríkisstjórnarinnar, heldur stóðu samtök atvinnulífsins að þeim að mestu leiti, ríkisstjórnin lagði vissulega sitt af mörkum.
En flestir sjá að þeir hefðu vart orðið að veruleika án aðkomu sjálfstæðismannsins Einars Odds Kristjánssonar heitins. Hann miðlaði málum af mikilli lipurð og hlaut af því titilinn "bjargvætturinn", það ætti að segja sitt. Vinstri menn hafa fátt gott gert án aðkomu sjálfstæðismanna.
Svo var það náttúrulega R-listinn sem tók til eftir sjálfstæðismenn með því að auka álögur á borgarbúa og setja besta fyrirtæki borgarinnar í áhætturekstur. Það sér vart fyrir endann á þeirri tiltekt enn þann dag í dag.
Eftir að síðasta ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn tók þátt í splundraðist byrjuðu vinstri menn enn á ný að fjasa um "tiltekt eftir íhaldið".
Þá voru skattar í framhaldinu snarhækkaðir og flækjustigið aukið umtalsvert og stöðugur vandræðagangur hjá tiltektarliðinu. Ekki sér enn fyrir endann á afleiðingum tiltektarinnar, en hún er víst ennþá í gangi.
Það væri ágætt ef vinstri menn hættu að standa í ímyndaðri tiltekt og tækju aðeins til í eigin ranni.
Athugasemdir
Já það tekur mörg ár að taka til eftir íhaldið. Gamli frasinn ,,allt er betra en Íhaldið" stendur alltaf fyrir sínu. Þeir sem kusu Íhaldið til margra ára hafa mikið á samviskunni.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.1.2011 kl. 14:00
Það er greinilegt að náhirðin treystir á gullfiskaminni íslendinga. Enda finnst henni nægur tími liðinn frá hruni og er hún komin á fullt. Í Hádegismóum er heill her undir stjórn sjálfs Hádegismóra, en á launum hjá útgerðarauðvaldinu, að endurskrifa söguna. Að sjálfsögðu leggja hirðmeðlimir í bloggheimum þessu máli lið.
Svavar Bjarnason, 8.1.2011 kl. 14:52
Kannski þeyr taki þá til í ESB löndunum og Bandaríkjunum þar sem bankarnir hrundu líka. Það hlýtur að vera íhaldinu að kenna!Mikið eiga þeyr á samviskunni, blessað íhaldið. En eitt er víst: Að ekki lagar þessi ríkisóstjórn neitt! Vinstri stjórn = Klúður = Fátækt = Ekkert Lýðræði = Ekkert fólk.!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 8.1.2011 kl. 15:06
"Háir skattar voru að kirkja atvinnulífið á þessum tíma og fáar umbætur voru gerðar, ef undanskildir eru þjóðarsáttarsamningarnir frægu. En þeir voru ekki eiginlegt verk ríkisstjórnarinnar, heldur stóðu samtök atvinnulífsins að þeim að mestu leiti, ríkisstjórnin lagði vissulega sitt af mörkum."
Hér er áreiðanlega "kirkjan" saklaus af sakaruppgiftum. Hér ætti að standa "kyrkja", sem er eitthvað allt annað!
Gunnar Benediktsson, 8.1.2011 kl. 15:30
Mikið eiga "þeyr" á samviskunni!
Munurinn á "þeyr" og "þeir" er allmikill!
Gunnar Benediktsson, 8.1.2011 kl. 15:32
Þórdís Bára, það þýðir lítt að ræða við fólk sem sér hlutina í svart/hvítu eins og þú virðist gera í sambandi við Sjálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðismenn hafa margoft gert mistök, enda hafa allar ríkisstjórnir heimsins gert það. Í Sjálfstæðisflokknum starfa menn af holdi og blóði, það ætti að segja fólki eitthvað sem komið er á fullorðinsár.
En í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið áberandi í stjórn lýðveldisins frá stofnun þess, þá getum við vel við unað, ef við höfum þann skilning til að bera og þann þroska að gera okkur grein fyrir, að enginn getur gert fullkomna hluti. Ísland stendur allavega Þokkalega að vígi miðað við aðrar þjóðir.
Það er hægt að finna margt sem hægt er að kenna við spillingu og vafasama valdbeitingu hjá öllum flokkum, enda svoleiðis ásakanir oftast ekki vel ígrundaðar.
Jón Ríkharðsson, 8.1.2011 kl. 18:51
Svavar Bjarnason, þú hefur fullan rétt á þínum skoðunum og þér er einnig velkomið að láta þær hér í ljós.
Ég vil nefnilega að allir hafi frelsi til að tjá sig.
En þú ert enn fastur í sama bullinu og þú varst í síðasta pistli, það er vitanlega þinn réttur.
Og minn réttur er sá að hafa skoðun á því.
Þú talar um meðlimi náhirðarinnar í Hádegismóum, ég veit ekki hvort þú sért að gefa í skyn að ég tilheyri henni.
Þá get ég upplýst þig um það, að ég þekki Davíð Oddson ekki neitt. Við heilsuðumst reyndar með handabandi á síðasta landsfundi, en þá var hann að heilsa upp á einn mann sem ég var að tala við
Og eins og ég benti þér á í síðasta pistli, þá er ansi vafasamt að persónugreina menn sem maður þekkir ekki. Ég hef nefnilega alltaf verið mjög sjálfstæður í skoðunum og læt fólk ekki hafa áhrif á þær.
Það er svo sem ekki hægt að búast við sterkum rökum frá fólki sem notast við upphrópanir.
Ef þú kæmir með raunveruleg dæmi sem styddu það, að sjálfstæðismenn hafi ráðið eins miklu og þú vilt vera láta, þá væri gott að fá þau dæmi. Ef sagan er lesin, þá sést það glöggt að sjálfstæðismenn voru aldrei einir við völd.
Og það sem þú nefndir, varðandi þátttöku þeirra í viðskiptalífinu, þá er hægt að nefna að vinstri mönum var aldrei meinuð þátttaka. Vinstri menn hafa einnig fengið sinn hlut í samtryggingu stjórnmálamanna, þeir hafa fengið sendiherrastöður osfrv.
Hafi vinstri mönnum verið meinuð þátttaka í atvinnulífinu, þá væri ágætt að sjá alvöru dæmi, mér leiðist svona merkingarlaust þvarg.
Jón Ríkharðsson, 8.1.2011 kl. 19:01
Þakka þér fyrir Eyjólfur þitt innlegg, það er alveg prýðilegt.
Jón Ríkharðsson, 8.1.2011 kl. 19:02
Þakka þér fyrir ábendinguna Gunnar, það er fínt að hafa góða menn sem leiðrétta mistökin hjá manni.
Við sjálfstæðismenn eigum nefnilega svo auðvelt með að viðurkenna mistök og það er gott ef einhver bendir manni á þau.
Það er oftast besta leiðin til þroska.
Jón Ríkharðsson, 8.1.2011 kl. 19:04
þú virðist aldeilis koma við kaunin á þessum andstæðingum okkar i póltik Jón bloggvinur,maður bara spyr hvar er lýðræðið þeirra ???,sem kalla sig andstæðinga okkar/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 9.1.2011 kl. 00:14
Skrif þín voru að öðru leyti góð og laus við öfgar, sem ekki er hægt að segja um skrif allra þeirra, sem skrifa athugasemdir við þau!
Ég hef fengizt mikið við að lesa prófarkir og kann illa við að sjá villur á prenti!
Gunnar Benediktsson, 9.1.2011 kl. 00:54
Þakka þér fyrir Halli minn kæri bloggvinur.
Við verðum að reyna að kynna okkar sjónarmið og þú ert ansi duglegur við það.
Jón Ríkharðsson, 9.1.2011 kl. 02:12
Ég þakka þér fyrir Gunnar, ég er sammála þér með stafsetninguna.
Ég er bara yfirleitt að blogga á handahlaupum, þegar ég er í landi þá þarf ég að sinna fjölskyldunni er þau eru heima líka, þannig að því miður slæðist inn ein og ein fljótfærnisvilla.
Ég held að það sé rétt hjá þér, ég er algerlega laus við allar öfgar. Ég endurskoða stöðugt mínar skoðanir, því menn eiga ekki að festast í einhverju ákveðnu fari.
Oft leitast ég við að lesa stefnur vinstri flokkanna og reyni að sjá eitthvað gott í þeim, en það gerir mig bara að harðari sjálfstæðismanni.
Það er vegna þess að sjálfstæðismenn vilja bæði frelsi öllum til handa sem og atvinnu fyrir alla.
Ekki má heldur gleyma því mikilvægasta, meginstef sjálfstæðisstefnunnar er "stétt með stétt", það þykir mér göfugt markmið, þótt örðugt sé því að ná.
Einnig ef maður ber saman verk vinstri stjórna og þegar sjálfstæðismenn hafa verið við völd, þá sést vel hversu mikið Sjálfstæðisflokkurinn ber af.
Oft hef ég reynt að lesa mér til um afrek vinstri flokkanna, eina sem ég get sagt varðandi það, er að þeir gerðu margar ágætar réttarbætur fyrir verkafólk á fyrri hluta 20. aldar.
En það að standa gegn því að fyrirtæki og einstaklingar geti grætt meira en þeim finnst við hæfi, það þykir mér þjóðhættuleg stefna sem dregur þrótt úr dugandi fólki.
Sjálfur er ég háseti á togara og hef verið það lengi, þannig að ekki er ég í neinni elítu.
En að lokum vil ég segja Gunnar, ábendingar þykir mér mjög vænt um, því þær þroska mann. Við eigum sem þjóð að leiðbeina hvert öðru og standa saman.
Jón Ríkharðsson, 9.1.2011 kl. 02:23
Takk fyrir skeleggan pistil og þarfar ábendingar, Jón Ríkharðsson. Mættum við fá meira að heyra......?
Baldur Hermannsson, 11.1.2011 kl. 23:15
Þörf og góð grein hjá þér Jón.
Þegar vinstri menn komast í rökþrot er hrópað"helvítis íhaldið" og þá er málið leyst. Þetta hefur komið skýrt fram síðastliðin nærri tvö ár, allt sem miður hefur farið hjá stjórninni, sem er reyndar flest, er íhaldinu að kenna. Þegar það slysast til að eitthvað er vel gert, eru ráðherrar stjórnarinnar fljótir að hæla sér, jafnvel þó þeir hafi hvergi komið að málum.
Þegar núverandi stjórnarandstaða tjáir sig er það skotgrafahernaður eða málþóf. Á þeim tíma er núverandi fjármálaráðherra var í stjórnarandstöðu og talaði samfellt í nokkra klukkutíma á alþingi, sjö að mig minnir, var það ekki málþóf heldur "ábyrgur málflutningur". Hvað skotgrafahernað áhrærir, þá hefur hann eingöngu verið stundaður milli stjórnarflokkana og INNAN þeirra í tíð þessarar ríkisstjórnar!!
Gunnar Heiðarsson, 12.1.2011 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.