Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Er ég nú orðinn ábyrgur fyrir hruninu?
Margt æði sérstakt hef ég heyrt frá Þorvaldi Gylfasyni, en athyglisvert fannst mér að lesa það á Pressunni í morgun, að ég ræfillinn væri nú orðinn ábyrgður fyrir hruninu.
Er þá ekki hægt að segja stjórnvöld ábyrg fyrir aukinni glæpatíðni sökum fækkunar og niðurskurðar í löggæslumálum?
Þessi eilífa hártogun um ábyrgð á hinu og þessu er komin út í öfgar. Ég get ekki borið neina ábyrgð á bankahruninu, einfaldlega vegna þess að ég hef ekkert nálægt bankamálum komið. Ekki ætla ég heldur að kenna stjórnvöldum um aukna glæpatíðni, vegna þess að þau bera ekki ábyrgð á glæpum þeirra sem fremja þá.
Það eru gerendurnir sem bera ábyrgð á sínum verknaði og í tilfelli bankanna, þá voru það stjórnendur þeirra sem bera ábyrgð á hruninu en ekki stjórnmálamenn eða almenningur í landinu.
Ég skal hinsvegar fúslega gangast við því að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn landi og þjóð til heilla.
Sjálfstæðismenn stóðu fyrir því , ásamt sínum framsóknarmönnum, að setja lög um fjármálamarkaðinn sem tóku mið af ESB löggjöfinni, hún átti víst að vera svo góð eftir því sem menn sögðu, þótt annað hafi komið síðar í ljós.
Það má vera æði sérstæður skilningur á eigin þjóð, ef einhver ætlast til þess að íslensk stjórnvöld hafi getað sett betri lög utan um sína fjármálastarfsemi en aðrar þjóðir, sem höfðu mörghundruð ár fram yfir okkur í bankarekstri. Það er álíka jafnvitlaust og að halda því fram að lítið fótboltalið utan af landi geti sigrað Liverpool í knattspyrnu.
En vilji Þorvaldur Gylfason eða einhver annar klína á mig ábyrgð á bankahruninu, þá skal ég glaður svara fyrir þær sakir hjá þar til bærum dómstólum.
Athugasemdir
Já það er svolítið merkilegt að sjá og heyra einmitt það fólk sem átti að vera hluti af "viðvörunarkerfinu" fólkið úr "háskólaumhverfinu" benda á alla aðra og segja -þið eruð ábyrg fyrir að blása ekki í aðvörunarlúðrana,þið eruð hrunadansararnir- þetta er fólkið sem segist vera með þekkinguna og gráðurnar til að sjá rauðu flöggin í tíma og svo sannarlega talaði digurbarkalega í hverri blaðagreininn á fætur annari um glæsileika útrásarvíkinganna og bankaséníana.
Gæti það verið rétt sem sagt er í nýju sögureifuninni í USA "The Inside Job" þar sem hrunið þar er krufið (oft með skírskotun til Íslands)að einmitt fólkið sem var með þekkinguna og aðstöðuna til að sjá að bólan var að blása út, var svo fjárhagslega háð þeim sem blésu í blöðruna að það seldi sálu sína og nú bendir af ákefð á alla aðra til að draga athyglina frá eigin svikum.
Sveinn Egill Úlfarsson, 12.1.2011 kl. 11:33
Þakka þér fyrir Sveinn, ég held að þú hafir hitt naglann á höfuðið í þinni athugasemd.
Háskólasamfélagið var vitanlega meira og minna kostað af útrásarvíkingum og bankamönnum.
Manni finnst að háskólaborgararnir ættu að hafa lært eitthvað að fortíðinni, en það er víst ekki svo.
Nú ætlar Háskóli Íslands víst að kynna ESB, eða gera tilboð í það, væntanlega á kostnað ESB. Hvaða mynd ætli háskólinn gefi svo af Evrópusambandinu?
Jón Ríkharðsson, 12.1.2011 kl. 13:15
Það verður nokkuð gefin niðurstaða í þeirri kynningu ef ESB vill kaupa sér nokkra álitsgjafa í HÍ,þeir fást í kippum og fyrir lítið.
Það má telja þá prófessora á þumalfingri annarar handar eins og karlinn sagði forðum sem ekki vilja skrifa hól- og hyllingarbækling um ESB.
Svo er það annað mál að gildi álits HÍ prófessora hefur fallið meira og hraðar en íslenska krónan enda minna þeir meira og meira á elstu starfsstéttina frekar en alvöru fræðimenn.
Sveinn Egill Úlfarsson, 12.1.2011 kl. 15:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.