Miðvikudagur, 12. janúar 2011
ESB trúarbrögð.
Mér finnst málflutningur sumra Evrópusinna hér í bloggheimum minna á Votta Jehóva, þeir boða sinn boðskap af svo miklum trúarhita.
Ég fékk einhverntíma tvo votta í heimsókn til mín. Þar sem frekar kalt var úti þennan dag ákvað ég að bjóða þeim inn í kaffi. Mér finnst hálfleiðinlegt hvað fólk getur verið leiðinlegt við vottanna, því þetta eru jú bestu grey sem eru að flytja sinn boðskap í einlægri trú. Sama er um ESB sinnanna, þetta eru vel meinandi einstaklingar, en fólk sem festist í kreddum er oftast öfgafullt í sinni framgöngu.
Nú, vottarnir þáðu kaffisopann og hugsuðu sér gott til glóðarinnar, þarna voru þeir komnir með nýja sál í söfnuðinn sinn. Þegar þeir urðu varir við það að ég var þeim ekki sammála, sögðu þeir að ég hefði ekki lesið biblíuna. Ég kvaðst nú aldeilis hafa lesið hana og vitnaði í ritninguna máli mínu til stuðnings. Þá sögðu þeir að ég skildi ekki biblíuna og buðust til að fræða mig um merkingu hennar. Þá beindi ég talinu að öðru og tókst með lagni að fá þá til að spjalla um almenn málefni. Síðan kvöddu þeir og þökkuðu fyrir kaffið, eflaust telja þeir mig ekki í góðum málum þegar kemur að dómstóli Guðs, en það verður að hafa það.
ESB sinnarnir eru nákvæmlega eins. Þeir segja að fólk sem er ekki sammála þeim hafi einfaldlega ekki kynnt sér ESB og ef fólk hefur kynnt sér þetta blessaða samband þeirra, þá hefur það ekki sömu þekkingu og þeir. Meira að segja rakst ég á rökræður eins trúmannsins á You to be þar sem hann var að rökræða við Íra og kynna honum kosti sambandsins. Írinn var óhress með ESB og sama hvað íslendingurinn reyndi, það tókst ekki að sannfæra þann írska.
Svo þegar maður hittir fólk sem býr í ESB ríki, þá virðist það ekki mjög sátt við sambandið. Fyrir tveimur árum var ég staddur í Þýskalandi og af eðlislægri forvitni minni spurði ég Þjóðverja spjörunum úr.
Enginn sem ég hitti var ánægður með ESB eða evru. Öllum bar saman um, að matur hafi hækkað til muna eftir upptöku evrunnar og í dag væri erfiðara að vinna fyrir fjölskyldu heldur en þegar Þýska markið var gjaldmiðill þeirra.
Ekki vildu þeir meina að sameining Austur og Vestur Þýskalands hafi verið höfuðorsakavaldurinn, heldur Evrópusambandið.
Það er nokkuð ljóst, að innganga í ESB leysir engan vanda hjá okkur, þvert á móti flækir það málin vegna þess að við þurfum að aðlagast breytingum sem eru ekki endilega til góðs.
.
Athugasemdir
Takk góð grein og tek 100% undir. Þetta er sama reynsla og ég hef í þessum málum.
Valdimar Samúelsson, 12.1.2011 kl. 14:03
Þakka þér fyrir Valdimar.
Jón Ríkharðsson, 12.1.2011 kl. 14:27
Sama hér takk fyrir.
Eyjólfur G Svavarsson, 12.1.2011 kl. 15:09
Þakka þér fyrir innlitið Eyjólfur, þið eruð miklir aufúsugestir á síðuni minir þú og Valdimar.
Jón Ríkharðsson, 12.1.2011 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.