Er til einhver "Valhallarskoðun"?

Ég er nú einn alharðasti sjálfstæðismaður Íslands og skrepp gjarna í kaffisopa niður í Valhöll þegar ég staldra við á föstu landi.

Þar taka oftast á móti mér indælar konur, hverri annarri fallegri og spjalla við mig um daginn og veginn. 

Aldrei hef ég orðið var við að starfsfólkið í Valhöll segi mér fyrir verkum, þau eru í vinnu fyrir mig, því ég er jú einn af flokkseigendunum þar sem ég greiði alltaf vissa upphæð mánaðarlega af mínum launum. Það er frekar að ég nöldri yfir linkind forystunnar og grípi tækifærið ef þingmann ber að garði og skammast í viðkomandi, vegna þess að mér finnst þau allt of lin í stjórnarandstöðu.

Oftast er mínum ábendingum tekið af kurteisi, en að forystumenn flokksins, sem eru í vinnu hjá mér en ekki öfugt, reyni að segja mér hvað ég á að blogga um eða eitthvað í þá áttina, það er af og frá.

Enda yrði ég ansi reiður ef einhver færi að skipta sér af blogginu mínu. Það er bara svona dægradvöl, mér finnst notalegt að láta gamminn geysa þegar ég sit einn heima og hef engan að tala við.

En jú, það er til "Valhallarskoðun" og hún er einnig mín skoðun, það er að sjálfstæðisstefnan er landi og þjóð til mikilla heilla og svo hefur verið frá stofnun þessa góða flokks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Allt eins og talað út úr mínu hjarta að öðru leyti en því, að ég fer nú ekki oft í Valhöll í kaffi en sæki þar fundi nokkuð oft.  Allt annað á við, svipað og þú segir.

Axel Jóhann Axelsson, 12.1.2011 kl. 15:45

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Axel, við erum nefnilega hluti af flokkseigendunum.

Ástæða þess að ég kíki stundum þangað í kaffi er sú, að mig langar stundum í félagsskap þegar ég er í landi og þá liggur beint við að heilsa upp á sitt góða starfsfólk.

Jón Ríkharðsson, 12.1.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband