Er beint lýðræði til bóta?

Eftir að fjármálakerfið hér á landi hrundi, þá hefur krafan um beint lýðræði orðið frekar hávær. En það er með þá umræðu eins og svo margar, hún einkennist af grunnhyggni.

Ef við hefðum beint lýðræði hér á landi, en ekki fulltrúalýðræði, þá er ekkert sem segir að við lifðum endilega betra lífi hér á landi. Þvert á móti, það yrði sennilega flóknara fyrir almenning en þægilegra fyrir stjórnmálamenn að vissu leiti.

Almenningur hefur yfirhöfuð lítinn tíma og takmarkaðan áhuga á að kynna sér mál frá öllum hliðum. 

Við höfum tvö nýleg dæmi um beint lýðræði, það var þegar íbúakosningin var vegna stækkunar álversins í Straumsvík og Icesave kosningin.

þessi tvö dæmi sýna það, að beint lýðræði getur brugðist til beggja vona.

Íbúakosningin var algert klúður, vegna þess að það var of mikið horft í tilfinningar en lítið tillit tekið til beinna hagsmuna. Vitanlega hefur Hafnarfjörður hagsmuni af stækkun álversins sem og þjóðin í heild sinni. 

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave var hinsvegar vel heppnuð.

Það sem eftir stendur er það, að í beinu lýðræði er ekki hægt að draga neinn til ábyrgðar.

Í fulltrúalýðræði eiga stjórnmálamenn á hættu að missa þingsæti ef þeir eru ekki að standa sig.

Einnig hafa kjörnir fulltrúar betra aðgengi að gögnum og þeir hafa meiri tíma til að fara yfir þau.

Þótt sumir telji það fullnægjandi rannsókn að renna augum yfir blaðagreinar sem varða viðkomandi mál, þá er það ekki svo í raunveruleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband