Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Hægri menn kjósa friðinn.
Munurinn á okkur sem aðhyllumst hægri stefnu og þeim sem til vinstri hallast er m.a. sá, að við aðhyllumst friðsamar aðgerðir.
Þótt vafalaust séu til friðsamir vinstri menn og herskáir hægri menn, þá er þetta sú birtingamynd sem heild þessara tveggja stjórnmálastefna gefur.
Ekki liði mér vel ef t.a.m. Steingrímur Joð eða Jóhanna þyrftu að þola harða refsingu, vegna þess að heimska getur ekki verið í andstöðu við lög. Við hægri menn myndum mótmæla harðlega hverskyns aðgerðum sem miða myndu að því, að meiða andstæðinga okkar á einhvern hátt, hvort sem það er líkamlega eða andlega.
Það sést glöggt á þessum tímum, þar sem ríkir stjórn sem er okkur hægri mönnum alls ekki að skapi, við viljum hana frá hið fyrsta.
Að hætti siðaðra manna beitum við tungu og penna til að koma þeim frá völdum.
Í kjölfar hrunsins voru vinstri menn ósáttir við sitjandi stjórn, ekki má gleyma því að húsnæði VG var notað til að geyma mótmælaspjöld og þingmaður þeirra var í stöðugu sambandi við mótmælendur og þingflokkur VG með formann flokksins í fararbroddi lagði blessun sína yfir aðgerðir mótmælenda.
Tungan og penninn kann að vera mun seinvirkari heldur en ofbeldisaðgerðir vinstri manna.
En við hægri menn viðurkennum rétt einstaklingsins til þess að þurfa ekki að þola ofbeldi, einnig virðum við friðhelgi alþingis sem og aðrar opinberar byggingar.
Að mínu viti kallast hægri stefnan ekkert annað en heilbrigð skynsemi byggð á kristilegum grunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.