Miðvikudagur, 12. janúar 2011
Hvurslags réttarríki er þetta eiginlega?
Óttalegur ruglandi verður alltaf í samfélaginu þegar vinstri menn komast til valda.
Stjórnarskráin kveður á um, að allir séu jafnir fyrir lögum,en nú á að fara að þvarga það fram og til baka.
Þetta er að verða ein allsherjar vitleysa.
Það er í lagi að stefna Geir H. Haarde fyrir landsdóm, af því að hann hugsanlega gerði einhver mistök. Þau eru ekki skilgreind nákvæmlega, en mörgum finnst það ansi líklegt að hann hafi brotið lög og stefna honum þess vegna með sorg í hjarta, vegna þess að hann er svo ægilega góður maður og heiðarlegur.Reyndar þótti Geir svo góður maður, að sá sorgmæddi vildi ólmur mynda með honum ríkisstjórn vorið 2007.
Svo koma níumenningarnir, það má helst ekki dæma þá vegna þess að þeir voru svo reiðir út af bankahruninu. Kemur það í veg fyrir málssókn ef menn verða reiðir út af blankheitum og vandræðagangi í samfélaginu? Það þykir afar sérstæð lögfræði að flestra mati.
Svo vilja Bandaríkjamenn rannsaka, ekki ákæra, þátt þingmannsins Birgittu Jónsdóttur varðandi Wiki-leaks. Þá verður allt vitlaust og embættismenn hjóla í sendiherrann Bandaríska og benda honum á að þingmaðurinn njóti friðhelgi.
Miðað við áheyrslur ríkisstjórnarinnar, þá ber að sleppa flestum við ákærur, nema ef þeir eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn. Þá er nú aldeilis í lagi að rannsaka menn í bak og fyrir og reyna að fá þá dæmda.
Ég spyr bara aftur; "hvurslags réttarríki er þetta eiginlega?"
Athugasemdir
Heill og sæll Jón - og þökk fyrir; allt gamalt og gott !
Þér; að segja, hrundi réttarríkið hér, með Lýðveldinu, Haustið 2008.
Hefir ekkert; með hægri - né, vinstri að gera, fornvinur góður.
Í dag; er samfélagið á Íslandi, óskapnaður, einn.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason 12.1.2011 kl. 20:10
Ég held að réttarríkið Ísland hafi verið með sérvalda dómara sem hentuðu stjórnvöldum best, ekki fólkinu...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.1.2011 kl. 23:35
Þakka þér fyrir Óskar minn kæri vinur.
Ég er eiginlega alveg sammála þér, það hrundi allt hér á landi haustið 2008, ekki bara fjármálakerfið.
Jón Ríkharðsson, 13.1.2011 kl. 08:30
Þakka þér fyrir Jóna Kolbrún.
Ég satt að segja veit ekki með dómarana, þetta er orðin ein hringavitleysa.
Stór hluti almennings ásamt stjórnvöldum virðist litla dómgreind hafa um þessar mundir.
Jón Ríkharðsson, 13.1.2011 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.