Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Hefðbundin kerfi virka best.
Hinir svokölluðu "grasrótarhópar" sem hreiðrað hafa um sig í samfélaginu vilja bylta hinu hefðbundna kerfi og búa til eitthvað alveg nýtt. Þeim er óskaplega illa við alla "kerfiskalla" og vilja helst endurnýja á þingi og gott ef ekki öllum opinberum stofnunum.
Samt er það svo, að það sem þau fordæma hvað mest virkar best.
Þeim löndum sem við berum okkur saman við er stjórnað einmitt af "kerfiskörlum" og á hefðbundin hátt. Oft finnst okkur reglugerðarbáknið of þungt í vöfum, ýmsum finnst þeirra sjónarmiðum ekki gert nægjanlega hátt undir höfði osfrv.
En samt ríkir ágæt velsæld í löndum þar sem "kerfiskarlar" ríkja. Heilbrigðiskerfin virka þannig að fólk á möguleika á að fá bót sinna meina, stríð eru fátíð osfrv.
En í löndum þar sem "grasrótin" fær að virka og byltingar eru tíðar, þar er ekki gott að lifa. Í suður Ameríku eru lönd þar sem menn gera óhikað byltingu ef þeir eru óhressir með stjórnarfarið.
Þar er komin hefð á þessa vitleysu og fáir geta verið óhultir. Efnahagskerfið er í molum, þrátt fyrir ágætar náttúruauðlyndir, einmitt út af óstöðugu stjórnarfari.
Margir vinstri menn ganga um keikir í bol sem sýnir mynd af vini Castro, sá var víst drepinn ungur að árum. Vinstri mennirnir dásama byltinguna á Kúpu, en tala á sama tíma um að bæta samfélagið og jafnvel auka frelsi íbúanna.
Hefðbundin kerfi geta oft verið ansi þreytandi, ástæðan er sú að menn af holdi og blóði ráða þar ríkjum.
En þau eru margfalt betri en byltingar veitleysan sem viðgengst í sumum löndum og gerir ekkert annað en að búa til nýjar byltingar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.