Fimmtudagur, 13. janúar 2011
Rökþrota vinstri menn.
Þegar hlustað er á málflutning vinstri stjórnarinnar og þeirra stuðningsmanna, þá má glögglega sjá að rök hafa þeir engin máli sínu til stuðnings.
Þau halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eyðilagt allt hér á landi, samt hafa þau lengst af tekið þátt í ríkisstjórnum með sjálfstæðismönnum.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn er svona vonlaus eins og þau halda fram, hvernig stendur þá á, að Ísland hefur boðið upp á prýðisgóð lífsskilyrði frá lýðveldisstofnun?
Það þýðir ekkert fyrir þau að hanga í einkavæðingu ríkisbankanna, hinir hrundu líka og meira að segja bankar í útlöndum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þeir sem keyptu bankanna af ríkinu hafi staðið sig ver en aðrir, þeir stóðu sig allir illa sem stjórnuðu íslenskum bönkum á árunum fyrir hrun, meira að segja Bjarni Ármannsson sem þó var í miklum metum hjá SF, þau buðu honum á landsfundinn sinn árið 2007.
Ólíklegt er að þjóðin hafi verið í skárri stöðu, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki komið nálægt ríkisstjórn allan lýðveldistímann. Hægt er að færa rök fyrir því, að landið væri í margfalt verri stöðu án Sjálfstæðisflokksins.
Alþýðuflokkurinn, undanfari SF lagði grunninn að útrásinni ef marka má orð Ingibjargar Sólrúnar. Hægt er að skoða heimildir frá síðasta áratug sem sannar það með óyggjandi hætti, að stefna SF varðandi fjármálamarkaðinn var á engan hátt öðruvísi en stefna Sjálfstæðisflokksins. Og Vg hefði vitanlega fylgt SF að málum.
Það sem hefði verið öðruvísi í landstjórn síðustu ára, án aðkomu sjálfstæðismanna er að staðan hefði verið mun verri. Ríkisútgjöld hefðu aukist mun meira, einnig er ólíklegt að vinstri menn hefðu greitt niður skuldir. Þorvaldur Gylfason er í miklu áliti hjá SF, þannig að haustið 2008 hefðu menn leitað leiða til að dæla fjármagni inn í eitrað bankakerfi, því þorvaldur hélt að við lausafjárvanda væri að etja.
Sjálfstæðisstefnan er mun betri og farsælli en vinstri stefnan, það eru allar heimildir sem staðfesta það.
Gaman væri ef vinstri menn gætu bent á einhver afrek í landsstjórninni önnur en þau, að hafa gegnt þokkalega hlutverki verkalýðsfélags.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.