Ófullkomleiki hagfræðinnar.

Hagfræðin er ákaflega ófullkomin vísindagrein fyrir þær sakir, að hún notar hugtök sem geta litið vel út á blaði en eru samt sem áður villandi og varasamt er að taka mark á þeim.

Ef hagvöxturinn er tilkominn vegna þess að tekist hefur að afla aukinna lána og einkaneysla aukist að einhverju marki, þá eru það ekki góðar fréttir fyrir þjóðina.

Ekkert hefur komið fram sem bendir til aukinnar erlendrar fjárfestingar né auknum útflutningstekjum. Hagkerfi geta verið drifin áfram af margvíslegum kröftum ,þau geta verið þjónustudrifin, útflutningsdrifin osfrv. Íslenska hagkerfið hlýtur engan bata fyrr en útflutningur og nýjar erlendar fjárfestingarkoma fram.

Trúir einhver því að ég sé milljónamæringur ef mér tekst að fá 100. milljónir að láni og get sýnt þá upphæð á bankareikningi?

Þetta er nákvæmlega sama dellan og ríkisstjórnin með fulltingi AGS er að reyna að troða í landsmenn.


mbl.is Spá 2% hagvexti á þessu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband