Föstudagur, 14. janúar 2011
2020 áætlunin.
Jóhanna hefur augljóslega lært ýmsa klæki á sínum langa stjórnmálaferli. Henni tókst nokkrum sinnum að friða fólk með því að lofa aðgerðum eftir helgi eða í næstu viku.
Þar sem hún hefur glögga aðstoðarmenn, þá varð henni það ljóst að fólk væri hætt að taka mark á þessum "næstu daga" trixum. Þá þurfti nú aðeins að leggja heilann í bleyti.
Vafalaust hefur hennar hundtryggi aðstoðarmaður, spunameistarinn góði Hrannar B. Arnarsson, verið henni betri en enginn í þessu máli. Þau komust að þeirri niðurstöðu að ágætt væri að setja fram 2020 áætlun. Það liti vel út á prenti 20/20, einnig gæti þetta verið ágæt aðferð til að kaupa frið.
Árið 2020, þegar allt átti að vera komið í lag, þá væri enginn hætta á að Jóhanna þyrfti að svara fyrir eitthvað sem kynni að misfærast í þessari áætlun. Hún væri þá orðin sjötíu og átta ára gömul, vafalaust löngu hætt í pólitík og ekki er það venja fréttamanna að vera ágengir við stjórnmálamenn sem væru að nálgast níræðisaldur.
Árið 2020 hefðu sjálfstæðismenn sennilega ríkt nokkuð lengi og lagfært það sem miður fór hjá "hinni tæru vinstri stjórn", þá gæti Jóhanna þakkað sér að einhverju leiti það góða ástand sem þá ríkti.
Sökum gæflyndis sjálfstæðismanna og minnisleysis almennings, þá má vel hugsa sér að Jóhanna fengi heiðurinn af þessu öllu.
Já hann er klókur og framsýnn maður, hann Hrannar B., Jóhanna kann líka ýmis trikk.
Athugasemdir
Hvuddnin var annars staðan í ríkisbúskapnum þegar vinstri stjórnin tók við??
Þráinn Jökull Elísson, 15.1.2011 kl. 01:24
Jón :bloggvinur, þetta er alltaf sama svarið hjá þessu fólki ,hvernig var þetta eftir hrunið sem allt á að vera sjálfstæðisflokknum að kenna?? er þetta ekki orðið einum of fyrir löngu!!!/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 15.1.2011 kl. 17:21
Þráinn, hún var slæm eins og allir muna og ekki hefur hún batnað.
En því ber að halda til haga, að þrátt fyrir mörg mistök sjálfstæðismanna, þá er það ljóst í dag að þeir hefðu stjórnað betur en vinstri menn.
Fyrst má nefna þá aðgerð sem gerð var gagnvart bönkunum, þeir voru látnir falla í stað þess að dæla í þá fé í stríðum straumum. Það sparaði þjóðinni umtalsverða peninga, Írar og Bretar hafa t.am. bent á það, að þeir hefðu betur farið sömu leið og íslendingar.
Már Guðmundsson og Þorvaldur Gylfason eru menn sem vinstri stjórnin tekur mark á. Þeir vildu báðir dæla fé í bankanna, því þeir töldu að um lausafjárvanda væri að ræða.
Það var búið að undirbúa opnun einkasjúkrahúss á suðurnesjum sem hefði getað flutt inn sjúklinga og skapað gjaldeyristekjur, það var byrjað á undirbúningi fyrir álver í Helguvík osfrv. Fyrri ríkisstjórn gerði sér þó grein fyrir því, að það þarf að byggja upp atvinnu og fá gjaldeyri til landsins.
Það stoðar lítt að þvarga um þessi mál, hollast er að skoða stefnur og gjörðir flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir helstu framförum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun, vinstri flokkarnir hafa oftar en ekki staðið gegn framförum.
En það skal fúslega viðurkennast, að á árunum fyrir hrun, gerðu sjálfstæðismenn mjög slæm mistök, þeir hafa viðurkennt það og vonandi lært af þeim.
Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 18:30
Já kæri bloggvinur, Halli minn, vinstri mennirnir kenna sjálfstæðismönnum um allt sem miður hefur farið.
En þeir gleyma alltaf að geta þess, að þeir voru sjálfir við völd ásamt sjálfstæðismönnum mest allan lýðveldistímann.
Ekki ætla ég vinstri mönnum annað en að þeir hafi líka átt sinn þátt í mörgum framfaraskrefum lýðveldissögunnar, en það var þegar þeir voru í samtarfi með sjálfstæðismönnum.
Afrekaskrá hreinna vinstri stjórna er ekki upp á marga fiska, því miður.
Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 18:33
Góð skrif Jón, eins og ætíð. Hér má við bæta. Menntun þriggja ráðherra og árangur þeirra.
Geir Haarde. Hagfræðingur. Undir hans stjórn var eitt mesta framfaratímabil Islands, skilaði af sér skuldlausum ríkissjóði. Gat sér alheimsfrægð og aðdáun fyrir meðhöndlun á falli bankannna. Alþingi ´vinstrimanna´ kærði hann fyrir Landsdóm.
Þá Árni Matthiassen, búfræðingur. Greinilega ekki mikill enskumaður samanber símaviðtal hans við Darling fjármálaráðherra UK um Icesave reikningana. Skildi ekki eða misskildi . Sitjum uppi með óleyst vandamál að óþörfu.
Loks Steingrímur Sigfússon, núverandi fjármálaráðherra, menntun jarðfræðingur. Störf íþróttafréttaritari og þrotlaust starf í Kommunistaflokki Islands fyrir Sovet Islandi. Stefnir ríkisjóði í gjaldþrot með rangri fjármalapólitík, og Icesave skuldbindingum. Kemur til með vera minnst sem Quisling Islands við stuðning hans við að innlima Island í Þriðja Ríkið.
Björn Emilsson, 15.1.2011 kl. 21:34
Þakka þér fyrir Björn.
Ég er innilega sammála þessu öllu hjá þér, þetta er hárrétt sem þú segir varðandi ofangreinda einstaklinga.
Þingmenn þurfa ekki endilega að vera mjög menntaðir, en ráðherrar þurfa helst að búa yfir góðri menntun ásamt afburða tungumálakunnáttu, því þeir þurfa að hafa það mikil og oft á tíðum náin samskipti við erlenda ráðamenn.
Jón Ríkharðsson, 15.1.2011 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.