Sunnudagur, 16. janúar 2011
Íslendingar hafa löngum verið framarlega í jafnréttismálum.
Það kann að vera árátta hjá mér, en af einhverjum sökum er ég ákaflega viðkvæmur fyrir öllum rangfærslum.
Sagt var í búsáhaldabyltingunni að það þyrfti harða byltingu til að breyta málunum og vitnuðu í það, þegar íslenskar konur fengju kosningarétt árið 1915.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir var fremst í flokki kvenréttindakvenna á fyrri hluta tuttugustu aldar.
Hún hélt ræðu við þetta tækifæri og þakkaði þar alþingismönnum fyrir að hafa veitt konum margvíslegar réttarbætur undanfarin ár og nú kosningaréttinn.
Bríet vitnaði í grein sem hún ritaði árið 1885 um menntun og réttindi kvenna, en kvaðst ekki hafa minnst á kosningaréttinn;"því svo langt vorum við ekki komnar þá".
Tveir þingmenn fóru fremstir í flokki á ofanverðri nítjándu öld við að hvetja konur til að krefjast kosningaréttar, það voru Skúli Thoroddsen og séra Ólafur Ólafsson. Skúli Thoroddsen fór fremstur í flokki, við að hvetja konur og þær fylgdu honum síðar að þeim málum. Ekki er neitt minnst á að nokkur átök eða bylting hafi verið í þessu samhengi.
Mér þykir alltaf leiðinlegt þegar einhverjar konur ryðjast fram og skammast í okkur karlmönnum fyrir að bera ekki virðingu fyrir sér. Engan karlmann þekki ég sem ekki ber mikla virðingu fyrir konum.
Og sjálfur hef ég verið einlægur aðdáandi kvenna frá því ég fyrst leit þennan heim augum og það fer ekkert minnkandi með árunum. Konur eru stórkostlegar og sérstaklega íslenskar konur, þótt vissulega séu þær margar fallegar í útlöndum.
Og konur eiga ekki að skammast sín fyrir útlit sitt, því tískukóngar í París eiga ekki að ráða því hvers konar vaxtarlag er fallegt. Það er fyrst og fremst hin innri fegurð sem skiptir máli. Feitar konur hafa þann kost helstan að það er hægt að elska svo mikið af þeim.
Kærleiksblik í augum og hjartahrein umhyggja fyrir lífinu, hið sanna kveneðli er það sem heillar menn. Fyrir mér eru allar konur fallegar ef þær hafa hreint og göfugt hjartalag.
Konur hafa haslað sér völl víða og það er mjög gott. En mér finnst samt óþarfi, þótt konum gangi vel, að segja að karlmenn séu síðri á einhverju sviði.
Ef eitthvað er í jafnréttisumræðunni sem er neikvætt, þá er það þessi árátta sumra kvenna að telja sig yfir karlmenn hafnar. Kynin eiga að virða hvert annað á jafnréttisgrundvelli.
Vinstri sinnaðar femínistakonur eru alltaf að reyna að reka fleyg milli karla og kvenna. En mér finst þær samt líka fallegar, Sóley Tómasdóttir finnst mér t.a.m. ágætlega hugguleg kona, þetta á við um þær allar. Ég hef bara aldrei séð ljóta konu svei mér þá, nema einu sinni í Bretlandi þegar ég fór í söluferð til Grimsby fyrir fjölmörgum árum. En þegar hún brosti, þá fannst mér hún falleg þá þá geisluðu augun svo mikið.
Þetta sjá allir íslenskir karlmenn, konur standa okkur vitanlega jafnfætis að öllu leiti. Enda hafa mælingar sýnt það, að við stöndum framarlega í jafnréttismálum og látum ekki fallegu vinstri femínistanna blekkja okkur.
Konur, ég segi fyrir hönd íslenskra karla; "við dýrkum ykkur allar"!!!
Athugasemdir
Það mætti halda af þessum skrifum þínum Jón að annað hvort sértu mikil karlremba eða að þú hafir ekki hundsvit á jafnréttismálum. Reyndar held ég að pistillinn sé skrifaður sem satýra í þessari umræðu til að benda á að ef jafnréttisumræðan hjá körlum er ekki komin lengra en þetta, þá er ekki nema vona að sumar konur taki til sinna ráða.
Það skín út úr skrifum þínum mikill 19 aldar hugsunarháttur um eðli jafnréttis þar sem fegurð kvenna var talin mikilvægur eiginleiki og að sjálfsmynd kvenna mótist aðallega af því hvernig þær eru í útliti.Þá er einnig ljóst að þú heillast mjög að hinni stöðluðu húsmæðraímynd kvenna.
Til að ganga úr skugga um hversu mikil karlremba þú ert, skaltu skipta út í pistlinum orðinu kona og konur fyrir karl og karlmenn.
Þá færðu úr margar skondnar setningar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 13:08
Það sem mér hefur þótt hvað athyglisverðast á því rúma ári sem ég hef tekið þátt í umræðum bloggheima er, að lesa skoðanir manna á minni persónu eftir að þeir hafa lesið kolvitlaust út úr því sem ég hef ritað.
Þú hefur mig grunaðan um karlrembu Svanur, ég er nú hræddur um að konur þær sem mótað hafa mig frá fæðingu myndu nú telja þig afskaplega sérstæðan mann fyrir að halda þig fram. Afasystir mín, sem var vestfirðingur í húð og hár hefði eflaust leitað uppi símanúmerið hjá þér ef hún væri á meðal vor í dag, þá hefðir þú fengið að heyra kjarnyrtar skammir á eins hreinni vestfirsku og hugsast getur.
Hún kenndi mér það, að ekki væri nóg að lesa, heldur ætti maður líka að setja sig í spor þess sem ritaði, einnig kenndi hún mér það að til að geta skilið einhvern þyrfti maður að hafa þekkt hann ansi lengi.
Þess vegna tjái ég mig aldrei um persónuleika þeirra sem ég les eftir á netinu.
Ef sagan er lesin þá er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að konur hafi ekki notið virðingar til jafns við karla og eflaust hefur það verið svo í mörgum tilfellum og er enn. En pistill minn var aðallega hugsaður til mótvægis við ríkjandi hugsunarhátt, lífið er ekki bara svart og hvítt. Hægt er að lesa í gömlum sögum frá Breiðafirði sagnir um konur sem stjórnuðu heimilum sínum af mikilli festu sem og búskapnum, ein var betri verkmaður til sjós heldur en eiginmaður hennar og þrír synir, margar konur störfuðu sem formenn á bátum og þær þóttu standa sig með afbrigðum vel.
Vel má vera að karlmenn þess tíma hafi talað sín á milli á niðrandi nótum um þessar konur og það ekki ósennilegt, en það mun frekar hafa verið af öfund. Ég efast um að nokkur hafi þorað að standa uppi í hárinu á þessum kvenskörungum.
Í stuttu máli má segja að verkaskipting kynjanna hafi verið í fastari skorðum þá en nú er. Ef við tökum hina hliðina sem lítt hefur verið rædd, þá þótti það ekki karlmannlegt starf að skipta á ungabörnum eða sjá um húsverk. Hafi einhver karlmaður sýnt áhuga á að sinna því hlutverki, þá mátti hann eiga von á lítilli virðingu samborgara sinna.
En ekki kannast ég við neinn karlmann sem ber litla virðingu fyrir konum, það getur verið að þú þekkir einhverja slíka, en ég vil ekki svoleiðis þenkjandi menn í kring um mig, mér finnst það lágkúrulegt að lítilsvirða konur á hvaða hátt sem er.
Þú talar um nítjándu aldar hugsunarhátt og ert þar með að vísa til þess sem þú telur hafa verið álit karlmanna þess tíma á konum. Ég get engan vegin fallist á það, þú ert á miklum villigötum þarna.
Ef þú lest það sem ég skrifa, þá er ég að segja að allar konur séu fallegar, það þýðir vitanlega einnig þær konur sem engan áhuga hafa á heimilisstörfum, þannig að ég skil ekki hvernig þú gast fengið þetta út.
Þetta með útlit kvenna hefur ekkert með nítjándu aldar hugsunarhátt að gera og er heldur ekki frá mér komið.
Eins og ég tók fram í upphafi, þá hafa það verið konur sem mótuðu mig frá upphafi, samt á ég mjög góðan föður, það er vegna þess að í minni fjölskyldu hafa konur af einhverjum ástæðum verið sterkari en karlarnir. Og við erum mjög sáttir við það, ég á eiginkonu sem hefur einnig kennt mér margt gagnlegt um lífið og tilveruna.
Einnig hef ég átt ótölulegan fjölda vinkvenna í gegn um tíðina sem hafa opnað fyrir mér leið inn í hugarheim kvenna. Þeim ber öllum saman um það, að útlitið skiptir konur mjög miklu máli fyrir þeirra sjálfsmynd. En í fjölbreytileka mannlífsins má líka finna konur sem hugsa ekkert um útlitið og svo allt þar á milli.
Annars er hugtakaskilningur fólks mismunandi og ef þú telur það merki um karlrembu að njóta návistar kvenna og hafa gaman af að horfa á þær, þá er ég karlremba í þínum augum og sætti mig við það.
Jón Ríkharðsson, 16.1.2011 kl. 14:15
Jón, ég held í alvöru að þú sért að grínsast. Þú lætur brandarana og klisjuranr fljúga vinstri hægri. Ég á marga vini sem eru konur, og ég þekki engan karlmann sem bera litla virðingu fyrir konum og þess vegna er ég ekki karlremba" undirstrikar aðeins hversu hlálegur þessi málflutningur er.
Þá læturðu gamla brandarann um að feitu konuna sem er bara ánægð með það að vera feit því þá sé bara meira af henni til að elska, óhikað fjúka sem innlegg í jafnréttisumræðuna.
Fegurð kvenna hefur ekkert með jafnréttismál að gera og það er argasta móðgun við konur og jafnréttisbaráttu þeirra að draga úlit þeirra, hvort það sé þér þóknanlegt eða ekki, inn í umræðuna á þann hátt sem þú gerir.
Það er líka klisja þegar þú talar um "kærleiksblik í augum og hjartahrein umhyggja fyrir lífinu," sem hið sanna kveneðli. Eðli kvenna er ekkert fábrugðnara eðli karla hvað þetta varðar. Það hefur hins vegar hentað körlum sem vilja mæra konur, að leggja áherslu á þá þætti sem styðja við hlutverk hennar sem göfuga elskandi eiginkonu og móður, þ.e. venjulega íslenska húsmóður á 19 öld.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 15:26
Auðvita erum við karlar og konur ekki eins. Það væri nú ljóti andskotin ef maður þyrfti endilega að fara að daðra við kerlingu sem væri eins og karl.
Konur hafa alveg jafnmikið til síns ágætis og við karlar, þar er bara ekki allt með sama hætti. Þolinmæði og nærsýni hafa konur betri en við karlar og þar eru mörg önnur gæði sem ég nenni ekki eð tíunda hér.
Við karlar höfum marga eiginleika sem konur hafa ekki eins ríkulega, en það gerir bara ekkert til því í mannheimi þá byggir á samstæðunni karl og kona.
Ég tek undir með þér Jón Ríkarðsson og tel að við þurfum ekkert að skammast okkar varðandi jafnréttis mál.
Það er svo önnur saga þetta með kvenréttindin, eiga þau að vera frekari en karlréttindi? Svanur veit eflaust svarið við því.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.1.2011 kl. 15:53
Svanur, ég er ekki vanur að tala svona hreint út í rituðu máli.
Ég þekki þig ekki neitt, en sú birtingamynd sem þú gefur af þér í þessum athugasemdum benda annað hvort til óvanalega sterkrar þrasgirni eða svo mikillar grunnhyggni að það er leitun aðöðru eins.
Hvernig í ósköpunum þykist þú geta vitað hversu margar vinkonur ég hef átt í gegn um tíðina? Því miður hef ég ekki myndir af þeim öllum tiltækar og kann varla við að vera að leita þær allar uppi til að fá þær til að rita yfirlýsingar á síðuna.
Enda myndi það ekki stoða, því þú hefðir þá eflaust uppi grunsemdir um að nöfnin væru fölsuð, án þess að þú nenntir að rannsaka það eitthvað frekar.
Það er til fjöldi fólks hér í bloggheimum sem hugsar eins og þú virðist gera, þykist geta dæmt fólk sem það þekkir ekki neitt. Svona málflutningur eins og þú viðhefur er til skammar fyrir upplýsta umræðu.
Reyndar er að að fara á svig við eitt af þeim góðu heilræðum sem amma gaf mér, en það er að láta ekki plata mig út í tilgangslausar þrætur. Það má vel vera að þú hafir gaman af að ergja fólk og æsa það upp í þras, þá get ég glatt þig með því að þér tókst það í þetta skiptið.
Fyrir mér er það ekki klisja að tala um kærleiksblik í augum, að mínu viti er það fallegt, það að bera umhyggju fyrir lífinu er einnig göfugt og gott.
Grunnhyggni þín birtist líka í því sem þú segir brandarann um feitu konuna.
Sumar konur sem eru feitar líða fyrir það hina mestu sálarkvalir. Þess vegna finnst mér fallega gert að lina þær þjáningar með fallegum orðum eins og að segja að það sé svona mikið til að elska. Ekki veit ég hvort þú þekkir nokkuð til rómantíkur eða hafir viðleitni til að gleðja fólk og láta því líða vel, en þínar athugasemdir bera það ekki með sér.
Það er staðreynd en ekki klisja, að mér finnast feitar konur líka fallegar, því það er fyrst og fremst hin innri fegurð sem máli skiptir.
Álit þitt um móðgun við konur skiptir mig engu máli, þetta er ekki sett fram sem móðgun og enga konu hef ég enn hitt sem móðgast ef ég hrósa útliti hennar. Ef þú hefur lágmarks lesskilning, sem ég geri ráð fyrir, nema þegar þrasgirnin blindar þig, þá getur þú lesið í pistlinum hér fyrir ofan mjög skýrt, að ég tel konur standa körlum fullkomlega jafnfætis að öllu leiti.
Ég skal svona að gamni mínu rökstyðja þetta með að ég sé ekki karlremba, en þrasgirnin er sennilega það ofarlega í huga þér, að ég efast um að þú skiljir nokkuð af því sem ég rita.
Alla tíð hef ég tekið fullan þátt í öllu sem snýr að heimilinu, þegar ég kem í land gef ég eiginkonunni frí frá heimilisstörfum. Það er vegna þess að starf sjómannskonunnar er krefjandi og erfitt því hún þarf að taka á sig skyldur eiginmannsins meðfram sínum meðan hann er úti á sjó. Þess vegna hafa sjómannskonur verið heiðraðar oft á tíðum á sjómannadaginn.
En það skal fúslega viðurkennast að sökum mikilla fjarvista þá lendir heimilishaldið meira á minni góðu eiginkonu og ég læt hana vita af því, hversu mikils ég met hennar dugnað.
Mér var ungum kennt það, að karlmenn ættu líka að taka þátt í húsverkum, enda er það ekkert frekar í verkahring konunnar, það hefur mér aldrei fundist.
Annars erum við báðir óttalega kjánalegir í þessari umræðu, ég ætla að vona að amma sé ekki að fylgjast með mér núna, ef það er líf eftir dauðann, þá er hætt við að henni hafi þótt illa hafa tekist upp til í uppeldinu sem hún vandaði svo mjög til.
Þú virðist þokkalega upplýstur alla vega á pörtum.
Hvernig dettur þér til hugar að þú getir haft minnstu hugmynd um fjölda vinkvenna minna eða hvernig ég haga mér í samskiptum við konur?
Ég bið ömmu fyrirgefningar á þessari heimsku minni, ef hún er að fylgjast með, en svona get ég verið vanþroska að þessu leiti.
Að láta mér detta til hugar að ég geti breytt þráhyggjuhugsun þinni með einhverjum rökum, ég viðurkenni að það er óhófleg bjartsýni hjá mér.
Það að ég hafi gaman af að horfa á konur er nú bara sameiginlegt áhugamál karlmanna frá upphafi mannkyns að ég tel. Ef þú telur það nítjándu aldar karlrembu, þá hefur þú afskaplega fáránlega sýn á tilveruna.
Og enn á ný, það hefur hvorki með fegurð kvenna né hjartalag, hvort þær hafa áhuga á heimilisstöfum eða ekki.
Annars dettur mér í hug ein sem ég var með til sjós fyrir fjöldamörgum árum, hann var svona eins og þú virðist vera, taldi sig alltaf vita betur en allir aðrir.
Eitt skiptið var hann að rökræða um orð sem ég man ekki hvað var. Þá hringdi einn í orðabók háskólans og fékk það uppgefið að hinn þrasgjarni hafði rangt við. Þá sagði þrasarinn þessi fleygu orð, sem lengi eru í mínum höfð; "þeir eru nú ekki alvitrir hjá orðabók háskólans frekar en annars staðar".
Jón Ríkharðsson, 16.1.2011 kl. 16:18
Þeir sem spyrja eiga réttindi kvenna að "vera frekar en karlréttindi" verða að athuga að kvennaréttindabaráttan ber barátta í átt að jafnrétti, þ.e., jöfnum rétti beggja kynja. Sérstök kvennaréttindabarrátta er nauðsynleg þar sem hallar á réttindi kvenna, sem er enn í flestum löndum heimsins, einnig á Íslandi þótt lagaumhverfið hafi verið leiðrétt mikið hér á landi til að stuðla að jafnrétti.
Hrólfur: Satt að segja vissi ég ekki að karlar væru fjarsýnni en konur og ég dreg á staðhæfingu reyndar mjög í efa :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 16:29
Jón ritar;
Bíddu nú hægur Jón. Hvar segi ég eitthvað um fjölda þeirra kvenna sem þú þekkir? Þú skrifar langa athugasemd við einhvern misskilning held ég.
Það sem hins vegar liggur í orðum mínum er að það skiptir engu máli hvað margar konur menn segjast þekkja, þeir geta verið jafn forpokaðar karlrembur fyrir það.
En hvernig fer maður sem brigslar viðmælenda sínum um þrasgirni og þráhyggju í öðru hvoru orði að réttlæta þessi orð;
Ef þú kærir þig ekki um að fólk setji athugasemdir við bloggið þitt áttu að taka það fram. Eins ef að þær skoðanir sem í þeim kunna að koma fram þurfa að vera á einhvern ákveðinn einn veg.
Svanur Gísli Þorkelsson, 16.1.2011 kl. 16:47
Svanur, þú byrjar á því í þinni fyrstu athugasemd að segja að það sé ljóst að ég heillist af staðlaðri húsmæðraímynd kvenna.
Samt stendur það mjög greinilega í pistlinum sem þú hafðir þá nýlega lesið, að ég væri heillaður af öllum konum. Þessi orð ætu að geta lýst minni skoðun varðandi konur og það falla ekki allar konur undir staðlaða húsmæðraímynd svona þér að segja. Þarna komstu með innihaldslausa fullyrðingu um hluta af mínum persónuleika.
Ég hef þá rangtúlkað það sem þú sagðir varðandi fjölda vinkvenna minna og biðst velvirðingar á því. En sú röksemd mín átti að útskýra mína viðleitni til að skilja konur, því það er erfitt án þess að kynnast þeim af eigin raun. Ekki eru margar í þessum hópi sem hafa áhuga á heimilisstörfum og eiginkona mín hefur þau ekki að áhugamáli, þótt hún sinni þeim af stakri prýði.
Ekki brigslaði ég þér um þrasgirni og þráhyggju í öðru hverju orði, en ég notaði þetta mikið frekar sem andsvar við þínum fullyrðingum um orð þín varðandi karlrembu mína og smekk á konum. En ég tók það fram, að þetta væri sú birtingarmynd sem ég upplifði af þér í gegn um þessar athugasemdir, þetta þýðir að þessi orð endurspegla ekki endilega álit mitt á þér sem slíkum.
Þegar maður er að reyna að koma fram vissu sjónarmiði í pistlaformi, þá getur verið þreytandi þegar öllu er snúið á hvolf, jafnvel þótt leitast sé við í tvígang að útskýra sama hlutinn.
Nú vonast ég til að fá álit einhverra kvenna á þessum skrifum mínum, til að fá að vita hvort þær upplifðu karlrembu í þeim.
Öllum er frjálst að setja athugasemdir á síðuna mína og menn þurfa ekkert að vera sammála mér. Það er sama hvað menn rita um mig og mína persónu, það er alltsaman sársaukalaust frá minni hálfu.
En ég áskil mér vitanlega þann rétt að svara fyrir mig á sama tíma og ég leyfi öllum að láta skoðanir sínar í ljós.
Jón Ríkharðsson, 16.1.2011 kl. 18:24
Þakka þér fyrir þína athugasemd Hrólfur.
Já sem betur fer eru konur ólíkar okkur, seint verður það sagt um kynin að þau séu alveg eins.
Konur og karlar hafa nákvæmlega sömu greind sem og hæfileika til að gegna þeim hlutverkum sem lífið býður upp á.
Reyndar verð ég þó að segja, að þær konur sem ég hef verið með til sjós hafa ekki getað gert sömu hluti og við karlarnir, þær hafa ekki líkamlega burði til þess.
En með mikilli gleði bætti ég á mig vinnu til að hjálpa þeim, því nærvera þeirra gladdi mig og okkur strákanna óskaplega mikið
Ein kvartaði reyndar í léttum tóni yfir skorti á kynferðislegri áreitni þegar við höfðum lagst að bryggju, hinir ungu og einhleypu voru vitanlega skammaðir af okkur sem eldri vorum fyrir framkvæmdaleysið.
Þetta var svo asskoti hugguleg stelpa, vonandi fær hún betri viðbrögð ef hún kemur einhverntíma aftur á sjó.
Jón Ríkharðsson, 16.1.2011 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.