Hvað meinti Davíð Oddsson?

Það sem Davíð Oddson ritaði í Morgunblaðið varðandi aðkomu Steingríms Joð að eftirlaunafrumvarpi því sem hann fordæmir nú um stundir liggur nú ljóst fyrir.

Ég hugsaði talsvert um það sem hann skrifaði, það hlaut eitthvað að búa þar að baki, því Davíð fer ekki með fleipur, hann er heiðarlegri en svo.

Svo fann ég grein eftir Gunnar Birgisson sem hann ritaði þann 12. maí árið 2007.

Þar segir Gunnar að það hafi komið þrír menn að máli við Davíð Oddsson, það voru þeir félagar Guðjón A. Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Þeir höfðu þá búið til tillögu eða frumvarp um þetta mál sem Steingrímur kallaði hörmungarmál nokkru seinna.

Enda er það ólíklegt að Davíð Oddsson, sem var þá í ríkisstjórn og eflaust farinn að velta fyrir sér að vera ekki mörg ár til viðbótar í stjórnmálum, væri upptekinn af því að bæta kjör formanna stjórnarandstöðuflokkanna. Það var vitanlega hagur Steingríms Joð að fá þessar góðu launauppbætur fyrir að vera formaður VG, ásamt þeim hlunnindum sem hann lagði til sjálfum sér til handa.

Ekki er ólíklegt að Geir H. Haarde hafi stutt þetta frumvarp í samræðum við Davíð og jafnvel fengið hann til að samþykkja það. Ég ræð það af orðum þeim er Davíð ritaði varðandi höggið sem hann gaf Geir á þingi um árið, enda kvaðst Steingrímur vera með sorg í hjarta eftir að hafa stefnt svona heiðarlegu góðmenni fyrir landsdóm.

Steingrímur Joð samdi sem sagt eftirlaunafrumvarpið sem hann síðar skammaði Davíð fyrir.

Það er ekki að spyrja að ósvífni vinstri manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband