Hefur Steingrímur alltaf verið mótfallinn stóriðju?

Í Morgunblaðinu þann 5. september árið 2008 er sagt frá því að Össur Skarphéðinsson hafi verið að hrekkja vin sinn Steingrím Joð.

Prakkarinn Össur kvað Steingrím hafa stutt virkjanir í neðri hluta þjórsár, en það mun reyndar vera góður virkjanakostur fyrir álver í Helguvík.

Steingrímur Joð brást illa við þessum ummælum Össurar og kvað hann fara með fleipur, gott ef honum fannst hann hreinlega ekki vera að ljúga upp á sig.

En ritarar þingsins hafa unnið sín störf af kostgæfni og alúð, þannig að það var hægt að finna skjalfest ummæli Steingríms er vörðuð þetta mál.

22. nóvember árið 2005 sagði Steingrímur Joð í ræðu á þingi, að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væri prýðis góður kostur, þannig að Össur laug ekki í þetta sinn.

Einnig sagði Steingrímur Joð á þingi árið 1990 að Ísland hentaði vel til álframleiðslu, því við gerðum það á umhverfisvænni hátt en þjóðir sem notast við olíu og kol.

Steingrímur Joð hefur þá einu sinni verið talsvert skynsamur maður, það er ekki víst að allir viti það, en gott er að honum sé þá ekki alls varnað blessuðum, það er bara verst hvað hann er fljótur að skipta út skoðunum blessaður angans karlinn.

Er Steingrímur Joð virkilega svona upptrekktur alla daga, að hann veit ekkert hvað hann er að segja?

Varla finnst kjósendum það traustvekjandi að hafa fjármálaráðherra sem skiptir reglulega um stefnur í hinum ýmsu málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband