Svandís óttast einkavæðingu.

Vesalings konan, hún Svandís Svavarsdóttir. Hún þjáist af einkavæðingarfóbíu.

Í viðtali við Sigurjón Egilsson í þættinum á Sprengisandi í október 2009,  kvaðst hún óttast framkvæmdamenn.

Fyrst vildu þeir breyta fyrirtækjum í ohf, síðan í ehf og loks í hf. Þá væri næsta skrefið einkavæðing og almenningur gæti keypt.

Það er náttúrulega svakalegt, að einkaaðili skuli vilja kaupa ríkisfyrirtæki til að græða. Eðlilegt að hún sé kvíðin stelpu ræfillinn.

Hvernig ætli væri komið fyrir landinu ef þetta sjónarmið hefði ráðið ríkjum framan af?

Flest þróuð ríki heimsins gera sér grein fyrir því, að fyrirtæki hagnast betur í höndum einkaaðila.

Sá hagnaður skilar sér svo til samfélagsins, einnig greiða einkafyrirtæki hærri laun en opinberir aðilar gera.

 Vilja vinstri menn líka koma í veg fyrir að hinn almenni launamaður geti haft það þokkalegt?

Friðrik mikli sagði þau fleygu orð; "því meir sem ég kynnist mönnunum, því vænna þykir mér um hundinn minn".

Ég get sagt með sanni, því meir sem ég kynnist vinstri flokkunum, því vænna þykir mér um Sjálfstæðisflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Hennar áherslur voru reyndar í Sovét í 70 ár með frábærum árangri fyrir landslíð og náttúru. Þó þessi stúlka vilji vel er hún ekki þess umkomin að stöðva tímans þunga nið.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:09

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er rétt hjá þér Guðmundur, hún vill vel stelpan og hún á það sameiginlegt með öllum stjórnmálamönnum.

Ég efast um að nokkur fari á þing án vilji til að vera til gagns fyrir land sitt og þjóð. Ekki eru það launin sem freista og vinnutíminn er oft ansi langur ásamt öllu þessu áreyti sem starfinu fylgir.

Sumum eru mislagðar hendur í landsstjórninni og gagnvart öðrum gildir það sem sagt var oft í gamla daga; "vitið er ekki meira en Guð gaf".

En það er sem betur fer til eitthvað af hæfu fólki á þingi.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband