Steingrímur Joð, alltaf sjálfum sér samkvæmur.

Ég er nú að leitast við að finna eitthvað sem bendir til skynsemi hjá núverandi forystumönnum þjóðarinnar, en ég finn ekkert annað en það sem staðfestir hversu furðuleg þau eru, Jóhanna og Steingrímur Joð.

Mér finnst hálf nöturlegt að hafa svona fólk í æðstu embættum, hvað ætli útlendingar haldi um okkur hin?

Steingrímur hefur oftar en ekki gefið sig út fyrir að vera ærlegur prinsipp maður sem skipti ekki um skoðanir eins og vindurinn blæs. Ég er að reyna að finna heimildir sem staðfesta þessi orð hans, en það virðist ómögulegt.

Árið 1991 sagði Davíð Oddsson að hegðun Ólafs Ragnars væri;"svona fráhvarfseinkenni fyrrverandi ráðherra". 

 Þetta ætti nú að vera ósköp saklaust í eyrum Steingríms, því hann kallaði Davíð jú gungu og druslu, einnig lamdi hann í öxlina á Geir H. Haarde og kærði hann ári seinna, með sorg í hjarta, fyrir að hafa unnið sér það til saka að vera heiðarlegt góðmenni.

Geir verður sennilega fyrsti maður réttarsögunnar sem verður látinn svara til saka fyrir að vera heiðarlegt góðmenni, en vinstri stjórnir hafa svolítið sérstakar áheyrslur.

En augljóslega finnst Steingrími mjög óviðeigandi að segja að menn séu haldnir fráhvörfum eftir að hafa setið um hríð á ráðherra stóli.

Hann hundskammaði Davíð með þessum orðum; "hyggst forsætisráðherra rökstyðja þau ummæli sín að fráfarandi ráðherra geti ekki sinnt störfum sínum sökum fráhvarfseinkenna, eða vill hann draga þau til baka, og ef svo er, mun hann þá biðjast afsökunar á þeim?"

Prinsipp maður hefði vitanlega aldrei brigslað fyrrum ráðherra um fráhvörf eftir valdasetu, þannig að Steingrímur myndi aldrei gera svoleiðis. 

Eða hvað?

Jú þegar hann var sjálfur orðinn fjármálaráðherra sagði hann, um Sturla Böðvarsson að mig minnir, þegar Sturla var óhress með að vera settur úr stóli forseta alþingis; ég held að þetta séu nú þau heiftarlegustu fráhvarfseinkenni sem ég hef séð."

Kannski hefur honum verið svona illa við Sturlu, allavega notaði hann þau dónalegustu ummæli um hann sem honum gat dottið í hug, að hans mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Steingrímur á x tíma í að ná topp eftirlaunum. Reikna þann tíma út þá veistu hvenær hann hættir. Sjá Davíð,Steingrím,Halldór...

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:46

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mér finnst skárra að hafa hann á eftirlaunum og borga fyrir það heldur en hafa hann á þingi.

Mér er ekkert illa við hann, ég hef alltaf haft gaman af kynlegum kvistum í lífsins tré.

Það er bara ekki heppilegt að fela furðufuglum landsstjórnina, þótt þeir hafi óneitanlega skemmtanagildi.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 02:30

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Las pistilinn finnst hann góður/en það á engin neitt inni hjá þér Jón bloggvinur/þú getur svarað fyrir þig/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 18.1.2011 kl. 08:00

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir það, Halli minn góði blogvinur.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband