Hvernig er ímynd okkar út á við?

Oft er gott að setjast niður, leitast við að horfa óháð yfir sviðið og gefa tilfinningum frí um stund.

Tifinningar eru óraunsæjar og þær geta haft truflandi áhrif á skynsemina.

 Ég fæddur og uppalinn hér á þessu landi og er alíslenskur í báðar ættir, þannig að enga tengingu hef ég til annarra landa. Í þau fáu skipti sem ég hef skroppið til útlanda fer mig að hlakka til að komast heim eftir örskamma hríð, án þess að mér líði endilega illa í útlöndum.

En ef ég hefði fæðst í öðru landi og væri að fylgjast með fréttum frá Íslandi?

Þá væri álit mitt á þessu landi talsvert öðruvísi.

Í stuttu máli, þá myndi ég álíta íslendinga eintóma fábjána og engan áhuga hafa á að koma til landsins, þá er ég að meina ástandið eins og það er nú um stundir. Ímyndin var vissulega önnur en hún er í dag, þótt hún hafi að vissu leiti byggst á froðu.

Ég myndi sjá forsætisráðherra íslendinga, gamla konu sem getur vart tjáð sig á öðru tungumáli en íslensku. Jóhanna er alls ekki ómyndarleg, en hún hefur ekki yfirbragð leiðtoga.

Ef ég væri búsettur í aðildarríki ESB og myndi fylgjast með framgöngu íslendinga í því máli, þá er hætt við að ég myndi hlægja mikið, ásamt fjölskyldu minni og vinum.

Utanríkisráðherrann lofar reglulega að áhugi íslendinga á ESB fari nú að aukast, aðrir ráðherrar í sömu ríkisstjórn vilja ekki inngöngu og meirihluti þjóðarinnar er á móti henni.

Svo þætti mér kreppuvæll íslendinga hlægilegur.

Í landi þar sem jafnvel ómenntað verkafólk býr í einbýlishúsum og á flotta jeppa, þar myndi ég ekki telja vera kreppu á ferðinni.

Ég heyrði af Austurrísku fjölmiðlafólki sem kom hingað til lands í þeim tilgangi að gera þátt um hið ægilega ástand sem hafði skapast vegna hrunsins.

Fjölmiðlaliðið frá Austurríki lenti í smávægilegum vandræðum, þeim fannst kreppan ekki hafa haft mjög mikil áhrif á íslendinga, þannig að þau gátu ekki gert frétt úr þessu ástandi.

Til að nýta ferðina minnir mig að þau hafi skoðað jarðhitasvæði á  landinu.

En ef ég væri útlendingur, þá þekkti ég ekki krafta þá sem í íslenskri þjóðarsál búa. Þessi þjóð hefur gert kraftaverk á örskömmum tíma, með því að koma sér upp samfélagi í fremstu röð meðal þjóða á tæpum mannsaldri. Í dag er til háaldrað fólk sem náð hefur náð að upplifa allar þessar breytingar, ólst jafnvel upp í torfkofa fyrstu árin osfrv.

Ég hygg að á umliðnum árum hafi verið of lítil barátta, það getur dregið úr sjálfsbjargarviðleitni.

En nú er tækifæri fyrir okkur að sýna umheiminum þann kraft sem í okkur býr.

Hættum að væla yfir kreppunni og lítum á hana sem dýrmætt sóknarfæri til framfara.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Innilega er ég mikið sammála þér Jón, þetta er frábær færsla.

Man hvað einn sveitunginn minn sagði einu sinni fyrir mörgum árum síðan, þá til tölulega nýkominn frá námi í Bandaríkjunum, og orðinn framkvæmdarstjóri hjá einhverju iðnfyrirtækinu, "hu, á Íslandi, ef maður ætlar að sýna stöðu sína, þá þyrfti maður helst að ganga í gallabuxum og stuttermabol, meira að segja lagermaðurinn hjá mér á Boss.

Og jeppa.

En við leyfðum þessu að breytast, og við vorum í raun heppin að bankarnir skyldu hrynja í tíma, áður en við gleymdum sjálfinu, sem er dýrmætasta auðlind þjóðarinnar.

En ástandið er samt ógnvænlegt, ekki vegna þess að við framleiðum svo lítið, heldur vegna þess að það á að koma óviðráðanlegum skuldum á okkur.

Og jafnvel sterkasta þjóð kiknar undan því.

Ef við segjum aðeins kurteislega fuck you við alla krónubraskara, og stefnum bretum fyrir alþjóðlega dómsstóla, þá er framtíðin björt.

Mjög björt, því hér er allt til að öllu.

Nema viljinn til að sjá það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 18:28

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ómar, hún er góð frásögnin af sveitunga þínum.

Ég er sammála öllu sem þú setur fram í athugasemdinni og hef engu við hana að bæta.

Kveðja úr höfuðborginni .

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 19:30

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hvað á að segja um þjóð, þar sem um þriðjungur telur Jón Gnarr hæfastan til að gegna einhverju áhrifa- og valdamesta embætti landsins?

Ég bara spyr. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.1.2011 kl. 19:55

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er athyglisverður punktur Vilhjálmur og erfitt að segja eitthvað jákvætt svona heimskulegt hugarfar.

En ég er nú þekktur bjartsýnismaður, sumum þykir ég bjartsýnn um of, svo ég vitni í tuttugu ára ummæli gamalla skipsfélaga.

Þannig var, að á þessum tíma voru seld tæki sem notuð voru til að eyða jákvæðum jónum sem ollu skaða í andrúmsloftinu. Það var verið að auglýsa svona tæki í útvarpinu og þá sögðu þeir allir einum rómi um leið og þeir bentu á mig; "við þurfum að fá svona tæki hingað um borð til þess að eyða þessu helvítis kvikindi þarna."

Allt þetta góðæri með auknum aðgangi almennings að lánsfé, sem fólk tók opnum örmum og gerði því kleyft að kaupa nánast hvað sem er og svo hrunið sem skyndilega skall á, hefur haft heftandi áhrif á skynsemi hjá stórum hluta þjóðarinnar.

Við skulum vona að þegar reiðiöldurnar fara að lægja nái fólk áttum. Það er ekkert nýtt að heimskan tröllríði þjóðum um stund og víki svo fyrir heilbrigðri skynsemi.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband