Er þá Jóhanna svona snobbuð eftir allt saman?

Ég ætla að segja frá tveimur konum sem hlotið hafa ólík hlutskipti í lífinu.

Önnur hefur hlotið þau leiðu örlög, að hafa verið svipt möguleika til sjálfsbjargar sökum örorku, hún hefur ekki sjálf valið sér þann þunga kross sem hún ber.

Hin hefur verið böðuð í frægðarljóma út um allan heim og nýtur aðdáunar og virðingar heimsins.

Eitt er þó sameiginlegt með þeim, þær hafa báðar sterkar skoðanir og kjark til að láta þær í ljós. Þær hafa báðar kosið að nýta sér mótmælavettvanginn sem farveg til að koma sínum málum á framfæri. 

Sú sem lífið hefur veitt hinn þunga kross stóð ein fyrir framan stjórnarráðið og nýtti sér þann lýðræðislega rétt, að láta óánægju sína í ljós.

Greip þá aðstoðarmaður Jóhönnu, eflaust með hennar samþykki, til þess ráðs að láta fjarlægja hana með lögregluvaldi.

Samt var þetta aðeins ein, ósköp venjuleg kona, að koma skoðunum sínum á framfæri við þjóðkjörna ríkisstjórn landsins.

Svo kemur hin, ásamt fjölda manns og gerir það sama og hin. Hún mætir niður á alþingi til þess að koma skoðunum sínum á framfæri við þjóðkjörna ríkisstjórn landsins.

Af því að hún hefur baðað sig í frægðarljóma heimsins og nýtur aðdáunar og virðingar hjá mörgum, bæði hér heima og erlendis, þá tekur Jóhanna á móti henni með bros á vör og lofar að taka hennar sjónarmið gaumgæfilega til athugunar.

Ekki er ég að segja að Jóhanna hefði átt að siga lögreglunni á Björk og hennar félaga alla, en það hefði verið ósköp huggulegt að stíga út, bjóða hinni konunni í kaffi og hlusta á hennar sjónarmið.

En fyrst hún var bara ósköp venjuleg íslensk kona, þá var ekkert fínt að fá að taka í höndina á henni og spjalla við hana.

Þetta er ekkert annað en helvítis snobb hjá hæstvirtum forsætisráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, þó ég sé 100prósent sammála Björk, þá fékk ég ógeðshroll við flýrubrosið á forsætisráðherranum þarna á tröppum alþingis.  Það hefði virkað betur eins og þú segir ef hún hefði boðið hinni konunni upp ákaffisopa og spjall, en ónei á hana var sigað lögreglunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2011 kl. 21:04

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ertu þá að tala um konuna sem kastaði brauðmolum í hlaðvarpann? Hefði ekki Hrannar frekar átt að skreppa út í fáeinar mínútur og spjalla aðeins við hana .... dálítið harkalegt að siga á hana fótgönguliðinu fyrir svo litlar sakir. En það var sérdeilis óhugnanlegt, flíruglottið sem hún Jóhanna flassaði framan í frægðarkonuna ..... hvernig neðri vörin slapti munúðlega niður á hökuna. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki séð þá ljósmynd.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 21:31

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ásthildur, ég fæ ógeðshrollinn aftur þegar ég rifja þetta upp.

Hugsaðu þér, við höfðum snobbhænu sem æðsta ráðamann þjóðarinnar.

Snobb finnst mér ægilega lágkúruleg tifinning.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 22:35

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Baldur, þetta var konan sem var að gefa mávunum að borða og hún spilaði líka á flautu ef ég man rétt.

Jú Hrannar hefði mátt spjalla við hana, ef Jóhanna hefði verið upptekin.

Það hefði verið nánast sama hver hefði gert það, jafnvel senda einhvern starfsmann til hennar og athuga hvort hún vildi kaffisopa, það hefði þó verið viðleitni.

En að siga löggunni á sauðmeinlausa konu, þetta minnir óþægilega á Kínversk stjórnvöld sem þola ekki að sér sé mótmælt.

Þau geta vitanlega ekki látið lögregluna handtaka fjölda fólks, því það er búið að skera svo mikið niður í löggæslumálum.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 22:42

5 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Góður vinkill Nonni.

Óskar Sigurðsson, 18.1.2011 kl. 23:00

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Óskar minn.

Jón Ríkharðsson, 18.1.2011 kl. 23:33

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vel á minnst: snobb. Einn stjórnmálaleiðtoga höfum við átt sem var gersneyddur snobbi, kom alltaf eins fram við alla, háa sem lága, Sævar Cieselski og Bill Clinton. Það var að sjálfsögðu Foringinn sjálfur, Davíð Oddsson.

Baldur Hermannsson, 18.1.2011 kl. 23:36

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Rétt Baldur, og Bjarni heitinn Benediktsson. var Gæðamaður!!

 Ég er Sammála þér Jón!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.1.2011 kl. 00:01

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er rétt hjá þér Baldur, mig langar að deila með ykkur einni frásögn kunningja míns sem hitti Davíð eitt sinn í Valhöll.

Þessi kunningi minn er flokksbundinn sjálfstæðismaður en hefur lítið verið virkur innan flokksins.

Eitt sinn datt honum í hug að kíkja á laugardagsfund í Valhöll, þar sem Davíð var að ræða eitthvað mál, en hann var þá forsætisráðherra og formaður flokksins.

Þessi vinur minn er trésmiður og hann mætti í vinnugallanum, því hann var að vinna þennan dag, þannig að hann hefur ekki verið hreinn og strokinn í þetta skiptið.

Eftir fundinn stóð þessi vinur minn upp við vegg, hann var eiginlega að hugsa um að fara út. Þá sér hann að Davíð gengur í áttina til hans, vini mínum fannst ólíklegt að Davíð vildi tala við sig, en samt gekk Davíð að honum, rétti fram hönd sína og sagði; "blessaður, ég hef ekki tekið eftir þér áður", hinn sagðist ekki hafa vanið komur sínar í Valhöll þótt hann hefði verið flokksbundinn lengi. Davíð sagði honum skemmtisögur af hinu og þessu og þegar Davíð var í miðri sögu kom Kjartan Gunnarsson þar að og hnippti í hann.

Davíð brást hinn versti við og sagði við Kjartan; "hvað er þetta Kjartan, sérðu ekki að ég er að tala við manninn". Þá baðst Kjartan afsökunar og þeir kláruðu spjallið, Davíð reyndist hafa heilmikinn áhuga á að forvitnast um byggingariðnaðinn osfrv.

En vinstri mennirnir trúa þessu örugglega ekki en þessi saga er dagsönn, þessi vinur minn fer aldrei með fleipur.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 00:14

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Eyjólfur, bjarni heitinn þótti mikill heiðursmaður af öllum þeim sem þekktu hann.

Þótt við höfum átt mistæka leiðtoga stundum í sögu flokksins, þá voru þeir allir heiðarlegir og góðir menn.

Um það eru allir sammála, jafnvel þótt það séu ekki sjálfstæðismenn.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 00:16

11 Smámynd: Baldinn

Þetta er ótrúlega kristinn samkoma hér.  Davíð talaði við smið,  þetta er alveg stórmerkilegt.  Og Jesús var smiður og þá er Davíð að sjálfsögðu orðinn Guðlegur.  Mikið er gott að geta lesið svona Bloggfærslur.

Amen

Baldinn, 19.1.2011 kl. 09:43

12 Smámynd: Baldinn

" Heiðarlegir og góðir menn" segir þú.   Lét ekki Bjarni hlera síma pólitískra andstæðinga sinna.  Varla getur það talist kristilegt.

Baldinn, 19.1.2011 kl. 09:46

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Bjarani lét hlera símtöl þjóðhættulegra manna. Lesið nýju bókina hans Þórs Whiteheads. Íslenskir kommúnistar lærðu hernað og manndráp austur í Rússlandi. Þeir lærðu að skjóta fólk með skammbyssum.  Þeir hugðu á valdarán. Það hefði ekkert veitt af því að hlera alla þessa andskota.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 10:03

14 Smámynd: Baldinn

Þú meinar þá Bjarni að þessir menn hafi ekki átt rétt á sínum skoðunum af því að Bjarni hafði réttu skoðanirnar.  Síðan voru líka þarna menn sem vissulega voru vinstrisinnaðir en geta varla hafa talist hættulegir.  Reyndar er þetta hálf slappur málflutningur hjá þér Baldur, þú notar sömu rök og fyrrum dómsmálaráðherra notaði þegar hann var að verja föður sinn.

Gætu þá ekki alveg eins vinstri menn hafa talið Bjarna hættulegan vegna teingsla hans við Bandaríska sendiráðið.  Hvar eiga mörkin að liggja.  Bjarni braut lög með þessum hlerunum.

Baldinn, 19.1.2011 kl. 10:21

15 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Brynjar, þetta er svo sem ekkert sérstaklega á kristilegum nótum, en vissulega er ég hallur undir kristna trú.

Ég get sagt þér það, að Davíð álít ég ekki vera neitt merkilegri mann heldur en gengur og gerist.

Hann hefur góða leiðtogahæfileika og honum gekk vel að koma góðum málum í gegn, hann átti líka sína slæmu daga í starfi eins og allir.

Það er ekki hægt að vera mörg ár í krefjandi starfi án þess að gera handvömm.

Frásögnin um Davíð var bara til að sýna fram á að hann hafi verið ólíkt alþýðlegri en Jóhanna, en þú hefur lesið eitthvað allt annað út úr þessu heldur en ég meinti.

Svo er það með símahleranirnar.

Á þessum tíma vöknuðu upp grunsemdir þess efnis, að vissir vinstri menn vildu búa til álíka samfélag og var í Sovétríkjunum sálugu. Til að koma í veg fyrir það, þá var tekin sú ákvörðun að fylgjast með ákveðnum mönnum sem lágu undir grun er vörðuðu fyrrgreind atriði.

Annars er ákaflega erfitt að rannsaka svona mál, vegna þess að þeir sem hlut áttu að máli eru allflestir horfnir úr þessum heimi og ekki eru boðleiðir greiðar í dánarheima eins og þú væntanlega veist.

Þetta voru svolítið sérstakir tímar og vont fyrir okkur að skilja þá til fulls sem ekki lifðum þá.

En ekkert hef ég heyrt annað um Bjarna en að hann hafi verið prýðis maður, þú hefur kannski einhverjar upplýsingar um annað, aðrar en þessar um margra áratuga gamlar símahleranir, sem hægt er að hártoga fram og til baka án þess að fá niðurstöðu.

Ekkert hefur komið fram þess efnis, með óyggjandi hætti að Bjarni hafi brotið lög. Það þykir frekar ódrengilegt að bera upp sakir á dáið fólk, án þess að mjög haldgóður rökstuðningur liggi að baki, í þessu máli hefur enginn dómur fallið, ennþá a.m.k.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 10:41

16 Smámynd: Baldinn

Sæll Jón.  Það er alveg rétt hjá þér að þetta voru öðruvísi tímar.  Nú man ég ekki betur en að ekki hafi verið dómsúrskurður vegna þessara hleranna.  Þá er það skírt lögbrot.  Ef dómsúrskurður var fyrir þessum hlerunum að þá hefur hann verið byggður á ættluðum skoðunum þessara manna sem hlýtur þá að vera mjög vafasamt.  Þessar símhlerannir stóðu í fleirri ár og hvar er réttur þeirra hlerað var hjá.  Nú má vel vera að einhverjir af þeim sem hlerað var hjá hafi viljað hér Sovéskt Ísland en er það þá ekki þeirra réttur í frjálsu þjóðfélagi að hafa sínar skoðanir.  Bók Þórs Whiteheads er örugglega mjög fín en hún getur varla talist hlutlaus sagnfræði.

Baldinn, 19.1.2011 kl. 11:18

17 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Brynjar, þótt ég feginn vildi, þá get ég lítið tjáð mig um annað en heimildir sem vitnað hefur verið í, sem og ýmislegt sem hefur verið rætt og ritað í þessu efni.

Þekkt er samt sem áður, að þegar menn telja þjóðaröryggi stefnt í hættu, þá er oft gripið til ráðstafanna sem ekki eru í takt i við lög og reglur, svo réttlæta menn gjörðir sínar seinna og fá þá skar eða sýknudóm, allt eftir mati dómsaðila hverju sinni.

Ég get ósköp lítið í sjálfu sér tjáð mig um þetta mál, Bjarna kynntist ég aldrei og þess vegna verð ég að syðjast við frásagnir annarra af honum.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 12:59

18 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ríkinu er skylt að verja sig fyrir óvinum sínum. Við erum í NATO og Bandaríkin eru ekki óvinur okkar. NATO var stofnað til að verjast ágangi Rússa. Hér var allt morandi af Rússadindlum, mönnum sem voru óðfúsir að svíkja ættjörðina. Þeir fóru til Rússlands að læra að skjóta fólk með skammbyssum. Þeir höfðu ekki rétt til þess að hafa þessar skoðanir. Landráð er ólöglegt athæfi og ber að stöðva með öllum tiltækum ráðum.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 13:10

19 Smámynd: Baldur Hermannsson

Til samanburðar þá geta þess að barnaníðingar mega ekki sanka að sér barnaníði af netinu. Þótt þeir hafi ekki níðst á barni er sök þeirra ótvíræð. Þeir hafa viljann og löngunina. Íslenskir vinstri menn þráðu ekkert heitar en svíkja Ísland í klær Sovétríkjanna. Aðeins Bandaríkjaher og varfærni ráðamanna kom í veg fyrir það. Þeir voru hættulegir menn og hárrétt að njósna um þá.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 13:12

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Baldur minn, þú eiginlega sagðir það sem ég hefði átt að segja.

Ég er bara svo varkár, kannski óþarflega varkár, að ég á vont með að tjá mig um mál þegar ég hef ekki kynnt mér þau nægjanlega vel, ég á eftir að lesa þessar bækur sem þú vitnar í.

Baldur, ég sé að þú ert ansi fróður um þessi mál sem og önnur.

Ég minnist þess að hafa lesið að Hjörleifur Guttormsson hafi sagt við einhvern Sovétmann, eða hvort það var á fundi kommúnista, að það ætti að afnema frjálsar kosningar hér á landi, það væri hentugra að hafa alræði Kommúnismans.

Eftir því sem ég hef lesið, þá virðist þetta hafa verið nokkuð ríkjandi viðhorf hjá Kommúnistum á .þeim tíma sem um ræðir.

Einnig ræddu þeir um að taka ýmsa áhrifamenn úr röðum sjálfstæðismanna af lífi og fleiri sögur hef ég lesið um og heyrt, sem bera Kommúnistum fortíðar hryllilegt vitni.

Ég hef bara ekki viljað skrifa mikið um þetta, því ég man oft ekki hvar ég las hlutina og stundum er ég í vandræðum með að finna heimildir.

Það væri athyglisvert ef hægt væri að koma með allt varðansi þessa tíma fram í dagsljósið, þá meina ég byltingahugmyndir Kommúnista, þær voru æði svæsnar.

Og það er rétt, ég hef líka lesið það, að fulltrúar íslenska Kommúnistaflokksins lærðu vopnaburð og bardagaðferðir hjá Sovétmönnum.

Það þyrfti að koma þessu öllu á framfæri og ég hvet alla sem vit hafa á þessum málum, endilega að tjá sig.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 13:25

21 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sammála pistilhöfundi. Ógeðfellt snobb!

Haukur Nikulásson, 19.1.2011 kl. 13:39

22 Smámynd: Baldinn

Þetta er allt gott og blessað strákar og ekki hefði mig langað að búa í Sovét né hef nokkurn tíman stutt þeirra pólitík.  Þetta er þó ekki svona svart hvítt eins og þið tveir viljið af láta.  Baldur þú segir að við séum í Nató.  Kvöldið áður en Ísland gekk formlega í Nató voru fulltrúar frá Bandaríska sendiráðinu í kvöldheimsókn hjá þáverandi forsætisráðherra til að hafa áhrif á hans ákvörðun.  Ykkur finnst það eflaust hið besta mál en fyrir mig jaðrar það við landráð að taka svo mikilvæga ákvörðun í samráði við njósnara erlends ríkiss.

Ykkur líka finnst það í góðu lagi að pólitískur ráðherra taki um það ákvörðun að hlera síma hjá pólitískum andstæðingum sínum.  Hver á að ákveða um hvern má njósna ??.   Það er löngu vitað að það var hleraður sími hjá fólki sem hafði engin byltingaráform

 Baldur segir " Til samanburðar þá geta þess að barnaníðingar mega ekki sanka að sér barnaníði af netinu. Þótt þeir hafi ekki níðst á barni er sök þeirra ótvíræð. Þeir hafa viljann og löngunina. Íslenskir vinstri menn þráðu ekkert heitar en svíkja Ísland í klær Sovétríkjanna. Aðeins Bandaríkjaher og varfærni ráðamanna kom í veg fyrir það. Þeir voru hættulegir menn og hárrétt að njósna um þá."

Heldur þú virkilega Baldur að hér hafi verið fjöldi vinstrimanna sem ætlað að svíkja landið í hendur Sovét.  Þetta er bara barnalegur málflutningur í ætt við málflutning " Varins lands " hér í eina tíð sem hamraði endalaust á því að ef Bandaríski herinn færi frá landinu að þá myndi Sovét hertaka Ísland.  

Baldinn, 19.1.2011 kl. 13:59

23 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það var ekki barnalegur málflutningur, Brynjar, í Sovétríkjunum sálugu ríkti taumlaus útþenslustefna og kommarnir drógu enga dul á það heilaga markmið sitt að leggja alla veröldina undir kommúnismann og það hefðu þeir svikalaust gert ef lýðræðisþjóðir Vesturlanda hefðu ekki stofnað NATO. Mikið er fólk annars fljótt að gleyma.......

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 14:18

24 Smámynd: Baldinn

En Sovétmenn höfðu aldrei nein áform um að hertaka Ísland og þeir kommar á Íslandi sem vildu hér Sovéskt samfélag voru sárafáir.

Baldinn, 19.1.2011 kl. 14:42

25 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég er í engum vafa um að Sovétmenn hefðu hertekið Ísland ef það hefði verið varnarlaust. Annað eins og þúsundfalt gerðu þeir til að auka ríki stt, samanber innrásirnar í Ungó og Tékkó. Fjöldi íslenskra kommúnista gekk Keflavíkurgöngur til þess að koma bandaríska hernum úr landi og opna það fyrir Rússum. Landráðamenn, allir sem einn.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 14:57

26 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Brynjar minn, ég hald að þú hafir aðeins farið fram úr sjálfum þér núna.

Það er afskaplega hæpið að Bandaríkjastjórn hafi sent einhvern njósnara til að ræða við forsætisráðherra Íslands varðandi inngöngu í NATÓ, það er eiginlega útilokað.

Hins vegar er ekki ósennilegt að fulltrúi Bandaríska sendiráðsins hafi rætt málinn við hann og útlistað gangsemi þess fyrir Ísland að ganga í NATÓ.

Það þykir ekkert óeðlilegt við það í samskiptum ríkja, að menn hafi áhrif hver á annan, svoleiðis ganga samningar einfaldlega fyrir sig.

Enda varð það okkur til mikillar gæfu að vera hliðhollir Bandaríkjamönnum, við græddum vel á veru varnarliðsins og fengum meiri pening út úr Marshall aðstoðinni en okkur raunverulega bar, þannig að ég vil þakka þeim góða Bandaríkjamanni sem ræddi við forsætisráðherra umrætt kvöld, hafi forsætisráðherrann verið tregur til, þá má segja að sendifulltrúinn hefði átt skilið að fá fálkaorðuna fyrir framtak sitt.

Það er næstum fullsannað mál, að Sovétmenn vildu yfirtaka landið.

Lega þess var mikilvæg fyrir Sovétríkin og Bandaríkin eins og menn vita.

 Hvers vegna ætli Sovétmenn hafi styrkt Kommúnista með hinum ýmsu fjárframlögum og boðið fulltrúum hans til sín, oftar en einu sinni.

Ég efast um að það hafi verið af einhverri manngæsku, enda voru kommarnir í Rússlandi þekktir fyrir flest annað en mannkærleik eins og þekkt er í dag.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 14:59

27 Smámynd: Baldinn

Þú ert sjúkur maður Baldur, ég óska þér góðs bata og als hins besta.

Baldinn, 19.1.2011 kl. 15:00

28 Smámynd: Baldinn

Jón.  það eru engin gögn til um þetta í skjalasafni Sovét.  Þeir réðust aldrei inn í land sem ekki átti landamæri að þeim.  Þið bara bullið út frá einhverjum tilfinningum og hafið ekkert fyrir ykkur í því sem þið segið.

Ef fulltrúi frá sendiráði Sovét hefði verið í kvöldheimsókn hjá forsætisráðherra þá hefði hann örugglega verið kallaður njósnari.

Hvað haldið þið að 120 starfsmenn Sovéska sendiráðsins á Íslandi og 110 frá því Bandaríska hafi verið að gera á Íslandi annað en njósna og reyna að hafa áhrif á ráðandi stétt.

Og Baldur maður les ekki bara Þór Whitehead og heldur að maður viti allt.  Jón Ólafsson prófessor fékk aðgang að fullt að skjölum og fann ekkert sem bennti til þess að Sovét hefði ætlað að hertaka Ísland. 

Baldinn, 19.1.2011 kl. 15:10

29 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, ég var hjá tannlækni áðan en það kallast ekki að vera sjúkur. Ég hef heldur ekki trú á því að þú sért sjálfur verulega sjúkur ..... greinilega ertu frekar treggáfaður og veruleikafirrtur, en sjúkur .... nei það held ég ekki.

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 16:38

30 Smámynd: Baldur Hermannsson

Brynjar, auðvitað fann Jón Ólafsson engar vísbendingar um að Rússar hefðu ætlað sér að taka Ísland ...... Ísland gekk í NATO og innrás í landið hefði kostað nýja heimsstyrjöld. Aðildin að NATO bjargaði okkur úr klóm rússneska bjarnarins. Þetta er augljóst en ég veit samt að þú skilur það ekki. Hvernig er eiginlega að vera svona vitlaus?

Baldur Hermannsson, 19.1.2011 kl. 16:40

31 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það kann að vera rétt hjá þér Brynjar, menn eiga ekki að lesa bara eitthvað eitt og fullyrða út frá því.

Ég er sannfærður um að Baldur gerir það ekki, hann hefur fín rök máli sínu til stuðnings.

Annars er Baldur maður til að verja sig sjálfur, þannig að ég ætla að snúa mér að því sem að mér snýr.

Það er óþægilegt að hafa ekki haldbærari rök en ég hef nú, ég þarf eingöngu að nota þá skynsemi sem mér var gefinn og láta viljuga heilann minn rifja upp ýmislegt sem ég hef lesið í gegn um tíðina.

En skynsemi mín og annarra er gloppótt á köflum og heilinn oft þreyttur á stöðugu áreiti, því ég læt hann stundum grufla svo mikið, en samt ætla ég að leitast við að rökstyðja mitt mál, fyrst ég er byrjaður á því.

Eins og ég hef áður sagt, þá var lega landsins hernaðarlega mikilvæg fyrir Bandaríkjamenn og Rússa, það er á hreinu.

Einnig er þekkt, með nokkurri vissu, miðað við samtöl við marga menn ásamt tilvitnun í ýmis gögn, að Sovétmenn sýndu íslendingum mikla vináttu.

Vinátta ríkja er sjaldan ókeypis eins og allir vita, það hangir alltaf eitthvað á spýtunni.

Kommúnistar tóku við peningum frá Rússum, það er nokkuð öruggt miðaða við það sem fróðir menn segja, þótt deilt sé um upphæðir, einnig var íslenskum kommum oft boðið til Sovétríkjanna.

Vitanlega voru Bandaríkjamenn að koma sínum málstað á framfæri hér á landi, allar þjóðir gera það sem vilja teljast þjóðir meðal þjóða. Forseti vor og ráðamenn voru að kynna ágæti Íslands út um allan heim eins og þú manst.

Ennþá hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að við höfum haft gott af samskiptum okkar við Bandaríkjamenn.

En ef við hefðum opnað faðminn fyrir Sovétmönnum, þá er nú hætt við að margt væri hér öðruvísi í dag.

Það er eiginlega kjarninn í þessari umræðu að mínu mati.

Jón Ríkharðsson, 19.1.2011 kl. 17:30

32 Smámynd: Baldinn

Sælir strákar.   Baldur þú sagðir " Fjöldi íslenskra kommúnista gekk Keflavíkurgöngur til þess að koma bandaríska hernum úr landi og opna það fyrir Rússum. Landráðamenn, allir sem einn.

Þetta var nú sjúka athugasemdin.  Ef einhver mótmælir veru Bandaríska hersins á Íslandi að þá er hann landráðsmaður og vill Sovéska herinn í staðinn.  Þetta er svo heimskt að þessu er ekki svaravert.

Baldinn, 19.1.2011 kl. 22:39

33 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Strákar" Ég held við komumst ekki lengra með þetta mál. Það hefur aldrei verið hægt að rökræða við VG menn,. þeyr sjá ekki fram fyrir nefið á sér, og það eru bara fífl í kringum þa´að þeirra mati.!!!! KV Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 20.1.2011 kl. 00:37

34 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Eyjólfur minn, þú átt sennilega kollgátuna í þessu máli eins og í mörgum öðrum.

Jón Ríkharðsson, 20.1.2011 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband