Upp úr skotgröfunum.

Því miður hefur svonefndur "skotgrafahernaður" einkennt hina pólitísku umræðu allt of mikið.

Að mínu viti hafa vinstri menn farið þar framarlega í flokki, allavega á síðustu árum. Þeir skammast út í sjálfstæðismenn og halda því fram að þeir hafi skapað allt hið neikvæða í íslensku samfélagi, en þeir hins vegar ávallt leitast við að bæta hag almennings.

Ef litið er yfir söguna, þá stenst þessi fullyrðing ekki.

Ef fólk gefur sér örlítinn tíma, þá er hægt að nálgast ansi víða yfirlit, yfir ríkisstjórnir þær sem setið hafa frá lýðveldisstofnun.

Ef menn taka niður flokksgleraugun og lesa það sem stendur í þeim upplýsingum, þá verða þeir þess fljótt varir, að vinstri flokkarnir voru ansi oft í ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum og það kom líka fyrir, ekki oft reyndar, að sjálfstæðismenn voru utan ríkisstjórnar.

Þannig að hafi vinstri menn verið svona óhressir með gjörðir sjálfstæðismanna, þá var þeim í lófa lagið að færa samfélagið að sinni stefnu.

En aldrei breyttu þeir neinu sem máli skiptir, yfirleitt var haldið áfram á svipaðri vegferð og áður.

Þótt vont sé að fullyrða um ástæður sem liggja að baki þegar t.a.m. einhver er ráðinn í embætti, þá má glöggt sjá tilhneigingu allra flokka til að hygla sínum mönnum umfram aðra.

Ekki sést mikill munur á hag alþýðu landsins, hvort heldur ríkti hér ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða án hans. 

Það væri ágætt ef vinstri menn væru tilbúnir til að ræða stefnur á vitgrænum grunni og sleppa óhróðri um persónur og hætta þeim hvimleiða kæk að saka pólitíska andstæðinga um glæpi eða það, að vinna gegn hag alþýðu þessa lands.

Ég get sagt það af fullri hreinskilni, að þótt ég hafi oft ritað hart gegn núverandi forystumönum þjóðarinnar, þá ber ég engan kala til neins innan ríkisstjórnarinnar. Þau hafa ekki gerst sek um glæpi né neitt sem stríðir gegn lögum.

En ég áskil mér þann rétt að gagnrýna störf þeirra, á málefnalegan hátt að sjálfsögðu.

Og þótt ég tali um klaufahátt þeirra, þá eru það ekki persónulegar árásir, heldur mín bjargfasta skoðun þess efnis, að vinstri menn kunna ekki að stjórna. En ég er opin fyrir umræðu um þá skoðun mína, a málefnalegum nótum.

Opin og víðsýn umræða, án þess að svívirða persónur, er besta leiðin til farsældar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband