Er þetta allt sjálfstæðismönnum að kenna?

Málflutningur vinstri manna hefur gengið hvað mest út á það, að kenna sjálfstæðismönnum um allt sem miður fer.

Það er afskaplega ódrengilegt af þeim, því þeir geta ekki, með nokkru móti, fríað sig ábyrgð á stjórn landsins.

Ef sanngirni er gætt, þá má vissulega þakka þeim fyrir hlut sinn í því, að Ísland stendur eins vel að vígi og raun ber vitni, þrátt fyrir ungan aldur þjóðarinnar og hið mikla hrun sem varð hér á landi haustið 2008.

Það hefur komið fram áður, að sjálfstæðismenn hafa verið í ríkisstjórn heil fimmtíu og þrjú ár frá því lýðveldið var stofnað, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá verið valdalaus í fjórtán ár alls.

Ef við tölum um Alþýðuflokk og Alþýðubandalag sem vinstri flokkanna, ásamt forverum Alþýðubandalagsins, þá hafa þessir flokkar verið hluti af ríkisstjórn landsins í fimmtíu og tvö ár.

Það er nú allur munurinn á þessum flokkum, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins eitt ár fram yfir vinstri flokkanna í ríkisstjórn.

Ef vinstri flokkarnir segja að þeir hafi aldrei ráðið neinu meðan þeir voru í ríkisstjórn, þá hljóta þeir að vera til lítils gagns í pólitík.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband