Hvenær ætla vinstri flokkarnir að hætta að klúðra málum?

Nú eru liðin tvö ár frá því að Sjálfstæðisflokkurinn fór frá völdum, þannig að ekki er lengur hægt að kenna honum um.

Samt eru mörg fordæmi fyrir þessari áráttu vinstri stjórna, að klúðra og kenna sjálfstæðismönnum um.

Hver man ekki eftir R-listanum?

Hann var við völd í tólf ár og allan tímann þóttust þau vera að "taka til eftir íhaldið", með því að hækka öll gjöld sem og skatta á borgarbúa.

Og snarauka skuldir um mörg hundruð prósent.

Sjálfstæðismönnum tókst þó að minnka skaðann með því að láta bankanna falla í stað þess að dæla í þá stórfé eins og t.a.m. Írar gerðu.

Svo þegar Írar og Bretar eru búnir að segja í sínum fjölmiðlum að íslendingar hafi farið rétt að og þeir sjálfir gert stór mistök, þá tekur fjármálaráðherrann sig til og gerir sömu mistökin og Írar og Bretar.

Það er verið að dæla fé í sparisjóðina, Sjóvá, jafnvel þótt þjóðin þurfi ekki á þessum félögum að halda.

Það ætti að vera nóg að hafa einn til tvo banka til að sinna fjármálastarfsemi fyrir þetta litla samfélag.

Einhvers staðar kom fram að það væri búið að dæla níutíu milljörðum í hin og þessi björgunarverkefni ónauðsynlegra fyrirtækja á sama tíma og það er verið að skera niður einhverja þrjá milljarða í heilbrigðiskerfinu.

Ef Steingrímur hefði sleppt þessum fjáraustri í ónýt fyrirtæki, þá hefði sennilega verið hægt að hlífa þeim hluta þjóðarinnar sem á við sjúkdóma að stríða.

Er það kannski misminni hjá mér, að Steingrímur hafi sagst ætla að stofna hér á landi Norræna velferðarstjórn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband