Borgarstjóranum leiðist minnihlutinn.

Borgarstjóri Reykjavíkur lét þess getið að honum þætti leiðinlegt að hlusta á minnihlutann í borgarstjórn.

Að hans mati er pólitíkin þurr, flókin og hundleiðinleg, hann er líka að vinna í því að fá annan borgarstjóra til að sinna því sem að pólitík snýr.

Svo er alveg óvíst að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að setja það göfuga markmið á oddinn að flytja ísbjörn hingað til lands, en það mun að sögn borgarstjórans, stórauka ferðamannastraum hingað til lands.

Svo eru sjálfstæðismenn stöðugt með einhver leiðindi út í hann, jafnvel þótt hann sé margbúinn að gefa það út, að hann sé ekkert í borgarmálunum til að ástunda pólitík.

Sjálfstæðismenn skilja það ekki, þótt hann hafi margoft tekið það fram, að hann er bara þarna til þess að hafa örugga afkomu, hann þarf jú að sjá fyrir fjölskyldu.

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn þekkja ekki hverslags líf það er, að vera listamaður og þurfa stöðugt að vera að finna sér ný verkefni. Það er nefnilega fínt að vera borgarstjóri, þá hefur maður öruggar tekjur í heil fjögur ár og getur þar af leiðandi einbeitt sér betur að listsköpun, því þá eru fjárhagsáhyggjur ekki að loka huganum fyrir hinni skapandi listagyðju.

Hann er búinn að leitast við að vera skemmtilegur og næs við sjálfstæðismenn, segja þeim brandara osfrv., en þeim er alveg sama.

Það eina sem þetta lið hugsar um er pólitík og aftur pólitík.

Hann er nefnilega einn af nokkrum einstaklingum í íslenskri pólitík sem var kosinn til að gegna starfi stjórnmálamanns án þess þó að vera stjórnmálamaður.

Einhvern tíma átti gamall afdalabóndi að hafa sagt; "ja hún er skrítin tík þessi pólitík".

Skyldi þessum ágæta manni hafa dottið til hugar, að pólitíkin ætti eftir að vera svona skrítin, eins og hún er á íslandi í dag?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Og nú er hann að fara að framleiða sjónvarpsþætti sem eiga, að sögn, að vera skemmtilegir. Skyldi borgarstjóraferill hans spilla eitthvað áhorfinu? Spyr sá sem ekki veit.

Hann ætlar heldur ekki að taka nein laun fyrir þessa þáttagerð. En skyldi hann fá betri umfjöllun og fríar auglýsingar fyrir næstu kosningar hjá Baugsmiðlunum? Spyr sá sem ekki veit.

Emil Örn Kristjánsson, 21.1.2011 kl. 12:27

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Emil minn, hann hefur væntanlega nógan tíma til að sinna þáttagerðinni.

Ég get svarað því játandi, varðandi það, að borgarstjóraferillinn spilli áhorfinu. Mér þótti hann stundum fyndinn, Lýður Oddsson var ágætlega heppnaður hjá honum, Georg Bjarnfreðarson sömuleiðis.

En eftir að hann varð borgarstjóri, þá er ég hættur að geta kreist fram bros, sama hvað hann gerir.

Ég er einfaldlega komið með nóg af honum, þetta borgarstjórnardæmi hans er út í hött.

Jón Ríkharðsson, 21.1.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband