Steingrímur Joð er gæðablóð.

Það hefur komið í ljós, að Steingrímur Joð er maður góðhjartaður mjög, en stórlyndir menn eins og hann, eru oft "ekki allra" eins og stundum er sagt.

Hann ákvað af góðmennsku sinni að setja nokkra milljarða af almannafé til þess að bjarga Sjóvá, enda var félagið í bölvuðu basli, þannig að ekki veitti þeim nú af hjálpinni.

Svo tók seðlabankastjóri sig til og seldi hluta af eign ríkisins í tryggingafélaginu, kom þá í ljós að hluti peninga þeirra sem fjármálaráðherrann af góðmennsku sinni setti í félagið, var nú glatað fé.

Fjölmiðlar spurðu ráðherrann hugumstóra um þessa glötuðu milljarða og hann svaraði því til, að það mætti bara alls ekki láta það gerast ,að keyra eitt af stærstu tryggingafélögunum í þrot.

Vissulega vel meint, en sökum þreytu af völdum krefjandi starfa, gerast oft mistök hjá flestum.

Hann ætlaði vissulega að slá skjaldborg um heimilin í landinu, en alveg óvart, hefur hann slegið þéttri skjaldborg utan um auðmenn þessa lands.

Þessi hvimleiðu mistök hins alþekkta gæðablóðs, ættu að vera öðrum víti til varnaðar.

Það borgar sig ekki að velja sér starf sem er langt umfram getu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gunnarsstaða-Móri lærði bara ekkert í hagfræði og fjármálum í JARÐFRÆÐINNI í gamla daga og til að bæta GRÁU ofan á SVART er hann með sem sinn helsta ráðgjafa í efnahagsmálum FYRRVERANDI SKATTSTJÓRA og gallharðan aðdáanda hins MIÐSTÝRÐA HAGKERFIS RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA, en HRUN þessara ríkja og efnahagsstefnu þeirra, hefur einhverra hluta vegna farið framhjá þessum manni.  Hvernig í ósköpunum geta menn reiknað með að nokkuð gott geti komið frá svona mönnum?????????

Jóhann Elíasson, 22.1.2011 kl. 19:52

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki frá mér allavega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2011 kl. 20:04

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

þakka ykkur fyrir athugasemdirnar Jóhann og Ásthildur Cesil.

Ég er vissulega alveg sammála ykkur báðum, ég átti aldrei nokkurn tíma von á neinu góðu frá Steingrími.

En svona ykkur að segja, þá bjóst ég ekki við að hann yrði svona góður við auðmennina, því hann hefur nú sjaldan talað hlýlega um þá sem eiga eitthvað undir sér.

En það virðist bara vera þannig, að ekkert er að marka neitt af því sem þessi maður hefur sagt.

Jón Ríkharðsson, 22.1.2011 kl. 20:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama ég var þokkalega sátt við það þegar þessir flokkar stóðu saman að ríkisstjórn, en þvílík vonbrigði sem það varð.  Fyrstu mistök Jóhönnu voru að slá þjóðina á vangann með brölti sínum um inngöngu í ESB.  Í stað þess að virkja þjóðina á bak við sig með því að setja púlsinn á þau mál sem brunnu á, klauf hún þjóðína í fylkingar með þessari ESB áráttu sinni.  Það hefur reynst þjóðinni dýrkeyptara en við gerum okkur grein fyrir.  Það kemur í hlut þjóðfélagsrýna framtíðarinnar að fást við það.  En það er nokkuð ljóst að þar mun Jóhanna og Össur og líka Steingrímur fá sína refsingu þó þau fari jafnvel ekki fyrir dómstóla, þá mun skömm þeirra fest á spjöld sögunnar sem mestu svikara við íslenska þjóð.  Málið er að við vissum um Sjálfstæðísflokk og Framsókn og treystum þeim ekki, en hin fóru undir fölsku flaggi inn í kosningar og sérstaklega VG má virkilega skammast sín fyrir að hafa svikið öll sín konsningaloforð.  skömm forystu þeirra er því mikil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2011 kl. 21:50

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ásthildur Cesil, sammála þér að flestu leit, nema ég er ægilega mikill sjálfstæðismaður, þótt ég geti fallist á að þeir gerðu stór mistök á umliðnum árum.

Jón Ríkharðsson, 22.1.2011 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband