Það eina sem dugar er, sjálfstæðisstefnan til endurreisnar.

Það sem sjálfstæðisstefnan boðar, hlýtur að höfða til allra þeirra, sem hugsa um hagsmuni lands og þjóðar.

Það er raunar til hópur nokkurra sérvitringa hér á landi, sem vilja njörva allt niður í ríkisforsjá og hækka álögur á þá sem eiga of mikið af peningum, að þeirra mati, og vilja eitthvað annað en það sem getur byggt upp atvinnu og eflt gjaldeyristekjur þjóðarinnar.

"Stétt með stétt" er ein af mikilvægustu stoðum Sjálfstæðisflokksins. Það hafa flestir heyrt að, en fáir skilið það.

Stétt með stétt þýðir það einfaldlega að allar stéttir landsins eiga að vinna saman. Þetta skilur okkur frá vinstri flokkunum, en þeir hafa lengi talið fólki trú um að þeir, sem sköpuðu fólki atvinnu, vildu helst að allir lifðu við sult og seyru, sem hjá þeim starfa.

Vinstri flokkarnir hreinlega boða átök milli stétta, en svoleiðis átökum hafa engu skilað.

Eina tilraun sem gerð hefur verið í átt þessa góða grunnstefs sjálfstæðisstefnunnar, er þjóðarsáttin fræga og það var ávísun á góðæri til margra ára.

En það sem ergir fólk varðandi Sjálfstæðisflokkinn, eru aðallega þeir sem valist hafa á þing fyrir hans hönd.

Ekki skal lagður dómur á persónur, enda er ég fylgismaður Sjálfstæðisflokksins, en ekki endilega talsmaður þeirra sem á þingi eru, þótt ég sé nú á þeirri skoðun, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu einna skástir í flórunni á þingi um þessar mundir.

Reyndar verð ég að viðurkenna að framsóknarmenn hafa sýnt flotta takta, en þingmenn hinna flokkanna eiga ekki upp á pallborðið hjá mér.

Þetta á ekki að snúast um persónur heldur um stefnur og áheyrslur. Það þarf að efla og styrkja Sjálfstæðisflokkinn, hægri menn þurfa að þjappa sér saman á einn stað. Svo er alltaf hægt að skipta um mannskap og endurnýja ef fólki sýnist svo.

Sjálfstæðisflokkurinn er opinn og lýðræðislegur flokkur, þar sem menn berjast fyrir sínum hugsjónum og jafnvel hafa forystuna undir ef því er að skipta.

En við sjálfstæðismenn erum ekki alltaf að tala um þetta, því okkur finnst þetta sjálfsagt og eðlilegt, að meirihlutinn fái að ráða.

Ef fólk vill efla útflutninginn, en það er víst forsemda þess að við getum lifað hér á landi, þótt vinstri mönnum sé sú staðreynd, af einhverjum ástæðum,algerlega hulin,þá er Sjálfstæðisflokknum best treystandi til þess.

Það skal tekið fram að ekki er verið að tala um persónur sem tengjast flokknum. Menn bæði koma og fara og þeir sem eru á þingi í dag koma til með að hverfa héðan í fyllingu tímans. En Sjálfstæðisstefnan og flokkurinn lifir þá alla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Aldeilis prýðilegur pistill hjá þér, Jón, eins og svo oft áður. Ég hef raunar ekki síst kosið Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að hvað sem líður uppátækjum misviturra þingmanna og (einkum í seinni tíð) borgarfulltrúa flokksins, þá eru hinir svo miklu, miklu verri. Ég nota með öðrum orðum útilokunaraðferðina.

Eins og þú segir réttilega er flokkurinn allra stétta og að mínu mati eins konar eyja sæmlilegra heilbriðgrar skynsemi í hafsjó heimsku og vinstri kjánaskapar, kjánaskapar sem náði nýlega nýjum hæðum með kosningu Jóns Gnarr í borgarstjórastól. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.1.2011 kl. 14:10

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Vilhjálmur.

Ég er sammála þér með þetta, þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru vissulega mistækir á stundum, en vegna sjálfstæðisstefnunnar eru meiri líkur á að þeir rati rétta braut en aðrir.

Veistu það Vilhjálmur, kosning Jóns Gnarr er að mínu viti það alheimskulegasta sem kjósendur hafa gert til þessa og er þá af mörgu að taka.

Ég vona að botninum í heimskunni hér á landi sé náð, þótt maður geti aldrei verið viss.

Hugsaðu þér, eftir að hafa horft á Jón Gnarr og fylgst með honum í gegn um árin, hverjum hefði dottið til hugar að hann ætti eftir að verða borgarstjóri, ég bara skil þetta alls ekki.

Og Jóhanna orðin forsætisráðherra, þetta eru undarlegir tímar hjá okkur íslendingum í dag.

Jón Ríkharðsson, 24.1.2011 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband