Leiðir til endurreisnar.

Eftir margra ára góðæri og tiltölulega áhyggjulaust líf hjá íslenskri þjóð er nú komin kreppa.

Í stað þess að takast á við vandann með bjartsýni og þor að leiðarljósi, þá láta menn reiðina ná tökum á sér og tefja þar með endurreisnina umtalsvert. Íslendingur er vissulega vorkunn að vissu leiti, því við höfum óttalega vesalinga í hlutverki leiðtoga þjóðarinnar sem draga kjark úrfólki frekar en að auka hann.

Það er almennt vitað að vinstri flokkarnir voru byggðir upp af reiði, þannig að ólíklegt er að bjartsýni og kjarkur komi úr þeirri átt.

Við þurfum að nýta okar auðlyndir, hvetja fólk til að leggjast á árar og róa lífróður að landi. Við þurfum aukinn gjaldeyri, eins og sjálfstæðismenn hafa margoft talað fyrir daufum eyrum stjórnarliða. Fyrst og fremst þarf að nýta sköpunarkraftinn og dugnaðinn sem í hinum almenna borgara býr.

En ríkisstjórnin leitast við að kippa fótum undan útgerðinni, vegna þess að hún græðir um of að hennar mati, en lítur ekki til þess að útgerðin, þrátt fyrir minnkandi aflaheimildir, hefur þó verið að koma með 200. milljarða inn í landið, í beinhörðum gjaldeyri.

Svo tala þau niður álfyrirtæki sem eru að koma með 173. milljarða inn í landið.

Þessar tvær burðarstoðir efnahagslífisins koma með samtals 373. milljarða í landið á síðasta ári. Samt er stjórnarliðum eitthvað í nöp við þessar greinar.

Ef einhver skynsemisglóra væri í núverandi ríkisstjórn, þá myndu þau gera allt sem hugsast gæti, til þess að styrkja þessar greinar og leyfa þeim að blómstra í friði.

Leiðin til endurreisnar er ekki að stofna til stjórnlagaþings, þeim peningum er betur varið til að verja velferðarkerfið, hún er ekki heldur í því fólgin að sækja um aðild að ESB, því mörg ríki innan þessa ágæta bandalags eru ekki í minni vanda en íslendingar.

Auk þess kostar umsóknarferlið stórfé, en þeim peningum væri betur farið til að verja hagsmuni þeirra sem höllum fæti standa.

Leiðir stjórnarliða til endurreisnar virka ekki, þess vegna þarf nýtt fólk til valda og nýja stefnu, sjálfstæðisstefnuna.

Það þarf að virkja allar auðlyndir sem hægt er og hámarka arðsemi útflutningsveganna allra.

Þjóðin þarf að vinna sig út úr reiðinni, því hún er eitt það mesta eyðileggingarafl sem þekkt er í víðri veröld.

Bjartsýni, starfsgleði, áræðni og þor, við þurfum sárlega á því að halda núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

"þjóðin þarf að vinna sig út úr reiðinni" segir þú Jón - með Jóhönnu óstjórnina hangandi í stjórnarráðinu gegn þjóðarhag - er gott að þjóðin skuli vera reið - Reiðin er bjargráð þjóðarinnar - gegn kúgun og valdníðslu Jóhönnu óstjórninni. 

Benedikta E, 24.1.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir innlitið Benedikta E.

Þarna er ég þér algerlega ósammála, reiðin gerir ekkert nema ógagn.

Allt sem ég hef skrifað um hin ýmsu mál er aðgengilegt á þessari bloggsíðu, eins hef ég skrifað örlítið á Pressuna.

Af þeim skrifum má glöggt sjá, að ég skrifa ansi harkalega gegn ríkisstjórninni, því ég vill hana burt hið fyrsta.

En reiði gagnvart þeim er ekki til í mínum huga, ég er ekki reiður út í nokkurn mann. Við getum mótælt í orðræðu og skrifum, við getum verið á móti ýmsu því sem er að gerast og það er sjálfsagt að berjast hart til að ná sínu fram.

En umfram allt, án allrar reiði, því hún heftir skynsemina.

Sumir halda að ég hafi ekki efni á að segja neitt, því ég sé sjómaður og hafi góðar tekjur, þar af leiðandi skilji ég ekki líðan fólks sem hefur það mjög slæmt í dag.

Ég hef verið í þeim sporum að eiga ekki neitt, á góðæristímanum gerði ég mistök sem kostuðu mig margar milljónir osfrv.

Samt er ég ekki reiður og hef aldrei verið, þess vegna hef ég kannski náð að komast út úr öllum erfiðleikum á auðveldari hátt en ella.

Ég er jákvæður og bjartsýnn, sama hvað á gengur í efnahagslífinu, því ég veit að það koma betri tímar að lokum.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband