Loksins alvöru vinstri mennska.

Ungliðahreyfing VG ætlar boðar félagsmönnum sínum nám í stjórnmálaskóla sínum á næstu dögum og er ætlun þeirra, að kafa djúpt ofan í kenningar Karls heitins Marx. Einnig stendur eitthvað um Sovét, en óljóst er hvað það táknar.

Mér finnst það mikið hreinlegra fyrir vinstri menn að boða  hreina vinstri mennsku, þá veit fólk hvað það er að kjósa.

Vinstri menn hafa nefnilega verið á hálfgerðum flótta frá sinni stefnu og verið stöðugt að færa sig til hægri í sínum málflutningi. Þeir þykjast vera fylgjandi markaðsfrelsi að einhverju leiti og eru löngu hættir að boða alvöru jafnaðar og vinstri mennsku.

Verk ríkisstjórnarinnar eru aftur á móti með alvöru vinstri formerkjum, þótt hún viðurkenni það ekki til fulls.

Ríkið höndlar með stórfyrirtæki og lætur þau af hendi til aðila sem hún velur sjálf, án opins útboðs. Ríkið hefur jafnframt rekið fyrirtæki í harðri samkeppni við einkaaðila, sem er ekkert annað en rakinn óþverraskapur gagnvart þeim einstaklingum sem reka sín fyrirtæki af elju og dugnaði.

Sjaldan hefur ríkt eins mikil leyndarhyggja eins og eftir að ríkisstjórnin lofaði að hafa allt uppi á borðum.

En ungliðarnir ætla þó að gera kjósendum þann greiða að veita þeim skýra valkosti í kosningum.

Svo er bara að sjá hversu vel gengur að afla Kommúnismanum fylgis hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband