Bullið í Jóhönnu.

Hún segir að þjóðin krefjist stjórnlagaþings, samt var nú kjörsóknin ekki upp á marga fiska.

Margar yfirlýsingar voru gefnar af stuðningsmönnum stjórnlagaþings, einn kvað þetta dæmi um fávitahátt þjóðarinnar osfrv.

Ekki þótt mér nú flókið að kjósa, ég rölti á kjörstað til að taka þátt í þessari þvælu, vegna þess að ég hafði lofað ágætum vinum mínum að veita þeim atkvæðið mitt.

Ef maður lofar einhverju, þá er sjálfsagt að standa við það.

En þeir sem hlutu mitt atkvæði náðu ekki kjöri, enda ekki við því að búast því þetta eru hinir greindustu menn.

Ekki ætla ég samt að segja að þeir sem hlutu kjör hafi allir verið aular, vitanlega var þarna einn og einn með þokkalegu viti, en margir frambjóðenda eru nú afar sérstæðir að mínu mati, þótt ekki sé dýpra í árina tekið að sinni.

Sjónlagaþingið skiptir engu máli. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt það í vana sinn að hlusta eftir öðrum sjónarmiðum en sínum eigin, auk þess er stjórnlagaþingið ekki bindandi, þau pössuðu sig á því, ef ske kyni að eitthvað gáfulegt kæmi þar fram.

Svo er ég sammála Sigurði Líndal og fleiri lögspekingum, núverandi stjórnarskrá hefur virkað ágætlega til þessa.

Haldi einhver að öðruvísi stjórnarskrá hafi bjargað okkur frá kreppunni, þá hefur sá hinn sami afar sérstæðan skilning á lögum.

Enn og aftur, þá þurfum við gjaldeyri inn í landið, ég veit að ég virka staglkenndur þegar ég segi þetta, en þetta er samt satt, þótt það komist seint í höfuð þeirra sem öll völd í hendi sér hafa.

Stjórnlagaþing við núverandi aðstæður er ekkert annað en sóun á fé, sem betur væri komið hjá þeim sem líkn þurfa á að halda.

En þar sem stjórnarliðar virðast við ágæta heilsu, sem betur fer, þá geta þau illa sett sig í spor þeirra sem þjáningar þurfa að þola.


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ekki get ég talist íhald og sækist ekki eftir nýrri stjórnarskrá, ekki meðan EVRÓPU- og ICESAVE-STJÓRNIN er við völd.  Færa okkur hvað, Jóhanna??  Já, færið okkur frið fyrir Evrópuyfirganginum og frið gegn ICESAVE lögleysunni og ekki síst frið fyrir vitleysunni í ykkur. 

Elle_, 25.1.2011 kl. 19:19

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sammála þér Elle, gaman að sjá þig aftur.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 20:22

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hún staðfestir það að hún er orðin ELLIÆR en þar sem hún er búin að SKERA svo mikið niður í velferðarkerfinu er EKKI EFTIR NEITT ÚRRÆÐI FYRIR HANA.

Jóhann Elíasson, 25.1.2011 kl. 21:17

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég held að ég geti kvittað undir allt hér, og bætt því við að það er ekkert athugavert við núverandi stjórnarskrá.  Það þarf bara að fara eftir henni.

Sigríður Jósefsdóttir, 25.1.2011 kl. 21:17

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er góður punktur hjá þér Jóhann, hún er búin að eyðileggja velferðarkerfið að miklu leiti, en það bitnar ekki á henni.

Hún hefur það langa þingsetu að baki sem og talsverðan tíma sem ráðherra, þannig að við sjáum fyrir henni svo lengi sem hún lifir.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 21:37

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Hjartanlega sammála þér Sigríður, ég keypti mér stjórnarskrána í Hagkaup og tók hana með mér út á sjó.

Mér fannst hún bara ansi góð, sumt mátti kannski bæta varðandi orðalagið, en ekki nauðsynlegt að mínu mati.

Sigríður mín, við ásamt Sigurði Líndal og gáfuðustu einstaklingum þjóðarinnar erum sammála um það, að menn mætu kannski læra ögn betur á hana og fara oftar eftir henni.

T.a.m. viðbrögð Jóhönnu gagnvart þremenningunum sýna það, að hún þekkir ekki stjórnarskrána, en í henni stendur mjög skýrt, án alls vafa, að þingmaður er eingöngu bundinn af eigin sannfæringu, það er beinlínis stjórnarskrárbrot að þvinga þingmann til að kjósa gegn sinni sannfæringu.

Jón Ríkharðsson, 25.1.2011 kl. 21:41

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er nú gott og blessað að Íhaldið á fiskinn í sjónum!!!   http://www.youtube.com/watch?v=6XLOP2rMH5U&feature=related   Varla lýgur Sigurður? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2011 kl. 01:48

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Varðandi mína skoðun á stjórnlagaþinginu Jóna Kolbrún, þá snýst þetta má ekki um fiskinn í sjónum.

Mér finnst þetta óþarfa bruðl, ég er sáttur við stjórnarskrána og mér finnst peningunum hafa verið betur settir í velferðarkerfið.

Jón Ríkharðsson, 26.1.2011 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband