Hvað stóð á kjörseðlunum sem ekki var hægt að skilja?

Ögmundur fór mikinn í Kastljósi gærdagsins og sagði að dómur hæstaréttar hafi ekki leitt í ljós, að framkvæmd kosninganna hefði breytt neinu um úrslitin.

Þarna endurspeglar hann enn og aftur grunnhyggni stjórnarliða, en þeim virðist vera lífsins ómögulegt að hugsa nokkurn skapaðan hlut til enda.

Fram kom í upplýsingum landskjörstjórnar, að erfitt hafi verið að lesa í 13-15% kjörseðla.

Aldrei fæst úr því skorið hvað á þeim stóð, en reikniskekkja upp á 13-15% getur vel haft áhrif á raunveruleg úrslit kosninga, það hlýtur að vera öllum ljóst, sem kunna grunnatriði í stærðfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband