Innistæðulaust grobb.

Ég las grein eftir hv. fjármálaráðherra í Fréttablaðinu og þar var karlinn enn einu sinni að grobba sig af bættri stöðu þjóðarinnar.

Hann er einn þeirra sem lifað hefur talverðan tíma hér á þessari jörð, án þess að skilja út á hvað lífið gengur.

Það þýðir ekkert að grobba sig af einhverju sem embættismenn og aðrir fræðingar hafa setið sveittir um langa hríð að búa til. Það er enginn alvöru hagvöxtur og verður ekki fyrr en farið verður að auka gjaldeyrisflæði til landsins, þá er ekki átt við lánsfé.

Flestir landsmenn grípa til ákveðinnar ráðstöfunar þegar þörf er á auknum tekjum, þeir leita sér að meiri vinnu. Og duglegt fólk spyr ekki endilega hvert sé eðli starfsins, þeir vilja bara fá auknar tekjur. Það dettur engum heilvita manni til hugar þegar hann þarf að vinna sig út úr skuldum, að leita eftir auknum lánum, það vita það allir að slíkt eykur vandann.

Og það er ekki bara þrjóska hans við að efla hér gjaldeyrisskapandi atvinnu, heldur spreðar hann stórfé í hin ýmsu gæluverkefni og hefur nú nýlega valdið því að ríkissjóður tapaði 12.000. milljónum á því að setja pening í tryggingafyrirtæki sem stóð á brauðfótum, svo hefur verið sett stórfé í stjórnlagaþing, sem reyndist svo ólöglegt þegar til átti að taka, tugir milljarða hafa verið settir í sparisjóði landsins, hundruði miljóna í ESB osfrv.

Ætli sá einstaklingur yrði ekki álitinn skrítinn, sem væri blankur og nýtti sínar litlu tekjur til að fara daglega út að borða, leikhús einu sinni í viku og keypti sér áskrift af öllum sjónvarpsstöðvum sem í boði væru, en vildi ekki vinna meira og tæki stöðugt aukin lán til að fjármagna áhugamálin?

Hvenær í ósköpunum fer þessi blessaða stjórn frá völdum svo almenningur í landinu þurfi ekki nær daglega að verða vitni að takmarkalausri heimsku og yfirgripsmikilli vankunnáttu stjórnarliða.

Þetta er eiginlega óþolandi ástand, fábjáni sem forsætisráðherra og enn meiri fábjáni sem borgarstjóri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband