Veit Jóhanna ekki hver er forsætisráðherra?.

Hún er orðin þreytt bæði og þjökuð af miklu vinnuálagi blessuð gamla konan.

Það er gríðarlega erfitt að hafa unnið langan vinnudag við það að gera afdrifarík mistök og þurfa stöðugt að réttlæta þau  í fjölmiðlum, einnig hlýtur það að vera óskaplega mikið álag að vera í starfi sem er langt fyrir ofan getu viðkomandi.

Hún segist enga ábyrgð bera á klúðrinu sem varð í kring um framkvæmd stjórnlagaþingsins.

Þrjú ár eru langur tími í pólitík, það er jafnvel hægt að skipta um karakter á þeim tíma, en þekkt er meðal þeirra sem hafa lágt sjálfsmat, að þeir skipta ört um karakter.

Í þingræðu árið 2005 sagði hún sem skeleggur stjórnarandstæðingur með hjartað barmafullt af sterkri réttlætiskennd; "enda bera ráðherrar ábyrgð á öllum stjórnarathöfnum samkvæmt lögum og stjórnarskrá".

Henni fannst ekki nóg í lagt varðandi ábyrgð ráðherra, hún vildi gera hana enn meiri.

En geta ber þess að hún var reyndar ekki ráðherra þá og átti sennilega ekki von á að verða það nokkurn tíma.

En sú hörmungartíð birtist með látum og hvelli, tíminn hennar kom og óvíst hvenær hann endar.

Kannski er hún búin að vera svo lengi í stjórnarandstöðu, að hún fattar ekki að hún er ráðherra og ber ábyrgð.

Þorvaldur Gylfason væri kannski vís með að fræða hana um þá staðreynd, að hún er nú forsætisráðherra og ber þar af leiðandi ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég er ekki viss um að Þorvaldur æðsti prestur stjórnlagaþings hins glataða sé endi lega heppilegur til að leiða Jóhönnu á braut vitsins.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2011 kl. 23:50

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvernig ætli Jóhanna hafi verið þegar hún var ung....ætli hún hafi nokkurn tíma verið hlýleg?

Baldur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 23:59

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er alveg rétt hjá þér Hrólfur, það getur Þorvaldur að sönnu ekki gert.

En hann getur allavega sagt henni að hún sé forsætisráðherra og beri ábyrgð á þessu hneyksli, hann er örugglega sár út í hana út af þessu öllu og þarf hugsanlega að skamma einhvern.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 02:11

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Nei Baldur, ég efast um að hún hafi verið það, allavega ekki við karlmenn úbs, best að segja ekki meira.

Hún hefur allavega alltaf verið kolvitlaus í skapinu kellingin.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband