Fimmtudagur, 27. janúar 2011
Enn einn stjórnarliði með stórbrotna vanþekkingu á efnahagsmálum.
Þingmaður sem telur það réttlætanlegt að setja 200. milljónir í ekki neitt, hlýtur að hafa mjög takmarkaðan skilning á fjármálum.
Það er vitanlega að hluta til rétt, 200. milljónir er ekki tilfinnanleg upphæð hjá ríkinu, þessir peningar hafa ekki úrslitavald um hvort landið fer á hausinn eður ei.
En 200. milljónir hefðu dugað til að milda að einhverju leiti niðurskurð í heilbrigðismálum, það hefði þó allavega sýnt jákvæða viðleitni í þá átt, að sýna velferðarstjórn í verki.
Það væri ekki tilefni til ergelsis ef 200. milljónir væri eina upphæðin sem ríkisstjórnin hefur hent út um gluggann. En það þarf að líta á heildarmyndina.
Vinstri stefna stjórnarliða virkar eins og útbúnaður sá sem settur er á vagnhesta, til að þeir sjái aðeins eina átt.
Það hentar þeim sem stjórnar hestvagninum vel, en afskaplega slæmt er fyrir stjórnmálamenn að hafa slíkt sjónarhorn.
Ríkisstjórnin hefur hent tugum milljarða út um gluggann, en þeim finnst það í góðu lagi.
Hins vegar langar þá lítið til að styrkja heilbrigðis og velferðarkerfið, því það er svo dýrt.
Sennilega er það hinu þrönga sjónarhorni um að kenna, þar sem þeir þurfa ekki tilfinnanlega á heilbrigðisþjónustu að halda, þá skilja þeir ekki þá sem eru sjúkir.
Kosningar kosta 100 tonna þorskkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.