Kann Jóhanna ekkert í stærðfræði?

Nú þurfa einhverjir fróðir menn að kenna forsætisráðherra undirstöðuatriði í stærðfræði, til að hún geti komið einhverju rétt út úr sér.

Hún segir þjóðina kalla eftir stjórnlagaþingi, samt voru 37% þjóðarinnar sem mættu á kjörstað.

Skólakrakkar á miðstigi átta sig á því að 37% getur aldrei talist meirihluti, Jóhanna hefur verslunarskólapróf og hún á að vita þetta.

Svo er ekki vitað hversu margir af þessum 37% voru endilega fylgjandi stjórnlagaþingi, það getur verið snúið að finna út úr því, en það er ljóst að 37% táknar minnihluta kosningabærra manna.

Ég tilheyri þeim hópi kjósenda sem vil ekki sjá svona andskotans vitleysu, en ég kaus vegna þess að ég lofaði vinum mínum að kjósa þá, ég veit ekki hvort þessi ástæða eigi við um fleiri.

Þegar óleyst eru ýmis aðkallandi vandamál í þjóðfélaginu, þá getur ekki verið efst á forgangslistanum að breyta stjórnarskránni.

En forsætisráðherra sem tekur það upphaf endurreisnar að setja tvo bankamenn í gæsluvarðhald, það lýsir ekki góðri sýn á heildarmyndina.

Það ætti einhver að troða því í hausinn á henni, að lykill velmegunar er aukin gjaldeyrissköpun og ekkert annað, á tímum sem þessum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tilgangur var hjá mér og mörgum fleirum,var að kjósa þá sem vildu sem minnstu breyta nú gildandi stjórnarskrá og reyna að ekki kæmu allir af Höfuðborgarsvæðinu.

Ragnar Gunnlaugsson, 27.1.2011 kl. 16:44

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Er hægt að segja að þetta fólk sé ekki þjóðin?   Margir hneyksluðust á orðum Ingibjargar Sólrúnar í Háskólabíói þegar hún sagði við fólkið þar að það væri ekki þjóðin.  Þjóðin hafði svo sannarlega kost á því að kjósa öll, hluti hennar nennti ekki á kjörstað, hluti skildi ekkert í kosningunum (vegna þess að þær voru ekki nógu vel kynntar og er því hluti mistakanna).  Einhverjir voru á móti stjórnlagaþingi og kusu ekki.  En það er miklu faglegra í lýðræðisríki að fara þá á kjörstað og skila auðu. Virða kosningarétt sinn.  Það er mín skoðun.  Það sorglega við þetta núna er að mistökin halda áfram. Þau felast m.a. í því að klofningur hefur orðið meðal blessaðrar þjóðarinnar og fólk sér þetta í svart hvítu, sem er ekkert svart hvítt.  Persónulega vil ég leiðréttingu stjórnarskrár - vandaða vinnu, vandaðs fólks, sem vinnur eftir þeim gildum sem sett voru fram af þverskurði þjóðarinnar á Þjóðfundi sem var undirbúningsfundur Stjórnlagaþings.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.1.2011 kl. 17:21

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Ragnar, vinir mínir sem ég kaus vildu það sama og þú segir.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 18:04

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Jóhanna, það má segja að allt sé hægt að túlka á ýmsan veg.

Gallinn við lýðræðið er sá, að minnihlutahópar, sem jafnvel gætu haft betri lausnir komast ekki að. Það er að sönnu erfitt að klára svona umræðu á fullnægjandi hátt í litlum pistli eða í umræðum í athugasemdum.

Ég virði þína skoðun varðandi stjórnarskrána, þótt ég sé ánægður með þá sem við höfum, en ég er svo íhaldssamur að eðlisfari, ég hef t.a.m. ekki enn fyrirgefið Landsbankanum fyrir að hafa skipt út fallega gamla Landsbankamerkinu.

Enda finnst mér fáar breytingar hafa verið til góðs, því við höfum ekki verið að breyta á réttum stöðum að mínu mati.

Það sem ég gagnrýni helst við stjórnarskrárbreytingu á þessum tímapunkti er, að þrátt fyrir þjóðfundi og góðan vilja, þá tel ég okkur ekki hafa þroskað samræðurnar nægjanlega vel. Við erum nefnilega ekki vön að leysa mál með samræðum almennings.

Það hefur ekki verið þung undiralda í samfélaginu sem kallar beinlínis á stjórnarskrárbreytingar, það hefur ekki verið mikið í umræðunni síðustu ár, þannig að ég hef ekki séð nein rök sem segja að breytingar á stjórnarskrá sé eindreginn þjóðarvilji.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 18:13

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir svarið Jón, ég var nýlega á fundi þar sem verið var að ræða um rétt fatlaðra og kom þar fram að ekkert er í dag í stjórnarskrá Íslands um réttindi fatlaðra.  Hér má sjá tillögu um breytingar á stjórnarskrá þar sem ákvæði um fatlaða verður bætt inn. 

Kannski er undiraldan ekki þung vegna þess að breytingarnar eru aðallega vegna ýmissa minnihlutahópa sem ekki hafa sterka rödd? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.1.2011 kl. 18:44

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Jóhanna, vitanlega eiga fatlaðir að njóta jafnréttis á við aðra, það er sjálfsagður hlutur.

Jón Ríkharðsson, 27.1.2011 kl. 21:24

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er síðuhöfundur svo illa að sér í kosningum að 63% þjóðarinnar með því að sitja heima fólu þeim 37% sem kusu að velja fulltrúa fyrir sig. Þetta er svona viðlíka gáfulegt og að í Alþingiskosningum þar sem 70% taka þá myndu þau % sem sátu heima myndu valda því að um 15 þingmenn kæmust ekki á þing. Þessi röksemdarfærsla gengur ekki upp. Ef að þjóðin vildi ekki stjórnlagaþing hefði hún væntanlega farið í undirskriftarsöfnun um að Forsetinn samþykkti ekki lög um ráðgefnadi stjórnlagaþing. Hún hefði ekki kosið þá 4 flokka sem voru með þetta á stefnuskrá sinni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2011 kl. 00:13

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er svosem enginn sérfræðingur í kosningalögum né lögfræði yfirleitt, en ég skil vel hvað þú ert að fara og ég þekki nóg, til að vita um hvað kosningar snúast í grundvallaratriðum.

Ég sé hlutina reynda á annan veg en þú, án þess að ég sé að setja eitthvað út á þitt sjónarmið.

Ég hef ekki nokkra trú á þessu stjórnlagaþingi og þau skilaboð sem fólk sendir með því að sitja heima, sýna að ég er ekki einn um þá skoðun.

Það að taka ekki þátt eru líka viss skilaboð, alveg eins og að skila auðu.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband