Er munur á "fjórflokknum"?

Sumir nota hugtakið "fjórflokkur" og segja þar með að allir stjórnmálaflokkar séu eins.

Svo benda þeir á, að nauðsynlegt sé að skipta ölum út og fá nýtt blóð á þing, sumir segja það að Hreyfingin geti reddað öllu.

Ekki skal neitt fullyrt um það, ágæti Hreyfingarinnar kemur ekki í ljós fyrr en hún fær tækifæri til að vera í ríkisstjórn. Fram til þess tíma verður hún óskrifað blað í íslenskum stjórnmálum.

Ekki skal eytt mörgum orðum er varða muninn á Jóhönnu og Steingrími Joð í stjórn og stjórnarandstöðu, hann ætti að vera öllum kunnur.

En það er grundvallarmunur á "fjórflokknum".

SF og VG leggja meiri áheyrslu á að leysa málin með millifærslu fjármagns sem er til staðar í landinu, heldur en að skapa gjaldeyri, sem er forsemda þess að þjóðin geti lifað í þessu landi.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eiga það sameiginlegt að leggja mikla áheyrslu á að skapa gjaldeyristekjur og alvöru atvinnu.

Það er grundvallarmunurinn, þess vegna finnst mér skynsamlegra að styðja þessa tvo flokka heldur en hina.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur ríka áheyrslu á einkaframtakið og að stéttirnar verði að vinna saman, þess vegna styð ég hann.

En allir þessir flokkar eiga það sameiginlegt að hafa gert stór og afdrifarík mistök á lýðveldistímanum.

Þeir tóku allir þátt í óhóflegum lántökum, of miklum ríkisútgjöldum og því að finna gæluverkefni fyrir þá sem þeim líkaði við. Erfitt er að sjá hver af þessum fjórum flokkum bera mesta sök í þeim efnum, sennilega eru þeir allir jafnsekir.

Það er hverjum manni erfitt að höndla völdin svo vel sé, það sést hvað best ef sagan er skoðuð. Fáir menn hafa komist frá langri valdatíð, án þess að hafa gert mistök, ef þá nokkur. Það skýrist fyrst og fremst af því, að pólitíkusar eru menn af holdi og blóði eins og ég hef oft bent á, en margir eiga erfitt með að skilja það og gera kröfur til þess að stjórnmálamenn séu nokkurs konar hálfguðir, ef ekki bara sömu gerðar og frelsarinn.

En sá einstaklingur finnst víst ekki í bráð, þess vegna verðum við að notast við þá sem í boði eru.

Lítil þjóð sem byggir litla eyju á allt sitt undir útflutningi. Það skilja sjálfstæðis og framsóknarmenn.

Lítil þjóð getur öðrum þjóðum fremur skapað sátt á milli stétta, því hér hefur aldrei verið rótgróin stéttskipting.

Sjálfstæðisstefnan, eins og hún er, en ekki endilega eins og hún hefur verið framkvæmd, er sú eina sem endurreist getur samfélagið eins og staðan er í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei, það er enginn munur á fjórflokkunum.   Hreyfingin reddar ekki öllu, vegna þess að aðeins þrír þingmenn hennar hafa ekki mikil völd.  Það hreyrist vel í þessum þremur þingmönnum, og þau eru ekki eins og allir hinir þingmennirnir á Alþingi.  Hreyfingin er öðruvísi en fjórflokkurinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2011 kl. 01:47

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég ætla ekki að þræta fyrir það, ég get eiginlega ekkert tjáð mig um Hreyfinguna því það hefur ekkert reynt á hana ennþá.

Eins og ég sagði, þá reynir ekki á stjórnmálamenn fyrr en þeir komast til valda, það er auðveldara að vera í stjórnarandstöðu og gagnrýna það sem gert er.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband