Föstudagur, 28. janúar 2011
Niður með fjandans flokksgleraugun!!!!
Nú er kominn tími á að þjóðin fari að tala saman, án þess að hafa flokksgleraugun á nefinu.
Tökum málin út frá þjóðarhagsmunum og engu öðru, spyrjum okkur fyrst að því, hvað sé mest aðkallandi á þessum tímum.
Það hljóta allir að vera sammála um að það sé gjaldeyrisöflun, því við höfum lítið eigið fé eins og sakir standa.
Hvað hefur ríkisstjórnin gert í því máli?
Hún hefur barist gegn álframleiðslu, samt fluttu álverin út fyrir 173. milljarða á síðasta ári, þannig að eitt álver skapar mörg störf auk þess verður tímabundin atvinna fjölda manns á byggingatímanum með tilheyrandi tekjustreymi í ríkiskassann.
Menn fjasa um að það sé ekki hægt að fá orku.
Þjórsá getur gefið næga orku, við erum í neyð og þá þarf að fórna einhverju.
Svo þarf að leita fleiri leiða ásamt því að bæta ímynd landsins til þess að laða hingað erlenda fjárfesta og sannfæra þá um, að hér sé gott að vera.
Og ef menn vilja ekki álver, þá þurfa að koma hugmyndir sem leiða af sér sambærilegar gjaldeyristekjur.
Hvaða flokkur er líklegastur til að ryðja brautina fyrir ofangreindum atriðum?
Sjálfstæðisflokkurinn að sjálfsögðu, en hefur hann aldrei gerst sekur um neitt misjafnt?
Jú, svo sannarlega, það hafa allir flokkar skuldsett þjóðina upp í rjáfur og gerst sekir um að hygla sínum mönnum hægri vinstri, allir flokkar eru samsekir að þessu leiti og bera þar af leiðandi jafna sök.
Ef einhver getur bent á það, að vinstri flokkarnir hafi komið með betri og skjótvirkari aðferðir til gjaldeyrisöflunar, þá er það vel, þá skal ég lofa að hætta að skammast út í vinstri flokkanna og leyfa þeim að stjórna í friði.
Ef það reynist misskilningur, að vinstri flokkarnir hafi eytt tugum milljarða í óþarfa, þá mun ég ekki berjast gegn þeim.
Hægri vinstri, VG, SF, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkur, skiptir engu máli.
Við styðjum þá sem hafa bestu lausnirnar varðandi gjaldeyrisöflun og verðmætasköpun, einnig hygg ég að flestir vilji halda eftir einhverju af því sem þeir vinna fyrir.
Það þarf opnar umræður um samfélagsmálin, án flokksgleraugna.
Ég hef ekki gert Sjálfstæðisflokknum hærra undir höfði en öðrum flokkum í þessum pistli og er opinn fyrir gagnrýni og nýjum hugmyndum.
Koma svo, rita athugasemdir og segja sína skoðun!!!!
Athugasemdir
Meðan tveir æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru svo blindaðir af hatri á pólitískum andstæðingum sínum að þeir missa ráð og rænu þegar þeir tjá sig, er ekki að vænta vitrænnar umræðu á þingi.
Þeirra er að láta af skotgrafahernaði, þá er von til að aðrir fylgi á eftir.
Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 06:32
Við verðum að setja þingið í þvottavélina. Prófkjör og kosningar takk.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 28.1.2011 kl. 06:36
Þakka þér fyrir Gunnar.
Því miður held ég að langt sé í að vinstri menn láti af skotgrafahernaði, þetta segji ég ekk vegna þess að ég er sjálfstæðismaður, ég lofaði því í þetta skiptið, að leggja niður flokksgleraugun, heldur hefur reynslan sýnt okkur það.
Því miður, menn geta leiðrétt mig og ég mun íhuga allar ábendingar, þá hefur vinstri mönnum aldrei tekist vel upp í að skapa verðmæti. En þeir hafa átt gott með að eyða þeim og oft hefur þeim tekist vel til, varðandi velferðarkerfið.
Þeir finna kannski ómeðvitað vanmátt sinn í þesum efnum, en afneita honum, þess vegna eru þeir alltaf svona reiðir.
Nú verður frumkvæðið að koma frá okkur, við þurfum, almenningur í landinu, að ræða saman á vitrænum nótum.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 08:53
Ég er sammála þér Adda, í þvottavélina með þingið.
En ég veit ekki hvort ég geti tekið þátt í því Adda mín, ég er mjög duglegur við heimilisstörf þegar ég er í landi, því það er mín skylda og mikið mæðir á minni góðu konu þegar ég er svona mikið í burtu.
Það eina sem hún bannar mér er að nota þvottavélina, hún hefur ekki ennþá fyrirgefið mér fyrir að hafa breytt lit á fatnaði í nokkur skipti fyrir mörgum árum.
Vitanlega hlýði ég yfirvaldi heimilisins, en kannski ég fái leyfi til að setja þingið í þvottavél, ég spyr hana þegar hún kemur heim á eftir.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.