Álitsgjafinn með enn eitt bullið.

Hinn ofurvinsæli álitsgjafi vinstri manna Stefán Ólafsson er mættur með nýtt bull.

Það er ánægjuleg tilbreyting, því hann hefur verið leiðinlega fastur í að bulla um Gini-stuðla.

Það nýjasta hjá honum er að bulla aðeins og dóm hæstaréttar og örlítið bullar hann um stjórnarskrá lýðveldisins.

Hann segir m.a. í grein á Pressunni í dag; "mikilvægt er þó að ekki eru uppi ásakanir um misferli eða óeðlileg áhrif á útkomu kosninganna".

Það hlýtur að geta talist óeðlileg útkoma þegar vafi leikur á um hvað stendur á 13-15% kjörseðla, enginn veit vitanlega hvað í þessum atkvæðum stóð, en þau hefðu getað breytt úrslitunum.

Þeir sem halda því fram að hæstiréttur hafi dæmt sjálfstæðismönnum í hag, skal í framhjáhlaupi bent á, að Páll Hreinsson er í hópi þessara dómara og hann er sá sami og fór fyrir rannsóknarskýrslunni frægu.

Engum dettur til hugar að segja hann hafa talað hlýlega til sjálfstæðismanna þar, hvers vegna ætti hann að gera það núna? Hann er bara að sinna sínum störfum samkvæmt bestu samvisku og dæma samkvæmt lögum.

Svo kemur blessaður kallinn hann Stefán og segir það best að setja helstu breytingatillögur sem stjórnarskrá varða í þjóðaratkvæði.

Svo óheppilega vildi til að ég gleymdi stjórnarskránni minni um borð, þannig að hún þvælist um hafið engum til gagns þessa daga, en ég er svo heppinn að eiga góðan vin sem er lögfræðingur, hann staðfesti það sem mig minnti, stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir að breytingar séu settar í þjóðaratkvæði, þannig að tillaga hans brýtur í bága við stjórnarskrá lýðveldisins.

Menn geta flett henni upp á netinu ef þeir vilja staðfestingu, en 79. grein segir berum orðum að alþingi eða aukaþing komi með tillögu að breytingum og í framhaldinu eru þær sendar forseta til staðfestingar.

Stjórnvöld eiga að sýna fordæmi í að fara eftir lögum en ekki fara í kring um þau samkvæmt eigin geðþótta hverju sinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er efnislega sammála þér.

Vanti þig aðgang að stjórnarskránni þá er hún hér: http://www.althingi.is/lagas/138b/1944033.html

Haukur Nikulásson, 28.1.2011 kl. 13:00

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Haukur, það er ágætt að vita af slóðinni, annars hef ég hana oftast við hendina.

Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband