Föstudagur, 28. janúar 2011
Fordæmis leitað aftur í aldir.
Þorvaldur Gylfason er skiljanlega argur um þessar mundir, hann sá fram á að hans yrði minnst fyrir það afrek að hafa fært þjóðinni nýja og betri stjórnarskrá.
Hann lagði á sig mikla vinnu varðandi heimildaöflun og ferðaðist til Afríku í þeim tilgangi að finna góða fyrirmynd að stjórnarskrá íslendingum til handa.
Mörgum þykir eflaust Afríkuförin endurspegla gamalt máltæki er talar um að "sækja vatnið yfir lækinn", en látum það liggja milli hluta, hann er búinn að leggja mikla vinnu í að undirbúa sig og örugglega getum við lært eitthvað af Afríkubúum varðandi stjórnskipan, það er ágætt að hafa frumlega hugsun.
Svo þegar í ljós kom að kosningin var dæmd ólögmæt, þá varð þorvaldur ekki sáttur.
Hann lagði á sig mikla vinnu, eins og hann gerði er hann leitaði í smiðju þeirra í Afríku, til að finna fordæmi fyrir svona gjörningi eins og hæstiréttur framdi.
Honum til mikillar furðu, þá hefur framkvæmd kosninga hér á landi oftast verið með ágætum og kosningaþátttaka þokkaleg, svona að mestu leiti.
En elja Þorvaldar er slík að hann gefst aldrei upp ef rökstyðja á góðan málstað.
Eftir heilmikla rannsóknarvinnu fann hann það út, að sennilega hafi eingöngu 30% þjóðarinnar kosið fulltrúa á þjóðfundinn árið 1851.
Vitanlega er hæpið að hrekja þessi rök fræðimannsins, því enginn er víst til frásagnar um kosningar sem fóru fram fyrir eitthundrað fimmtíu og níu árum síðan.
Og hvers vegna ættu menn ekki að geta talið þau 37% þjóðarinnar vel geta endurspeglað vilja heildarinnar fyrst 30% þátttaka þótti ásættanleg árið 1851. Varla hefur tíðarandinn breyst svona mikið á rúmri einni og hálfri öld.
Já, það er bara heilmikið til í þessu hjá Þorvaldi og menn skulu ekkert vera að spá í áræðanleika talna er varða það, hversu mörg prósent kosningabærra manna greiddu atkvæði fyrir þjóðfundinn árið 1851.
Já, ekki láta svona, það þarf ekki að tákna nein frávik í þessum heimildum þótt kirkjubækur hafi ekki alltaf verið rétt skráðar og mörg vafaatriði varðandi fæðingardaga og fæðingarár fólks sem lifði á þessum tíma.
Við eigum ekki að festast í smáatriðum, heldur treysta mönnum sem af mikilli menntun státa og prófessorsstöðu við sjálfan Háskóla Íslands.
Svoleiðis kallar fara ekki með fleipur.
Athugasemdir
Hann tekur svo ekkert tillit til þess að konur o.f.l. höfðu ekki kosningarétt árið 1851 en slíkt er aukaatriði í samanburðartölum hjá prófessornum .
Ragnar Gunnlaugsson, 28.1.2011 kl. 16:03
Já fræðimennskan er ekki sérlega merkileg í þessum samanburði Þorvaldar. Sennilega bjuggu á þessum tíma 70% þjóðarinnar í dreifbýli og þar af leiðandi ca 30% í þéttbýli. Það að taka sig upp og ferðast til kjörstaðar á bjargræðistímanum hefur í flestum tilvikum verið spurning um daga ekki klukkustundir. Sennilega hefur obbinn af atkvæðunum verið frá þessum 30% sem bjuggu í þéttbýli og stór hluti þjóðarinnar ekki einu sinni vitað að verið væri að kjósa og ef menn vissu það þá hafa aðeins þeir sem áttu heimangengt farið yfir ár og fjöll ríðandi á kjörstað.
Það má alveg eins færa fyrir því rök að ca 30% af ca 40% sem höfðu landfræðilegan og efnahagslegan möguleika til hafi kosið og það gerir u.þ.b 75% kjörsókn sem þætti alls ekki svo slæmt í dag.
Sveinn Egill Úlfarsson, 28.1.2011 kl. 17:42
Já það er rétt hjá þér Ragnar, hann Þorvaldur fær þá niðurstöðu sem honum hentar hverju sinni.
Svo eins og ég gaf í skyn, þá er lítið vitað um nákvæmni þeirra sem héldu utan um kosninguna, erfitt getur verið að ráða í það.
Svo þegar maður les greinina hans í Fréttablaðinu, þá eru þetta getgátur hjá honum að mestu leiti.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 17:55
Ég get tekið undir það sem þú segir Sveinn, við vitum ósköp lítið um hvernig almenningur hugsaði á þessum tíma.
Stundum hef ég fengið það á tilfinninguna, þegar ég hef lesið sumar sagnir frá nítjándu öldinni, að almenningur hafi fyrst og fremst hugsað um það sem stóð honum næst, búskapinn og eigin afkomu að flestu leiti, ásamt því að hugsa vitanlega um þá einstaklinga sem næst þeim stóðu.
Þótt einhverjir hafi vafalaust haft áhuga á stjórnmálum þá, finnst me´r einhvern veginn samfélagsvitund eins og við þekkjum í dag ekki vera mjög almenn.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 17:59
Um það bil helmingur þjóðarinnar eru konu, þær höfðu ekki kosningarétt 1851. Stæðsti hluti vinnuafls var til sveita og hafi ekki heldur kosningarétt 1851. Eftir stóð lítill hluti þjóðarinnar sem hafði kosningarétt. Þetta veit Þorvaldur en eins og oft áður kýs hann að nefna ekki þau rök sem eru gegn hans eigin hugmyndum.
Gunnar Heiðarsson, 28.1.2011 kl. 20:07
Það er rétt hjá þér Gunnar, hann sleppir því sem honum þykir veikja sinn málstað.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 20:28
Mér finnst að Þorvaldur Gylfason ætti að sjá sóma sinn í afsögn, hann er einn af áróðursmeisturum Jóhönnu og Samspillingarinnar. Hann hefur ekkert vægi sem álitsgjafi, vegna sérhagsmuna hans...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2011 kl. 01:41
Ég hef ekki hugsað þetta eins og þú Jóna Kolbrún, en ég er alls ekki ósammála þér.
Maðurinn er alls ekki trúverðugur, mér hefur alltaf fundist hann vera hálfgerður trúður.
Jón Ríkharðsson, 29.1.2011 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.