Laugardagur, 29. janúar 2011
Ætli hún hafi lesið stjórnarskrána blessunin hún Jóhanna?
Við höfum afar sérstæðan forsætisráðherra um þessar mundir.
Hún vill stjórnlagaþing, vegna þess að þingið hefur illa náð að gera breytingar á stjórnarskránni.
Ég veit ekki hvað hún á við, en það hafa verið sett inn rúmlega fjörtíu ný ákvæði í hana, en ákvæði hennar eru áttatíu og eitt.
Ef ég skil hana rétt, þá langar hana til að koma þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni í stjórnarskrána.
Það er óþarfi, því enginn deilir um hver er á skepnurnar sem synda í hafinu við Ísland, það er þjóðin.
Og þjóðkjörin ríkisstjórn fer með umráðarétt yfir eigninni í umboði þjóðarinnar.
Útgerðarmenn hafa ekkert um veiðar eða nýtingu að segja, ríkisvaldið ákveður hvernig veiðum er háttað og hversu mikið er veitt.
Ríkisstjórnin hefur möguleika á að veita hverjum sem hún kýs að nota auðlindina með þeim skilyrðum sem hún setur.
Svo er það hverjum hún leyfir að nýta auðlindina allt önnur umræða, en þeir sem fá að nýta hana eru ekki eigendur og hafa aldrei verið.
Ég nenni ekki að rökræða kvótann akkúrat núna, ég er ekki í skapi til þess í dag, ég er bara að benda á muninn á eignarrétti og nýtingarrétti, en Jóhanna virðist ekki skilja það.
Athugasemdir
Mér er það stórlega til efs að hún hafi nokkurn tíma lesið stjórnarskrána, miðað við það sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í stjórnartíð sinni. Málið er að stjórnarskráin er nokkuð góð eins og hún er, það eru einstaka atriði sem þyrfti kannski að "skerpa" á og koma inn skýrari ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur (ákvæði um þjóðaratkvæði eru ekki inni í dag) en að öðru leiti er hún mjög góð.
Jóhann Elíasson, 29.1.2011 kl. 16:56
Það kann vel að vera að Jóhanna Sigurðardóttir hafi lesið stjórnarskrána en hafi hún gert það er greinilega ráðin í að hafa hana að engu.
Emil Örn Kristjánsson, 29.1.2011 kl. 18:11
Þakka ykkur báðum fyrir Jóhann og Emil.
Það er rétt Jóhann, margt þarf að skoða og það er varðar þjóðaratkvæðagreiðslur er mikilvægt að skoða vandlega.
Emil, ég er ekki viss um að hún hafi gert það, en það kann að vera rangt hjá mér.
Jón Ríkharðsson, 29.1.2011 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.