Millifærsla á réttlæti.

Þegar vinstri menn tala um að framfylgja réttlæti, þá finnst mér það fremur millifærsla á því góða markmiði heldur en raunverulegt réttlæti.

Sú árátta að taka meira af einum hópi og láta til annars er ekkert annað en óréttlæti gegn þeim sem tekið er af, þetta var líka mín skoðun meðan ég var staurblankur.

Mín réttlætiskennd er eflaust ekki fullkomin frekar en annarra, en hún gengur út á það að öllum líði vel og auðmenn eru líka menn, ásamt stjórnmálamönnum.

Þeir sem helst gaspra um breytingar á stjórnarskrá finnst í lagi að úthrópa saklaust fólk sem glæpamenn, jafnvel þótt meginstoð réttaríkisins sé sú að enginn sé sekur uns sekt sé sönnuð. Svoleiðis fólki er ekki treystandi til að koma með réttláta stjórnarskrá.

Ég gæti trúað að einhver þvargarinn fyndi hjá sér hvöt til að segja mig ekki sjálfum mér samkvæman, því ég hef oft skammast út í sitjandi ríkisstjórn.

En aldrei hef ég ásakað þau um glæpi, því heimska varðar ekki við lög.

Eina réttlætið er að stækka þjóðarkökuna með mikilli sókn í útflutningsgreinum og eflingu þeirra, eljusemi og mikilli vinnu. Þá hafa allir meira í sinn vasa.

Það er til fullt af fólki sem stendur margfalt betur en ég að vígi fjárhagslega, margir eru heppnari en ég í lífinu osfrv., ég gleðst með öllum þeim sem gæfu njóta og hagnast vel.

Einnig hef ég samúð með þeim sem höllum fæti standa.

En ég vil alls ekki sjá neina millifærslu á réttlæti, heldur að við stefnum að því að bæta hag allra, þá verður þjóðin sterkari en hún er í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband