Afar sérstæður forsætisráðherra.

Jóhanna er afskaplega sérstæð kona eins og flestir vita. Í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sagði hún m.a.; "það er af sem áður var þegar Ísland sat í skammarkróknum eitt fárra ríkja Vestur Evrópu", og þá var hún að ljúga því að flokksmönum sínum, að skýrsla GRECO sem eru samtök ríkja gegn spillingu hafi sagt að allt hefði farið til betri vegar, eftir að hún tók við völdum.

Ég er löngu hættur að trúa henni, þannig að ég kíkti á vef Forsætisráðuneytisins.

Þar eru úrdrættir úr umsögnum GRECO, árið 2001 var sagt að spilling væri með því minnsta sem gerðist í Evrópu, árið 2006 fagnaði stofnunin því að Ísland hefði sett góðar reglur varðandi fjármál stjórnmálasamtaka.

Rauði þráðurinn er samt sá því miður, að íslendingar hafa ekki farið nægjanlega eftir fyrirmæli stofnunarinnar varðandi lagasetningar gegn mútuþægni.

Og hvað hefur svo batnað eftir að hin "tæra vinstri stjórn komst til valda?

Stofnunin lagði til að tryggt yrði lagaákvæði um mútur og áhrifakaup í almennum hegningarlögum og að þau næðu einnig til fulltrúa erlendra fulltrúaþinga sem færu með stjórnsýsluvald, niðurstaðan var sú að þessum tilmælum hafi ekki verið fylgt.

Svo vildi GRECO einnig að skýrt yrði með viðunandi hætti hvað skuli teljast viðeigandi og óviðeigandi gjafir. Þeim tilmælum var ekki heldur fylgt.

Í niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að Ísland hafi eingöngu framkvæmt ein fyrirmæli af fimmtán á viðunandi hátt.

Í skýrslunni segir m.a.; "Í ljósi framangreinds er það niðurstaða GRECO að hin afar takmarkaða fylgni sé í heildina óviðunandi".

Að lokum krafðist stofnunin þess að skýrslan yrði þýdd og birt almenningi, þannig að fólk getur lesið hana í heild sinni, á vef ráðuneytissins og leitað að hrósi frá GRECO mönnum, ekki gat ég fundið hrós í skýrslunni.

En Jóhanna vitanlega lofar þeim öllu fögru, það kemur fram í skýrslunni, en ætli það sé ekki eins með þau loforð og hún hefur gefið þjóðinni?

Lítið kemur fram jákvætt í þessari skýrslu, en þó sjálfstæðismenn hafi ekki staðið sig sem skyldi, við að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar, þá fengu þeir þó allavega hrós fyrir tvö atriði sem þóttu til fyrirmyndar, spilling með því minnsta í Evrópu árið 2001 og hrós fyrir að setja reglur varðandi fjármál stjórnmálaflokka.

Hafi við verið einhvern tíma í skammarkróknum hjá þeim, sem er nú æði vafasöm fullyrðing því Ísland hefur aldrei verið ofarlega á spillingarlista, þá er það ekki Jóhanna sem kemur okkur úr honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband