Er rasismi að aukast á Íslandi?

Ég hef verið dálítið hugsi undanfarið vegna skrifa DV um rasista á Íslandi og viðtöl sem blaðið tók við talsmenn þessa hóps.

Því miður finnst mér flest geta gerst hér á landi, í ljósi þess að hópur fólks gerði þau reginmistök að leiða Jóhönnu og Jón Gnarr til valda, reiðin virðist enn krauma í fólki vegna efnahagshrunsins og reiði fær skynsamt fólk til að gera hina ótrúlegustu hluti.

Vitanlega er ekki hægt að banna fólki, að vera illa við litaða einstaklinga ekki frekar en, að það eigi að banna fólki, að vera illa við mig vegna minna skoðana.

En þegar gefið er í skyn, að ofbeldi gegn lituðum sé réttlætanlegt, það finnst mér óásættanlegt.

Annars finnst mér þessi rasismi fáránlegur í ljósi þess, að það var hvíti maðurinn sem tók svertingja með valdi, burt frá heimkynnum sínum og svo vilja sumir hvítir ekkert með þá hafa.

Ég ætla að vona að sá hugsunarháttur sé horfinn, sem gengur út á það, að nýta lifandi fólk sem húsdýr eins og gert var við svertingja fyrr á öldum.

Það er svartur blettur á sögu landanna sem það gerðu og verður seint afmáður.

Mér er nú málið einnig svolítið skylt, þar sem ég á kolsvarta mágkonu og þar af leiðandi dökk bróðurbörn.

Mágkona mín er alin upp í Kaþólskri trú, hefur biblíuna á náttborðinu og ákallar Jesús og Maríu í hvert skipti sem blótsyrði hnýtur af vörum mágs hennar, þetta er yndislega kona og sérstaklega blíð, hún hefur kennt mér margt um lífið, því hún á bágt með að skilja vælinn í fólki hér á landi.

Bróðir minn er enn í sjokki eftir að hann skrapp til að hitta tengdaforeldra sína í Afríku fyrir tveimur árum, aðstæður eru aðrar en hér á landi, hann fékk m.a. að kynnast því að svertingjar eru ekki allir mjög elskir að hvítum mönnum, af skiljanlegum ástæðum, en hann er svo ljós yfirlitum að hann lýsir í myrkri.

Það væri fræðandi fyrir þá sem kvarta yfir aðstæðum hér á landi að kynnast lífinu í Afríku.

Þau hjónin fóru út að borða þar ytra og þurftu að bíða talsvert eftir matnum. Bróðir minn spurði þá eiginkonu sína, hvort það væri verið að slátra matnum eins og menn spyrja gjarnan hér á landi þegar biðin er orðin löng.

Hún skellihló, því hún hefur búið hér í mörg ár og kannast við svona spurningar, hún tjáði eiginmanni sínum að það væri einmitt verið að slátra matnum. Ísskápar eru ekki algengir þar sem hún býr né önnur þægindi sem okkur þykja sjálfsögð hér á landi.

Samt er þetta lífsglatt fólk sem brestur í dans af  engu tilefni, ég skal játa það, að mér finnst hálf óþægilegt í veislum hjá þeim hjónum, þegar ég er rifinn upp af konum sem mágkonu minni tengjast og neyddur til að dansa. Dans hefur aldrei verið á mínu áhugasviði, auk þess er ég frekar stirður í hreyfingum, en ég hef lengt líf Afríkubúanna umtalsvert því þeim finnst ógurlega fyndið að horfa á mig dansa.

Svo eru það blessuð börnin þeirra, falleg börn sem taka heilshugar undir  sjónarmið, sem ég hef komið inn hjá börnunum í minni fjölskyldu, að ég sé uppáhaldsfrændinn, og veita mér þann heiður að stökkva í fangið á mér og sýna mér þá fallegu einlægni sem börnin ein kunna að gera.

Svo þykir afskaplega ljótt ef einhver vill meiða þetta fólk sem á sérstakan stað í mínu hjarta.

Fyrir utan það, að þá get ég aldrei sætt mig við að nokkur manneskja þurfi að eiga vona á því, að vera beitt ofbeldi fyrir það eitt, að bera annan húðlit en ofbeldismaðurinn.

Það er ekkert annað en helvítis villimennska sem er ólíðandi í siðmenntuðum löndum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Jón, hafðu þökk fyrir þína mannlegu færslu.

Megi sem flestir lesa og skilja, við erum öll fólk, og eigum að umgangast hvort annað sem slíkt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2011 kl. 12:34

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Rasismi er sprottin upp af fáfræði, heimsku og hræðslu. Takk fyrir að gera þitt til að eyða þessum villum.

Hörður Þórðarson, 30.1.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakk þér fyrir Ómar, það er alveg rétt hjá þér, við erum öll fólk sama hver hörundsliturinn er.

Svei mér þá, ég er hissa á fólki sem lifir á tímum framþróunar í upplýsingum og tækni og búið að sýna og sanna með fullgildum rökum, að svertingjar eru að öllu leiti sömu gerðar og þeir sem hvítir eru.

Engum ætti að koma á óvart að svartir gegna hinum ýmsu störfum, eru læknar, lögfræðingar osfrv., og er fyllilega treystandi til þess.

Mér finnst eiginlega fáránlegt að þurfa að nefna svona augljós atriði sem þessi.

En miðað við heimsku margra, þá þarf kannski að fara að kenna fólki það, að menn blotni í rigningu osfrv.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 12:55

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Hörður, við þyrftum öll að standa saman og vinna gegn þessari villimennsku.

Rasistarnir eru svipaðrar gerðar og múkkinn, þótt það sé ekki til fyrirmyndar og ég iðrist þess í dag, en þá vorum við oft með allskyns fíflagang og við vorum stundum ansi villtir, strákarnir á sjónum í gamla daga, enda óþroskaðir unglingar.

Við tókum múkka og spreyjuðum lit á hann, þegar hann kom til félaga sinna var hann strax drepinn.

Því miður minnir þetta rasistalið mig á múkkann að þessu leiti.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 13:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Piltur sem ég tók að mér frá EL Salvador, hvar hann þurfti að flýja vegna mafíuárása á fjölskyldu hans bjó hjá mér þangað til foreldrar hans komust líka hingað, en ég þurfti að eyða talsverðum tíma í að finna vinnu fyrir þau svo þau fengju dvalarleyfi.  En þau eru frekar dökk, fólk er mismikið brúnt í mið Ameríku.  Hann spurði mitt eitt sinn eftir að hann var nýkominn, benti á húðlitinn á handlegg sínum og spurði hvort hann myndi verða fyrir aðkasti vegna litarins.  Ég hló og sagði að það væri aldeilis fráleitt.  Og reyndar varð það svo að ungu stúlkurnar á Ísafirði sveimuðu um hans eins og flugur. 

Ég er sammála því ég verð bálreið þegar ég verð vör við að fólk mismuni öðrum.  En það er ekki bara húðlitur sem kemur fólki til að vera leiðinlegt út í annað aðra, of feitir, of mjóir og allir sem líta öðruvísi út, allt þetta kallar á að sumt fólk í samfélaginu þarf að láta skap sitt bitna á þeim.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 14:08

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er alveg sammála þér Ásthildur, vitanlega á enginn að verða fyrir aðkasti vegna hörundslitar, vaxtarlags eða neinu sem telst vera frávik frá viðmiðum, sem menn búa til samkvæmt sínum smekk sem er nú ekki algildur sanneikur.

Ég man eftir gömlum bónda sem fæddur var á síðari hluta nítjándu aldar, honum þóttu grannar konur óaðlaðandi, hann vildi hafa þær "þykkar og búkonulegar" eins og hann orðaði það.

.

Við eigum að bera virðingu fyrir öllu sem lifir, hvort sem það eru menn, blóm eða dýr og ytra útlit á þar engu um að breyta.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 14:31

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt, það reyni ég að tileinka mér alltaf, og hef líka alið börnin mín þannig upp að bera virðingu fyrir öllu sem lifir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 14:34

8 Smámynd: Davíð Bergmann Davíðsson

ég þakka þér fyrir góð skrif Jón. Ég er giftur konu frá Tælandi og við eigum eitt barn og eitt á leiðinni núna í mars. Ég vona að þau eigi aldrei eftir að upplifa það að vera annars flokks þegnar í þessu landi vegna fáfræði og heimsku.

Davíð Bergmann Davíðsson, 30.1.2011 kl. 16:08

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Davíð, ég þekki líka marga sjómenn sem eru giftir Tælenskum konum, þannig að veit að þær eru afskaplega góðar upp til hópa.

Á frystitogara sem ég var eitt sinn á komu þær margar um borð þegar við komum í land og mér fannst gaman að sjá hversu vel þær fögnuðu sínum mönnum og hvað gleði þeirra var fölskvalaus og einlæg.

Einn ágætur vinur minn sem giftur er Tælenskri konu hefur frætt mig mikið um Tæland, sagt mér m.a. að þeir kalli sig "land gleðinnar" eða eitthvað í þá veru.

Tælensku konurnar hafa auðgað mannlífið hér á landi, ég er mikið fyrir góðan mat og ég geri talsvert af því að borða á Tælenskum stöðum.

Þjónustan og allt viðmót á þeim stöðum er til mikillar fyrirmyndar í alla staði.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 16:18

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að Ísland er því sem næst lokað land fyrir Tailendinga, og þar fer íslenska rikið fremst í flokki.  Fjölskyldum svo sem eins og afa og ömmu er gert nær ómögulegt að koma í heimsókn, þau þurfa að framvísa sakarvottorði og sýna fram á að eiga 1000 dollara á bankareikningi, og svo er sjuskað með sakarvottorðin í sumum tilfellum og þar fá menn bara einu sinni slíkt vottorð.  Íslenska ríkið er sennilega stærsti rasistinn hér á landi því miður.   Hér þarf svo sannarlega að gera bragarbót á og fara yfir reglur og hegðum útlendingastofnunar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.1.2011 kl. 17:49

11 Smámynd: ThoR-E

Góður pistill, tek undir hann heilshugar.

kv.

ThoR-E, 30.1.2011 kl. 21:20

12 Smámynd: halkatla

Æ, þetta var nú dúllulegur pistill - rasistar eru bara fífl.

halkatla, 30.1.2011 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband