Er nokkur missir af Ásmundi Páli?

Ásmundur Páll Hjaltason sem gegndi formennsku fyrir VG á Austurlandi, hefur nú sagt sig úr flokknum.

Honum finnst eins og ansi mörgum félagsmönnum VG forystan ekki vera að framfylgja stefnu flokksins, á skömmum tíma hafa tveir af trúnaðarmönnum flokksins sagt sig úr honum.

Steingrími Joð finnst þetta örugglega vera óttaleg smámunasemi, hvað ætli þurfi að vera að framfylgja einhverri stefnu meðan vinstri flokkarnir fá að vera við völd?

Já, þetta lið ætti að skilja það, að stærsta takmarki vinstri manna hefur verið náð, Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið utan ríkisstjórnar í heil tvö ár, það munar nú um minna.

Og hvað er fólk að hengja sig á einhver prinsippmál, sem litlu skipta í heildarmyndinni, eins og stefnuskrá flokksins. Hvaða máli skiptir þótt rangar ákvarðanir hafi verið teknar trekk í trekk og ríkisstjórnin sé engan veginn að standa sig?

Steingrími Joð finnst vitanlega, að félagsmenn VG geti sætt sig við hörmulega ríkisstjórn vegna þess, að það hefur tekist að halda sjálfstæðismönnum frá völdum. Vinstri menn þurfa að átta sig á því, að það er helsta takmarkið og hægt að færa margar fórnir, í þeim megintilgangi halda Sjálfstæðisflokknum sem lengst frá völdum og ef landið fer á hausinn, þá er lokatakmarki þeirra náð, Sjálfstæðisflokkurinn kemst þá aldrei aftur til valda.

En þetta skilja sumir flokksmenn ekki, þess vegna er alveg eins gott að losna við þá hið fyrsta.

Svo var Karólína náttúrulega áhugalaus um allt er varðaði starfið, hún vildi bara framfylgja stefnunni, mætti illa á fundi osfrv.

Ætli það sé nokkur missir af honum Ásmundi Páli, svona stífir prinsippmenn þvælast bara fyrir alvöru hugsjónamönnum.

Hugsjónamenn VG hafa það eina takmark, að halda Sjálfstæðisflokknum sem lengst frá völdum, enda er þá ólíklegt að einhverjir verði leiðinlega ríkir og jafnvel óbreyttir alþýðumenn líka, það getur haft slæm áhrif á þá, sem vilja fremur rífast um pólitík en vinna.

Það er sko ekki mikill missir af svona liði, sem skilur ekki út á hvað hin raunverulega stefna gengur, burtséð frá einhverri stefnuskrá sem enginn skilur hvort sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Menn sem ekki fylgdu línunni í gamla Alþýðubandalaginu voru umsvifalaust kallaðir endurskoðunarsinnar og með háði og spotti neyddir til að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum og að lokum úr flokknum. Steingrímur er gamall línukommi sem hennti sannfæringu og skoðunum ef flokkurinn sagði honum að gera það. Hann skilur því ekki að menn skuli voga sér að hafa aðra skoðun en hann ákveður að sé rétt.

En segðu mér, var að horfa á Kastljós með Ástráði Haraldssyni fv.Landskjörstjórnar formanni, hvar í ósköpunum fundu stjórnarmeirihlutinn þetta fyrirbrigði!!! Þvílíkur monthani og besservisser, hæstiréttur eru bara asnar sem vita ekki að hann Ástráður veit hvernig á að túlka kosninglögin og ef honum sýnist svo að hafa kosningakassana opna og kjörklefana eins og þeir voru þá er það tittlingaskítur og sparðatíningur hjá hæstrétti að heimta að lögunum sé fylgt í hörgul. Þvílíkur rugludallur, lögfræðingur sem finnst það allt í lagi að brjóta lögin bara af því að það er hann sem gerir það.

Sveinn Egill Úlfarsson, 31.1.2011 kl. 20:39

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það skal ég með ánægju segja þér Sveinn, Ástráður er fyrrum tengdasonur Svavars Gestssonar, hann var bjó með Svandísi umhverfisráðherra.

Þeir fara ekki langt út fyrir hringinn sinn, blessaðir vinstri mennirnir.

Hann sagði í viðtali við RÚV fyrir kosningarnar, að séð hafi verið til þess að allt yrði til fyrirmyndar.

Hann sagði að þetta væri óvanaleg kosning, aldrei hefði það þekkst að kosið væri milli svona margra frambjóðenda, þannig að heimurinn allur átti að fylgjast með hversu vel var að þeim staðið, hann kvaðst verða með ýmsar athyglisverðar nýungar í pokahorninu varðandi framkvæmd svona flókinna kosninga.

Það er athyglisvert að hann skuli enn vara á sömu skoðun, enn ekkert óeðlilegt.

Hann er jú sannur vinstri maður, eins og þeir gerast víst bestir.

Jón Ríkharðsson, 31.1.2011 kl. 20:58

3 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Það hlaut að vera, nú skilur maður af hverju Svandís er svona harður femínisti!!

Hefði verið gaman að vera fluga á veggnum heima hjá þeim og sjá þau berjast um síðasta

orðið.

Sveinn Egill Úlfarsson, 31.1.2011 kl. 21:40

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já, það hefði verið gaman að vera fluga á veggnum hjá þeim, svo sannarlega.

Jón Ríkharðsson, 31.1.2011 kl. 22:01

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vinstri grænir eru eins og hassklíkurnar í gamla daga....þegar einhver reif sig upp úr mókinu og hafnaði dópinu var hann hunsaður og lagður í einelti. Ekki voru þær fagrar kveðjurnar sem Karólína fékk og varla verða þær skárri núna.

Baldur Hermannsson, 31.1.2011 kl. 23:43

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þakka þér fyrir Baldur, þetta er alveg frábær samlíking hjá þér.

Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband