Þriðjudagur, 1. febrúar 2011
Rétt hjá Ólínu.
Ólína Þorvarðardóttir bendir á þá alkunnu staðreynd, að margt sé hægt að læra af þeim sem eldri og reyndari eru.
Hinu góða heilræði sínu, beinir hún til Lilju Mósesdóttur og bendir henni á, að margt geti hún lært af Jóhönnu Sigurðardóttur, sem alkunn er fyrir mikla hörku, þegar hún kemur sínum skoðunum á framfæri.
Vitanlega finnst Ólínu Lilja vera óþarflega lin, hún gerir lítið annað en að segja sínar skoðanir, en það gustar ekki nóg af henni, að mati þingmannsins.
Auðvitað finnst Ólínu, sem er alkunnur kvenskörungur, að Lilja eigi að tileinka sér þá hörku sem Jóhann býr yfir.
Lilja á vitanlega að taka Jóhönnu til fyrirmynda, að mati Ólínu, skella hurðum hægri vinstri, öskra í pontu, hundskamma þá sem eru ósammála henni og stofna nýjan flokk eins og skot.
Það gerði Jóhanna þegar hún var óhress með þá ríkisstjórn sem hún sat í á sínum tíma.
Orð látin vaða eins og púðurskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að það sé að koma tími á að einhver með viti fari að segja hingað og ekki lengra við þessu bulli sem er verið að bjóða þjóðinni...
Þvílík fyrirmynd eða hitt þá heldur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.2.2011 kl. 11:25
Verður ekki Vindharpan tekin í notkun í sumar ? Þá mun Icesave-stjórnin frumsýna gleðileikinn sem þau hafa verið að æfa í tvö ár. Ekki er sanngjarnt að gera aðsúg að leikurum, þótt þá skorti hæfileika og fagmennsku, fyrr en frumsýningin hefur farið fram.
Gefur frekar Steingrími og Hr. Jóhönnu hvatningu svo að þau leggi sig öll fram. Svona leikverk fáránleikans kemur bara fram einu sinni í sögu hverrar þjóðar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.2.2011 kl. 11:44
Þakka ykkur fyrir Ingibjörg og Loftur, ég er sammála ykkur báðum.
Loftur, hvenær ætli strákurinn hún Jóhanna fari að gefa okkur frið til að dafna?
Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 12:49
Jón, þetta er bráðskemmtilegur pistill því þarna ertu að tefla saman þremur kraftmiklum konum og mun sýnast sitt hverjum um ágæti þeirra. Allar eiga þær sér stuðningsmenn en jafnframt hatramma andstæðinga. Ég fyrir mitt leyti gef Lilju Mósesdóttur einkunnina 10, Ólína fær 7,0 en Jóhanna kolfellur með 1,0.
Ég virði Lilju mikils fyrir drenglyndi hennar, hugrekki og gáfur. Ólína hefur líka margt sér til framdráttar en mér er fullkomlega um megn að koma auga á eitt einasta jákvætt atriði í fari Jóhönnu Sigurðardóttur, þar sé ég bara metnaðarsjúka, illa gefna og hræsnisfulla kvensnipt.
Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 13:31
Ég er sammála þér varðandi þetta Baldur, Lilja hefur sýnt ágæta takta.
Svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvernig fer varðandi hana, hún er óskrifað blað í stjórnmálum enn sem komið er.
En ég get fallist á það, hún lofar góðu. Hinar tvær fá nú ekki háa einkunn hjá mér satt að segja, því ég hef takmarkað álit á þeim, mjög takmarkað.
En það er rétt, þær eru allar mjög kraftmiklar, um það verður ekki deilt.
Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 13:46
Ég veit, allar eru þær umdeildar. En svo eru aðrir sem myndu gefa þessum þrem konum allt öðru vísi einkunnir. Hef samt grun um að Jóhanna fái falleinkunn hjá flestum. Hvað Ólínu varðar þá get ég ekki neitað því að ég hef gaman af svona skössum þótt ekki sé nú allt vitlegt sem frá henni berst.
Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 13:53
Ég er innilega sammála þér Baldur að flestu leiti, mér finnst að Ólína mætti þá vera svolítið æstari, hún er svo sein að koma orðunum út úr sér finnst mér.
Þú ættir að sjá mína konu þegar hún er í ham, þá fæ ég orðaflauminn framan í mig og áður en ég veit af, þá er ég farinn að segja "já elskan, fyrirgefðu" og veit ekkert fyrir hvað ég var skammaður.
En svo verður hún alltaf ægilega blíð við mig, þegar hún er búin að skamma mig, þetta kalla ég alvöru kvenskörunga.
En Ólína er bráðhugguleg kona, það má hún eiga, en seint verður það sagt um hr. Jóhönnu eins og Loftur kallar hana á sinn skemmtilega hátt.
Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 14:22
Ólína er sein að mylgra út úr sér orðunum vegna þess að hún veit að ekki komast aðrir að á meðan.
Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 15:15
Já, nú skil ég, þetta er þá svona trikk hjá henni.
Það er ekki að því að spyrja Baldur minn, vinstri mennirnir hafa öll áróðurstrikkinn á hreinu, verst að þau kunna eingin önnur trikk, eins og stjórna landinu, efla hagvöxt osfrv.
En það hefur víst hver sínar sérgáfur býst ég við.
Jón Ríkharðsson, 1.2.2011 kl. 15:35
Sérgáfa vinstri manna er og hefur alltaf verið að masa. En þeim er ekki sýnt um að framkvæma. Raunar er þeim fyrir munað að framkvæma.
Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.