Umræða á lágu plani.

Útgerðarmenn eru á engan hátt frábrugðnir öðrum einstaklingum af sama kynþætti í atferli sínu og háttum almennt.

Samt af einhverjum undarlegum ástæðum, kjósa sumir að kalla þá glæpamenn og þjófa.

Lögum samkvæmt telst það heiðarleg atvinna að gera út skip til fiskveiða, einnig telst það ekki stríða gegn lögum að halda málstað sínum á lofti og vilja veg sinn hvað mestan.

Í eldri og þróaðri samfélögum njóta menn virðingar stjórnvalda, ef þeim tekst að skapa miklar gjaldeyristekjur, en  hér á landi ríkir afar sérstæða ríkisstjórn, sem reynir allt sem hún getur, til þess að þrengja að afkomu þeirra.

Blessuð gamla konan í forsætisráðuneytinu sagði þá státa af kjafti þeim er skötuselir bera, það er vissulega sjónarmið út af fyrir sig, en harla óvenjulegt að æðstu ráðamenn þjóða opinberi sínar hugsanir með þessum hætti.

Útgerðarfyrirtæki voru flest á framfæri ríkisins að mestu leiti, áður en kvótakerfið komst á. Það hefur vissulega marga galla, en það hefur gert það að verkum, að útgerðir standa nú á eigin fótum og skila hagnaði.

Meðan veiðar voru frjálsar og ríkið stöðugt að hlaupa undir bagga með útgerðarmönnum, þá nutu þeir talsverðrar virðingar í samfélaginu, þeir voru allavega ekki kallaðir þjófar og glæpamenn á opinberum vettvangi.

Svo þegar þeir fara að standa á eigin fótum og þurfa ekki lengur að væla utan í ráðamönnum, þá eru þeir allt í einu orðnir vafasamir pappírar með skötuselskjaft.

Hætt er við að umræðan þurfi að þróast aðeins betur, áður en hún getur talist vitræn.


mbl.is Talað til útgerðar eins og glæpamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband