Er Samfylkingin kúgaður flokkur?

Í öllum flokkum er ágreiningur, það er eðlilegt.

Órólega deildin í VG tekst á við forystuna, í Framsókn eru skiptar skoðanir um ESB aðild og þingmenn takast á, í Sjálfstæðisflokknum er ágreiningur um Icesave og ESB og þar eru þingmenn ekki sammála.

En Samfylkingin, þar virðist enginn ágreiningur vera, enda hrósaði blessuð gamla konan úr forsætisráðuneytinu félögum sínum fyrir, hversu dugleg þau voru við að vera henni sammála.

Fallast má á þau rök, að ekki sé beinlínis fallega gert að skammast í öldruðum konum, en það er einum of langt gengið þegar öldnu konunni í formannsstólnum er leyft að skrökva að eigin flokksmönnum.

Blessunin gamla fór með leiðinda fleipur þegar hún ræddi skýrslu Greco, en það er félagsskapur sem fylgist með því að spilling grafi ekki um sig í Evrópulöndum.

Hinn aldurhnigni leiðtogi Samfylkingarinnar sagði frá því glöð í bragði, að eftirlitsstofnunin hefði hrósað ríkisstjórninni í hástert fyrir góða fylgni við tilmæli stofnunarinnar.

Það var misskilningur hjá gömlu konunni, Greco lét þess getið í niðurlagi skýrslu sinnar að eftirfylgni stjórnvalda væri beinlínis óviðunandi.

Kannski er ljótt að segja að Samfylkingin sé kúgaður flokkur, það er erfitt að sýna gömlum konum hörku, svo mikið er víst.

Ætli þau nagi sig ekki í handarbökin fyrir að hafa talið sjálfum sér og þeirri gömlu trú um, að hún væri góður leiðtogi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband