Fimmtudagur, 10. febrúar 2011
Er enginn sem skilur ríkisstjórnina?
Jóhanna forsætisráðherra reyndi að sýna Ríkisendurskoðun fram á það, að ekki væri við hæfi að gagnrýna hennar störf, þar sem hún gerði jú allt samkvæmt bestu vitund. Erfitt að hrekja svona sterk rök, en Ríkisendurskoðun skellir skollaeyrum við ábendingum gömlu konunnar.
Svo kemur Hæstiréttur og dæmir kosningar til stjórnlagaþings ólöglegar, þótt sýnt hafi verið fram á, að Ástráður Haraldsson hafi nostrað mjög við undirbúning þeirra og ríkisstjórnin öll, gerði þetta samkvæmt sinni bestu vitund.
Svo er Svandís blessunin, sem þráir ekkert heitar en ósnortna náttúru, tekin í gegn og Hæstiréttur ógildir ákvörðun hennar, sem þó var tekin með hennar bestu vitund.
Ríkisstjórnin öll hlýtur að vera niðurbrotin eftir allar þessar ákúrur, það er eins og enginn skilji hvaða afrek hún hefur unnið.
Stjórnarliðum hefur tekist það sem enginn trúði að vinstri mönnum tækist, að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í heil tvö ár.
Vitanlega hafa vinstri menn aldrei verið uppteknir af uppbyggingu samfélagsins, þau vilja frekar eyða peningum og því er ekki að neita, að þau hafa náð að öngla saman talsverðu lánsfé til að nota í hin ýmsu gæluverkefni sín.
Ég efast um að taugakerfi vinstri manna hefði þolað það, ef sjálfstæðismenn hefðu unnið eins og þau gera, Steingrímur Joð væri örugglega þegjandi hás eftir öll öskrin á þingi og Jóhanna væri svo illa haldin af réttlátri reiði að hún væri ýlfrandi á einhverri stofnun; "helvítis íhaldið, helvítis íhaldið" osfrv.
En nú ættu þau að fara að hvíla sig.
Þeim hefur tekist að halda sjálfstæðismönnum frá völdum í tvö ár, er það ekki nóg í bili?
Ákvörðun ráðherra ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi stjórn sem fegrar allt og sínir að hún sér best og við aumingjar eru asnar þetta hefur ekkert gert nema skera niður og eiða OOKARpeningum í vitleisu að skera niður en enginn lausn það kemur illa niður á okkur seinna meir þau vilja ekkert gera fyrir þjóðina enda meiga það fara til andskotans ég er búinn að fá mig full saddan af öllum sem eru áþingi þetta er verra en leikskóli
Ragnar Þór Ragnarsson 10.2.2011 kl. 20:10
Jón minn"Nei hvernig gæti það verið hægt????
Eyjólfur G Svavarsson, 11.2.2011 kl. 00:22
Ástandið er ekki svo slæmt Jón, að enginn skilji hana.
Þegar Bjarni kom undan feldinum þá sá hann samhengi hinna stærri hluta og hefur síðan ásamt helftin af Sjálfstæðisflokknum verið einarður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.
Er ekki frekar málið að þið Sjálfstæðismenn eruð hættir að skilja hvora aðra???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.2.2011 kl. 09:43
Ragnar, það er margt líkt með alþingi og leiksskóla, en ég held nú að allir séu að gera sitt besta, sumum er minna gefið en öðrum.
Það er nú ofmælt finnst mér að allir séu slæmir, það er til ágætis fólk á þingi.
Jón Ríkharðsson, 12.2.2011 kl. 02:27
Ég veit það ekki Eyjólfur minn, svei mér þá.
Jón Ríkharðsson, 12.2.2011 kl. 02:28
Það er rétt hjá þér Ómar, menn skiptast í tvo hópa varðandi Icesave, en ég er ekki á því að borga.
Ég skil sjónarmið hinna, þótt ég kannski fallist ekki á það, en ég vona að menn leysi þennan ágreining á farsælan hátt.
Ég efast um að það finnist margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Sjálfstæðisflokknum, en vissulega er skrítið fólk þar eins og í öllum flokkum.
Jón Ríkharðsson, 12.2.2011 kl. 02:32
það er til gott fólk áalþingi segi það ekki en ég starfa fyrir reglu sem er svipað gömul ogaslþingi og er einn af 4 sem erum í stjórn en það góða fólk hefur flest ekki látið sjásig inn í sjálfum fundar salnum en ég vona allt fari sem best og bretar hætti að hóta enda kunna þeir lítið annað en að ganga allt annað en breska þjóðinn vill all rækilega ég er ekki hræddur viðbreta þáfyrst tek ég haglabyssuna framm og þeir koma ekki nálagt mér og mínum og allra síst inn ámitt safn eða mín hús
Ragnar Þór Ragnarsson 22.2.2011 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.