Sköpun verðmæta er forsenda samstöðu.

Þjóðfundir hafa verið haldnir til þess að koma þjóðinni saman um ákveðin markmið, einnig tala forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar um nauðsyn þess að fólk standi saman.

Gallinn við þessar áskoranir er sá, að flestir eru að leita eftir samstöðu með eigin skoðunum.

Hver er okkar helstri styrkleiki?

Dugnaður, vinnusemi ásamt ágætu menntunarstigi, einnig erum við friðsöm þjóð.

Við höfum auðlyndir sem hægt er að nýta til gjaldeyrisöflunar.

Af einhverjum ástæðum hefur ekki myndast samstaða hjá þjóðinni varðandi auðlindanýtingu og meðan þá samstöðu skortir, þá eru litlar líkur á að samstaða náist um önnur mál.

Grunnurinn að okkar velferð er öflun gjaldeyris og það er ekki hægt án þess að nýta allar mögulegar auðlyndir í þessu landi.

Margir eru óhressir með álver, það er sjónarmið út af fyrir sig en varla byggt á forsendum hagkvæmni. Núna verðum við að leggja tilfinningarnar til hliðar og hugsa um arðsemi.

Þótt það bætast við álver, þá verður samt nóg af ósnortinni náttúru til að njóta og sýna ferðamönnum. Það þarf alltaf að færa fórnir ef þjóðir ætla að standa á eigin fótum.

Áhyggjur þjóðarinnar snúast fyrst og fremst um efnahagslega afkomu, flest annað virðist í lagi.

Meðan ekki er unnið að verðmætasköpun, þá verður engin sátt.

Það sem ríkisstjórnin er að gera um þessar mundir, er svipað og  læknir sem fær til sín hjartveikan einstakling. Í stað þess að einbeita sér að hjarta sjúklingsins, þá fer læknirinn að skoða hvort möguleiki sé á fótbroti eða jafnvel handleggsbroti, vegna þess að viðkomandi læknir treystir sér ekki til að meðhöndla hjartasjúkdóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband